Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.2013, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.2013, Blaðsíða 16
L ögreglumaður á Blönduósi, sem var í september 2010 ákærður fyrir kynferðisbrot gagnvart fimmtán ára stúlku, hefur verið ráðinn aftur til starfa. Ríkislögreglustjóri skipaði í stöðuna gegn vilja sýslumannsins á Blönduósi sem óskaði eftir að annar maður yrði ráðinn. Þrátt fyrir að mað­ urinn hafi verið sýknaður af ákærunni ríkir ólga meðal bæjarbúa á Blöndu­ ósi sem margir eru afar ósáttir við ráðninguna. Óskuðu eftir öðrum Kristján Þorbjörnsson, yfirlögreglu­ þjónn á Blönduósi, staðfestir í sam­ tali við blaðamann að umræddur lögregluþjónn hafi verið ráðinn af ríkis lögreglustjóra og muni hefja störf 13. nóvember næstkomandi. Sú ráðn­ ing hafi þó ekki verið í samræmi við óskir lögreglunnar á Blönduósi. „Það sóttu tveir um þessa stöðu sem auglýst var og það var óskað eft­ ir því að það væri ekki þessi sem yrði ráðinn heldur hinn sem sótti um. Þó svo að vilji embættisins [sýslumanns­ ins á Blönduósi, innsk. blm.] hafi verið annar þá er þetta svona,“ segir Kristján sem segist ekki geta svarað fyrir ríkislögreglustjóra um ráðningu mannsins. Þegar blaðamaður leitaði eftir svörum vegna ráðningarinnar hjá Thelmu Clausen Þórðardóttur, yfir­ manni stjórnsýslusviðs hjá embætti ríkislögreglustjóra fengust eftirfar­ andi svör: „Tveir umsækjendur voru um stöðuna. Sá sem embættið hlaut var metinn hæfari og þess vegna skipað­ ur í embættið. Um er að ræða stöðu almenns lögreglumanns og við mat á hæfi umsækjendanna tveggja var einkum litið til menntunar og starfs­ reynslu þeirra.“ Blaðamaður náði tali af umrædd­ um lögreglumanni sem staðfesti að hann hæfi störf á Blönduósi á næstu dögum. Hann vildi þó ekki tjá sig frekar um málið við blaðamann. Óánægja innan lögreglunnar Samkvæmt heimildum DV ríkir óánægja innan lögreglunnar á Blönduósi vegna ráðningarinnar. „Þú getur bara ímyndað þér það hvernig það er. Þetta er ekki nein óskastaða, það er alveg ljóst. Hvorki fyrir stofnun né starfsmenn. Það er ekkert leyndar­ mál,“ segir einn heimildarmaður. Annar hefur svipaða sögu að segja. „Það er alveg ljóst að með þessari ákvörðun er starfsandanum í liðinu stefnt í voða,“ segir sá og bendir á að lögregluliðið á Blönduósi sé afar fá­ mennt, en þar starfa nú einungis fjór­ ir lögregluþjónar. Einn íbúi á Blönduósi segir bæjar­ búa hafa skipst í fylkingar vegna máls­ ins; sumir hafi stutt lögreglumanninn og fjölskyldu hans frá upphafi á með­ an aðrir hafi verið vissir um sök hans. Hafi þetta haft þó nokkur áhrif á bæj­ arlífið. Annar bendir á að lögreglu­ menn á Blönduósi hafi verið yfir­ heyrðir þegar málið var til rannsóknar og því sé ekki ólíklegt að starfandi lög­ regluþjónum muni finnast skrýtið að fá manninn til starfa sér við hlið. Enn annar heimildarmaður segir stemn­ inguna í bænum almennt frekar slæma vegna ráðningar lögreglu­ mannsins. „Það er örugglega ekki góð stemn­ ing í lögregluliðinu að fá hann aftur til starfa og það eru margir í bænum sem eiga eftir að vera óhressir með það að hann sé að koma aftur til vinnu.“ Tvisvar áfrýjað Forsaga málsins er sú að í septem­ ber 2010 var lögreglumaðurinn ákærður fyrir kynferðisbrot og brot gegn barnaverndarlögum með því að hafa, í maí sama ár, káfað innanklæða á stúlku, sem þá var fimmtán ára, og strokið með fingrunum um klof hennar. Maðurinn var fjölskylduvin­ ur stúlkunnar til margra ára auk þess sem hann þjálfaði hana í íþróttastarfi og fór meint brot fram í þvottahúsi á heimili hans. Dæmt var í málinu í Hér­ aðsdómi Norðurlands í mars 2011 og var maðurinn sýknaður af ákærunni. Málinu var áfrýjað til Hæstaréttar sem taldi héraðsdóm ekki hafa fellt dóm í málinu með tilliti til allra gagna sem fyrir lágu auk þess sem hann taldi lík­ ur á því að niðurstaða héraðsdóms um