Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.2013, Page 54

Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.2013, Page 54
54 Fólk 18.–20. október 2013 Helgarblað Eignaðist ömmustúlku Solla Eiríksdóttir, hráfæðikokkur og eigandi veitingastaðarins Gló, eignaðist á dögunum annað ömmubarnið sitt. Um er að ræða litla stúlku sem jafnframt er litla systir Ágústs litla sem Solla vitnar stundum í á Facebook-síðu sinni, enda lítill spekingur og spakmæl- ingur þar á ferð sem reytir af sér krúttleg gullkorn. Móðir syst- kinanna og dóttir Sollu er Hildur Ársælsdóttir úr hljómsveitinni Amiinu. Solla segist hafa dansað „trylltan gleðidans“ með Ágústi litla þegar tíðindin af litlu ömmu- stúlkunni bárust. Þau hafi tekið lúftgítarsóló og fíflast saman til þess að fagna litlu systur Ágústs sem var að vonum ánægður með að vera orðinn stóri bróðir. Högni hreinskilinn Högni í Hjaltalín ræðir um lífið og listina í opinskáu viðtali við Hauk S. Magnússon sem birt var á Airwaves-vefsíðu The Reykjavik Grapevine. Þar segir hann með- al annars að gerð nýrrar plötu Hjaltalín, Enter IV, hafi „gert hann geðveikan“. „Tónlistin var samin á meðan ég þjáðist af geðveiki, sum lögin voru samin á geðsjúkrahúsi, og það skín í gegn á plötunni.“ Sparkar í samstarfs- félaga Guðmundur Steingrímsson er einn af þremur mönnum Bjartrar framtíðar sem stundar líkams- rækt í Mjölni. Í Séð og heyrt kemur fram að Guðmundur hafi verið að leita að fjölbreyttari líkamsrækt en þeirri sem býðst á líkamsræktar- stöðvunum. Hann hafi fundið sig um leið og hann mætti í Mjölni en þar sé mönnum jaskað út með Rammstein og Guns N´ Roses. Þá segir hann að samstarfsfélagarn- ir fái þar útrás, kýli í boxpúða og sparki jafnvel duglega í hvern annan. Þar sé gott að fá útrás fyrir mögulegan pirring. Leitað að Sigmundi n Skrapp í frí með fjölskyldunni n Óvíst hvar hann er niðurkominn S igmundur Davíð Gunn- laugsson forsætisráðherra er farinn til útlanda í frí. Þetta var tilkynnt í Stjórn- artíðindum fyrir þremur dögum en svo virðist sem fáir viti hvar sjálfur forsætisráðherra er niðurkominn. Þó er vitað að Sig- mundur ferðaðist langt frá okkar litlu eyju ásamt fjölskyldu sinni til að hvíla lúin bein og kúpla sig frá því mikla amstri sem ætla má að fylgi starfi forsætisráðherra. Bjarni stýrir á meðan Fáir virðast vita hvar Sigmundur er niðurkominn og herma heimildir DV að meira að segja samstarfs- fólk hans á Alþingi viti lítið sem ekkert um ferðir hans. Þingmenn hafi margir verið ósáttir við fjarveru hans og sjálf- ir eytt nokkrum hluta gærdagsins í að spyrj- ast fyrir um forsætis- ráðherrann. Nokkr- ir áfangastaðir hafa þó verið nefndir, svo sem Lundúnir, Flórída og ónafngreind eyja í Karíba hafinu. Lengd frísins virðist einnig óljós en svo virðist sem Sigmund- ur hafi farið af landi brott í byrjun þessarar viku og sé væntanlegur um miðbik þeirrar næstu. Í sam- tali blaðamanns við skrifstofu Al- þingis kom þó fram að Sigmundur hafi eingöngu verið með skráða fjarvist í tvo daga, á miðvikudag og fimmtudag, auk þess sem að- stoðarmaður Sigmundar sagði hann væntanlegan um helgina. Líkt og áður kom fram var greint frá utanför Sigmundar í Stjórn- artíðindum síðastliðinn þriðju- dag. Þar kemur einnig fram að í fjarveru Sigmundar er það Bjarni Benediktsson, fjármála- og efna- hagsráðherra, sem gegnir störfum forsætisráðherra og má því ætla að Bjarni hafi nóg á sinni könnu um þessar mundir. Í fjarveru Bjarna er það svo Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráð- herra og umhverfis- og