Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.2013, Page 56
Villidýrið á meðal vetrardekkjanna.
Skútuvogi 8 / Sími 567 6700 / vakahf@vakahf.is / vakahf.is
Vetradekk, fyrir íslenskar aðstæður,
á felgum tilbúin undir bílin á frábæru
tilboðsverði. Sendum út um allt land.
Dekkjaþjónusta BifreiðaflutningarVarahlutirBifreiðaverkstæði Úrvinnsla bíla Smurþjónusta
Hvar er
efnis-
hyggjan!?
Eða vinur?
n Rithöfundurinn Björg Magnús-
dóttir lenti í ansi skoplegu atviki
er hún hugðist kaupa sér loftljós
á dögunum. Björg segir frá því á
Facebook er hún spurði afgreiðslu-
konu búðarinnar hvort það væri
mikið mál að setja ljósið upp en
viðbrögðin sem hún uppskar voru
eftirfarandi: „En þú ert samt ekkert
að fara að gera það, þú veist.“ Björg
horfði spyrjandi á konuna sem þá
sagði: „Bara kærastinn …“
Eftir enn lengri þögn hélt af-
greiðslukonan svo áfram: „Eða
bróðir … Eða pabbi … Eða afi? Eða
frændi? Eða vinur?“
Sigurður G. í rusli
n Sigurður G. Guðjónsson hæsta-
réttarlögmaður með meiru held-
ur úti síðunni Rusl í Reykjavík
á Facebook eins og greint hefur
verið frá. Svo virðist sem hann sé
óþreytandi í krossferð sinni gegn
vanhirðu borgarbúa sé miðað
við virkni hans á síðunni. Fjöldi
mynda er settur inn nær daglega
sem sýna ýmislegt rusl sem fleygt
hefur verið á víðavangi. Sigurði
blöskrar það bersýnilega og
reynir eftir
bestu getu
að tína
ruslið í
göngut-
úrum
með
hundi
sínum
Atlas.
Listrænt
þenkjandi á Hulu
n Sífellt fleiri Íslendingar nýta sér
aðra kosti en hinar hefðbundnu
sjónvarpsútsendingar til að verða
sér út um afþreyingarefni og má
þar nefna Netflix og Hulu. Egill
Helgason er þar engin undan-
tekning, þó hann hafi áhuga á ei-
lítið háfleygari myndum en aðrir.
Egill segir frá því á Facebook-
síðu sinni hvaða myndir séu
næstar í röðinni hjá honum. Þar
má finna sígildar myndir eins og
Die Sehnsucht der Veronika Voss
eftir Fassbinder, Meyjarlindin
eftir Bergman og Kanal eftir
Andrzej Wajda.
Allt myndir
frá gullöld
listrænn-
ar kvik-
mynda-
gerðar
samkvæmt
Agli.
Þ
etta eru bara hlutir. Ég hef ekki
áhyggjur af því sem ég á ekki,
en ég hafði stundum áhyggj-
ur af því sem ég átti. Hamingj-
an er ekki í hlutum,“ segir Þorsteinn
Jakobsson, sem segir það vera mikið
frelsi að losa sig við allar sínar verald-
legu eigur. Þorsteinn selur um þessar
mundir nánast allt sem hann á, fyrir
utan íbúðina sína, til að fjármagna
ferðir á heimsálfutindana sjö.
Þorsteinn er mörgum að góðu
kunnur fyrir fjallaklifur, en hann hefur
undanfarin ár vakið athygli á mörgum
góðgerðamálum með fjallgöngun-
um. Í fjögur ár gekk hann til styrktar
Ljósinu og undanfarið ár hefur hann
safnað fyrir krabbameinsveik börn.
Aðspurður hvað það sé sem stendur
upp úr varðandi allar göngurnar seg-
ir Þorsteini að sér sé efst í huga þakk-
læti til allra þeirra sem hafa stutt hann
með ráðum og dáð.
Fyrst reynir hann við fjallið
Aconcagua, hæsta tind Suður-Am-
eríku, í janúar ásamt þeim Leifi Erni
Svavarssyni og Vilborgu Örnu Giss-
urardóttur. Í febrúar er stefnt á Kili-
manjaro í Afríku, einnig í slagtogi við
þau Vilborgu og Leif.
Fljótlega eftir það er stefnt á
Everest, en það fer þó eftir því hvernig
Þorsteini tekst að fjármagna ferðina.
„Maður verður að klára hvern tind
fyrir sig,“ segir Þorsteinn. „Ég fjár-
magna þetta og miða við einn tind í
einu. Ef það verður eitthvað umfram
þá fer það allt til þess góðgerðafélags,“
segir Þorsteinn en félagi hans sér um
að halda því til haga og er nokkurs
konar fjárgæslumaður fyrir hann
varðandi ferðalögin. Hver ferð á hvert
fjall verður tileinkuð góðgerðamáli,
sú fyrsta MS félaginu. n
astasigrun@dv.is
Selur eigur sínar og klífur fjöll
n Þorsteinn klífur heimsálfutindana sjö
Fréttaskot 512 70 70Áskrift 512 70 80HELGARBLAÐ 18.–20. októBEr 2013 118. tbl. 103. árg. leiðb. verð 659 kr.
Lífsgleði Þorsteinn vill láta gott af sér
leiða og hver ferð verður tileinkuð nýju
góðgerðafélagi. Mynd Úr EinkaSafni