Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.2013, Side 45
Þ
etta er öðruvísi bók en
það sem ég hef gert áður,
hún er stærri og ekki bara
indverskir réttir,“ seg
ir Yesmine Olsson en
væntanleg er ný matreiðslubók
frá henni sem ber heitið Í tilefni
dagsins.
Sænsk og indversk matargerð
Bókin skiptist í tíu kafla og þar
má finna meðal annars sænskar
og indverskar uppskriftir. Hug
myndin að bókinni fæddist eftir
að Yesmine gerði matreiðsluþætti
á RÚV. „Þegar ég gerði þættina
ákvað ég að fara meira í minn
bakgrunn og það var svolítið inn
blásturinn að þessari bók. Mig
langaði meðal annars að kynna
sænska matargerð fyrir Íslending
um. Við erum svo nálægt en samt
er margt öðruvísi í matargerð,“
segir hún og bætir við að hún hafi
valið sína uppáhaldsrétti.
Hún segist vilja fá fólk til að
gera eitthvað öðruvísi bæði í
veislum og matarboðum og í
eldamennskunni dags daglega.
„Bókin heitir Í tilefni dagsins en
það má gera alla daga sérstaka.
Það er gaman að borða góðan mat
á hverjum degi.“
Stjúpsonurinn aðstoðar í
eldhúsinu
Aðspurð hvort réttirnir séu flóknir
segir hún að það sé beggja blands.
„Þegar ég er með flókinn rétt er ég
líka oft með einfaldari leið til að
gera hann. Ég ákvað að hafa þetta
líka einfalt fyrir þá sem nenna
ekki að eyða mörgum klukkutím
um í eldamennskuna.“ Yesmine
segir að allir geti eldað og hún
hafi haft það í huga þegar hún
gerði bókina. Hún eigi að höfða
til allra. „Ég vil að sem flestir taki
þátt í eldamennskunni á heimil
inu, þannig er það á mínu heim
ili. Ég fæ ekki að ráða öllu,“ segir
hún og hlær.„Maðurinn minn eld
ar mikið og 14 ára stjúpsyni mín
um finnst gaman að aðstoða mig
við eldamennskuna. Sjö ára dóttir
mín er ekki jafnáhugasöm.“
Uppskriftin sem Yesmine deilir
með lesendum er nýstárleg og til
þess fallin að lífga upp á matar
boð helgarinnar. „Mig langar að
gefa lesendum DV uppskrift að
kjúklingaspjótum með döðlum,
ég eldaði þennan rétt fyrir vin
konu mína og hann sló í gegn.
Kjúklingurinn er maríneraður úr
kóríander og eplum og með döðl
um.“
Áhugasamir geta fengið nánari
upplýsingar um framtak og verk
efni Yesmine á vefsíðu hennar
yesmine.is.
Epla- og kóríander-kjúklingaspjót
Fyrir 2
n 6–8 kjúklingalæri
n 4 bambusgrillpinnar, lagðir í bleyti í 30
mínútur
n 2 cm engifer
n ½ lítið Granny Smith-epli, steinlaust
og afhýtt
n 2 stórar döðlur
n 100 gr spínat
n 2 stór hvítlauksrif
n 1 tsk. malað cumin
n 2 tsk. garam masala
n ½ tsk. kardimommuduft
n 1½ dl ferskur kóríander með stilkum
n 1/3 jalapeño, fræhreinsaður
n safi úr ½ sítrónu
n salt og pipar eftir smekk
n 2–4 msk. olía
Stilltu ofninn á 200°C. Skerðu
kjúklingalærin í frekar stóra bita,
fáðu þrjá bita úr hvoru læri og
leggðu í grunna skál. Skerðu engi
fer, döðlur og epli í minni bita.
Blandaðu öllu saman nema salti
og pipar með töfrasprota eða í
matvinnsluvél, bættu við olíu ef
þörf krefur til að fá mjúka áferð.
Helltu helmingnum af kryddleg
inum yfir kjúklingabitana, veltu
þeim upp úr leginum og láttu
standa í ísskáp í 1–2 klukku
stundir. Helltu svolítilli olíu yfir
kjúklinginn fyrir grillun, salt
aðu og pipraðu. Ég geymi helm
inginn af kryddleginum og nota
miðja vegu þegar ég sný spjótun
um við. Ég pensla spjótin þá með
afganginum af kryddleginum til
að spjótin verði enn safaríkari og
bragðmeiri.