auðlinda- ráðherra, sem gegnir störfum for- sætisráðherra. „Ekki vel viðunandi“ Svo virðist sem nokkur óánægja ríki hjá þingmönnum stjórnar- andstöðunnar vegna fjarveru for- sætisráðherra. Greint var frá því á Eyjunni í gær að við upphaf þing- fundar hafi Helgi Hjörvar, þing- flokksformaður Samfylkingar- innar, gert athugasemdir við viðvarandi fjarveru Sigmundar frá þingfundum. Helgi benti á að þetta væri þriðji óundirbúni fyrir- spurnatíminn í röð þar sem for- sætisráðherra væri fjarverandi og að þar sem að næsta vika væri kjördæmavika myndu líða hátt í þrjár vikur á milli þess sem Sig- mundur væri til andsvara. „Þetta er ekki vel viðunandi og ég treysti því að forsætisráðherra sé búinn að vera í burtu í brýn- um erindagjörðum á mikilvæg- um fundum,“ sagði Helgi meðal annars og bað þingforseta um að skýra hvað ylli fjarveru forsætis- ráðherra „fund eftir fund“. n Þ rátt fyrir ítrekaðar tilraunir blaðamanns til að hafa uppi á forsætisráðherra vorum virðist sem nokkur leynd hvíli yfir því hvar hann er niður- kominn. Með fjarvist Þegar haft var samband við skrif- stofu Alþingis var fátt um svör en þó fékkst staðfest að Sigmundur væri fjarverandi. Hvar er Sigmundur? „Hann er bara með fjarvist og við höfum ekki tök á að … eða ég veit ekki einu sinni af hverju. Þetta er bara eins og að hringja sig inn á vinnustað.“ Hver getur gefið mér upp­ lýsingar um hvar hann er staddur? „Bara hann sjálfur væntanlega. Ég veit ekki hvar hann er.“ Hvenær er von á honum aftur? „Hann er með fjarvist í dag og í gær.“ Bara í tvo daga? „Já.“ Kemur tvíefldur til baka Sigurður Már Jónsson, upplýsinga- fulltrúi ríkisstjórnarinnar, staðfesti hins vegar í samtali við blaðamann að Sigmundur hefði skellt sér í frí. „Hann fór í frí með fjöl- skyldunni. Ég er ekki viss hvað hann verður lengi, held að það sé eitthvað farið að styttast í að hann komi aftur,“ sagði Sigurður. En er ekki alltaf álagstími hjá forsætisráðherra? „Hann kemur þá bara ferskur og tvíefldur til baka. Ég er ekki al- veg með á hreinu hvenær hann kemur til baka.“ Er hægt að ná í hann? „Nei, ég held að það hafi verið planið að vera í fríi frá öllu.“ Hann hefur þurft á því að halda? „Jú, er það ekki bara. Ég held að maðurinn hafi bara viljað fara í frí með fjölskyldunni og viljað kúpla sig aðeins út og hafa það gott með fjölskyldunni.“ „Hefur komið fyrir áður“ Þegar blaðamaður náði tali af Jóhannesi Þór Skúlasyni, aðstoðar- manni Sigmundar, staðfesti hann að Sigmundur væri erlendis. Er hann í fríi? „Hann er erlendis í einka- erindum.“ Og hvað verður hann lengi? „Hann kemur aftur um helgina.“ Er þetta ekki frekar óheppilegur tími, þingið er nú bara nýsett? „Ég veit nú ekki hvort þetta sé eitthvað óheppilegri tími en hver annar.“ Eru fordæmi fyrir því að ráð­ herrar séu að fara í frí á þessum tíma árs? „Jájá, ég held það séu nú for- dæmi fyrir því að stjórnmálamenn skreppi erlendis í einkaerindum. Það hefur komið fyrir áður. Það gerðist ekki mikið af því í sumar til dæmis.“ Hörn Heiðarsdóttir blaðamaður skrifar horn@dv.is Hvar er Sigmundur? „Ég held að mað- urinn hafi bara viljað fara í frí með fjöl- skyldunni og viljað kúpla sig aðeins út og hafa það gott með fjölskyldunni. Ósáttur Helgi Hjörvar, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, gerði athugasemd við fjarveru Sigmundar í upphafi þingfundar í gær. ? Á góðri stund Sigmundur ásamt eiginkonu sinni, Önnu Sigurlaugu Pálsdóttur, í opin- berri heimsókn í Kanada. Mynd Sunna PaM FurStEnau

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.