sönnunargildi munnlegs framburðar fyrir dómi kynni að vera röng svo að einhverju skipti um úrslit málsins. Hæstiréttur ómerkti því hinn áfrýjaða dóm og var málinu og meðferð þess frá upphafi aðalmeðferðar vísað heim í hérað til meðferðar á ný. Að lokinni síðari málsmeðferð var málið tekið upp að nýju í Hér­ aðsdómi Norðurlands. Þar var mað­ urinn sakfelldur og dæmdur í sex mánaða fangelsi. Enn á ný var málinu áfrýjað til Hæstaréttar sem sneri dómi héraðs dóms og sýknaði manninn af ákærunni. Taldi Hæstiréttur að með tilliti til allra atvika málsins hefði fram­ burður stúlkunnar ekki þá stoð í öðr­ um gögnum málsins að hann nægði til þess að sanna sekt mannsins, sem neitaði sökum eindregið. Stefnir vinnuveitanda sínum Í desember 2012, skömmu eftir að ríkis lögreglustjóri hafði ákveðið að maðurinn gæti hafið störf á Blöndu­ ósi á ný, hófst rannsókn á öðru broti sem hann var grunaður um. Um var að ræða meint blygðunarbrot gagn­ vart konu um tvítugt sem talið var að hefði átt sér stað á Skagaströnd í maí 2010 en málið var látið niður falla. Þegar lögreglumaðurinn var ákærður á sínum tíma var honum vik­ ið tímabundið úr starfi. Hann hefur því ekki starfað á Blönduósi í rúm þrjú ár en síðastliðið sumar vann hann í af­ leysingum hjá lögreglunni á Akureyri þar sem sýslumaðurinn á Blönduósi vildi ekki fá hann aftur í sitt umdæmi, þrátt fyrir fyrirskipun ríkislögreglu­ stjóra þess efnis. Maðurinn fer brátt fyrir dóm­ stóla á ný þar sem hann hefur höfð­ að tvö mál fyrir Héraðsdómi Reykja­ víkur. Annars vegar hefur hann stefnt íslenska ríkinu vegna vangoldinna launa upp á 11,7 milljónir króna og hins vegar ríkislögreglustjóranum, sýslumanninum á Blönduósi og ís­ lenska ríkinu þar sem hann gerir kröfu um að það sé viðurkennt fyrir dómi að hann sé lögreglumaður á Blönduósi. Fyrirtaka í þeim málum verður í janúar 2014 og því ljóst að maðurinn mun eiga í málaferlum við vinnuveitanda sinn eftir að hann hef­ ur störf á næstu dögum. n 16 Fréttir 8.–10. nóvember 2013 Helgarblað www.nowfoods.is Gæðakröfur NOW eru einstakar og bragðið eftir því. NOW framleiðir náttúrulegar og lífrænar matvörur án allra óæskilegra fyllingar- og aukefna í umbúðum sem varðveita gæðin fullkomlega út líftímann. Fást í öllum helstu matvöruverslunum um land allt. Slender sticks. Bragðbættu drykkinn á náttúrulegan hátt án sykurs! Fullkomið í sódavatn, þeytinga og klakavatn. Ráðinn aftuR til staRfa eftiR sýknudóm n Umdeild ráðning á Blönduósi n Sýslumaðurinn vildi annan í starfið Hörn Heiðarsdóttir blaðamaður skrifar horn@dv.is „Það er alveg ljóst að með þessari ákvörðun er starfsandan- um í liðinu stefnt í voða. 7. maí 2010 Meint brot framið á heimili mannsins. 14. september 2010 Ríkissaksóknari gefur út ákæru á hendur manninum og honum er vikið tímabundið úr starfi. 15. mars 2011 Maðurinn sýknaður í Héraðsdómi Norðurlands. 20. október 2011 Dómur héraðsdóms ómerktur og málinu sem og meðferð þess vísað heim í hérað. 31. maí 2012 Maðurinn sakfelldur í Héraðsdómi Norðurlands og dæmdur til sex mánaða fangelsisvistar. 29. nóvember 2012 Dómi héraðsdóms snúið við af Hæstarétti og maðurinn sýknaður. 10. desember 2012 Rannsókn hefst á meintu broti á blygðunarkenndarákvæði almennra hegningarlaga. 28. janúar 2013 Málið fellt niður. 18. júlí 2013 Maðurinn stefnir íslenska ríkinu annars vegar og ríkislögreglustjóra, sýslumanninum á Blönduósi og íslenska ríkinu hins vegar. 1. nóvember 2013 Maðurinn skipaður af ríkislögreglustjóra í stöðu hjá lögreglunni á Blönduósi. 13. nóvember 2013 Maðurinn hefur störf á Blönduósi á ný. Blönduós Bæjarbúar eru margir ósáttir við ráðninguna. Fór í mál Lögreglu- maðurinn hefur stefnt vinnuveitanda sínum, sýslumanninum á Blönduósi, sem og íslenska ríkinu og ríkis- lögreglustjóra. Mál lögreglumannsins í hnotskurn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.