Grillaðu í 5 mínútur á hvorri
hlið þar til spjótin taka á sig fallega
gullinn lit, eða þar til kjúklinga
kjötið er hvítt og þétt og þá eru
spjótin tilbúin.n
Lífsstíll 45Helgarblað 18.–20. október 2013
Mesti ofnæmisvaldurinn
Satis.is
Fákafeni 9 - S: 551-5100 - Opið mán.-fös. 10-17
Sjáðu golfið
í alvöru HD með SKY
Grunnáskrift 1
+ SKY SPORTS
Yfir 300 stöðvar fyrir
aðeins 10.490 kr.
á mánuði
Forðist þessi
mistök í
eldhúsinu
Með því að elda alltaf matinn þinn
sjálf/ur getur þú fylgst betur með
hve mikið af hitaeiningum þú
borðar. Það eru þó nokkur mistök
sem margir gera í eldhúsinu þegar
kemur að hitaeiningunum en fimm
þeirra má finan á fitnea.com.
n Mistök 1:
Að nota of
mikið af olíu
Ólífuolía er
holl en mjög
hitaeininga
rík. Ein mat
skeið inniheldur
125 hitaeiningar. Gott ráð er
að gufusjóða grænmetið áður en
það er sett á pönnuna.
n Mistök 2: Að áætla
skammta
Það er mikilvægt að hafa
skammtastærðina á hreinu. Það
að slumpa á stærðina eða magnið
getur aukið hitaeiningafjöldann
töluvert án þess að þú gerir þér
grein fyrir því. Ekki spara þér örfá
ar sekúndur með því að slumpa á
innihaldið, þú þarft að greiða fyrir
það seinna.
n Mistök 3: Að vera þræll
uppskriftanna
Það er gott að fara
eftir uppskrift
um þegar
kemur að
matreiðslu.
Ef uppskrift
in segir að
nota eigi bolla
af rjóma má vel
nota helming þess og blanda út
í maukaðri lárperu eða grískri
jógúrt. Þannig fækkar þú hitaein
ingum án þess að breyta bragðinu.
n Mistök 4: Að narta á meðan
þú eldar
Það getur verið erfitt að smakka
ekki þau matvæli sem þú ert að
nota. Það er hins vegar fljótt að
safnast saman ef þú stingur upp í
þig lárperusneið hér og nokkrum
hnetum þar. Prófaðu að tyggja
tyggjó á meðan þú eldar eða að
vera með vatn í glasi. Ef þú stenst
ekki löngunina til að stinga bita
upp í þig, skaltu setja þeim mun
minna á diskinn þegar þú ferð að
borða.
n Mistök 5: Að geyma
afganga til að narta í
Það sem þú ættir að reyna að
forðast er að fara að narta í af
ganga þegar þú ferð í frágang í
eldhúsinu. Ef þú ætlar ekki að
nota afgangana seinna þá skaltu
drífa þig í að henda þeim og
koma þeim þannig úr augsýn. Þá
er minni hætta á að þú stelist í að
fá þér aukabita.
Allir dagar sérstakir
Gunnhildur Steinarsdóttir
blaðamaður skrifar gunnhildur@dv.is
Ástríða Yesmine hefur mikla ástríðu
fyrir eldamennsku og finnst gott að
vera í eldhúsinu að malla. Hún gefur út
nýja matreiðslubók. Mynd Sigtryggur Ari
Mynd PAll StEfAnSSon
Mikilvægt í
eldhúsinu
Hvítlaukur Þegar Yesmine er spurð
um hvaða hráefni hún eigi alltaf í eld-
húsinu nefnir hún hvítlauk. „Ég mundi
segja hvítlaukur því ég nota hann í flesta
rétti. En annars nota ég mikið döðlur og
chili. Af öðru hráefni eldum við oftast
fisk, kjúkling eða lambakjöt.“
Matvinnsluvél „Mér finnst ómiss-
andi að hafa matvinnsluvél í eldhúsinu.
Ég nota hana mikið.“
Tónlist „Það er gott að hafa tónlist
á meðan ég elda. Það gerir upplifunina
enn notalegri, þá er hlýlegt að hafa
fjölskyldumeðlimina með.“