Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.2013, Blaðsíða 28
28 Fólk 8.–10. nóvember 2013 Helgarblað
Í þau sjö ár sem Guðríður Arnardóttir hefur
barist á vettvangi stjórnmálanna í Kópavogi hefur
hún aldrei hikað við að taka slaginn. Hún bognaði
undan óheiðarleika og óheilindum samherja sem og
mótherja. Þetta er því orðið gott í bili. Enda stendur
hún í annars konar baráttu um þessar mundir, en hún
greindist með krabbamein í lok sumars. Veikindin
hafa fært henni hamingju og nýja sýn á lífið og nú er
hún orðin önnur og betri manneskja.
V
ið gerum alltaf ráð fyrir
því að við séum eilíf þar
til annað kemur í ljós. Ég
hef alltaf litið svo á að ég
verði allavega hundrað ára
en mér var kippt rækilega niður á
jörðina hvað það varðar og áttaði
mig á því að það er ekki sjálfgefið að
ég verði gömul.“
Við sitjum við borðstofuborðið
á heimili Guðríðar Arnardóttur,
bæjarfulltrúa í Kópavogi. Á meðan
hún talar daðrar Prins við mig í von
um athygli og jafnvel smá bita af
borðinu. Þegar hundurinn nenn
ir ekki lengur að eltast við mig þá
leggst hann niður fyrir framan
heimili Kaninku, stærsta búrið sem
Guðríður gat fundið.
Hún stendur á tímamótum.
Eftir sjö ára baráttu hættir hún í
pólitík og glímir á sama tíma við
krabbamein. Það er þó ekki eina
ástæðan fyrir því að hún kveður
sveitarstjórnina að svo stöddu, fyr
ir því eru margar og mismunandi
ástæður. Þetta er orðið gott – alla
vega í bili.
„Ég er orðin vígamóð í pólitík
inni og þarf að hlaða batteríin aftur.
Finna gleðina og kraftinn sem ég
hafði í pólitíkinni. En þótt ég gefi
ekki kost á mér næsta kjörtímabil
þá felur það ekkert í sér neinar
yfir lýsingar um framhaldið. Núna
finnst mér það bara rétt fyrir mig og
mína að hætta.“
Í dag er hún að takast á við önn
ur og stærri verkefni. Um leið hefur
hún lagst í endurskoðun á lífinu og
séð að forgangsröðunin hefur ekki
alltaf verið rétt. Allt of oft hefur hún
vanrækt fjölskylduna fyrir pólitík
ina og ef það er eitthvað sem hún
hefur lært af veikindunum þá er
það hvað skiptir máli í lífinu. Það er
kominn tími til að breyta til.
Fall meirihlutans
Starf bæjarfulltrúans hefur bæði
verið lýjandi og reynt á. Hún segir
að það væri efni í heila bók að
segja frá öllu sem á daga hennar
hefur drifið á þessum tveimur kjör
tímabilum, því það sé býsna margt.
Hasarinn hafi oft verið mikill og
andvökunæturnar margar. „Enda
hef ég verið í forystu í sveitarfélagi
þar sem pólitíkin er hvað hörðust á
Íslandi.“
Ástandið var verst þegar
meirihlutinn féll árið 2012. „Þá
vakti ég sleitulaust í tvo sólar
hringa, sat á næturnar og teiknaði
upp atburðarásina, samdi fréttatil
kynningar og svo voru samherjarn
ir mættir klukkan átta á morgnana.“
Þetta var tímabil sem breytti sýn
hennar á stjórnmálin og samherj
ana. Forsagan var þessi: Vorið 2010
leiddi Guðríður samstarf fjögurra
framboða. Hún segist hafa gert
það úr aftursætinu því Listi Kópa
vogsbúa hafi hafnað hugmyndinni
um pólitískan bæjarstjóra. Því var
ópólitískur bæjarstjóri ráðinn til
verka. „Það þýddi að ég varð að vera
límið í samstarfinu án þess að vera
í framsætinu. Ég stýrði úr aftur
sætinu og það er erfitt.
Það kom líka á daginn að þetta
var röng ákvörðun. Við réðum bæj
arstjóra innan úr stjórnkerfinu sem
tókst ekki að yfirvinna fyrirstöðuna
gagnvart þeim breytingum sem við
vildum ná þar fram. Það þarf sterk
bein til þess að innleiða breytingar
og við hefðum þurft einhvern
utanaðkomandi aðila til þess að
gera þetta. Þegar tuttugu mánuðir
voru liðnir af samstarfinu var allur
meirihlutinn búinn að átta sig á
þessu og samstaða skapaðist um að
skipta um bæjarstjóra.
Þá voru uppi tvö sjónarmið.
Annars vegar að fá pólitískan
bæjar stjóra, sem hefði þýtt að ég
hefði sest í bæjarstjórastólinn. Hins
vegar að fá aftur ópólitískan bæj
arstjóra, sem varð niðurstaðan.
Við vorum að líta eftir bæjarstjóra
þegar Hjálmar gekk út úr samstarf
inu. Þá fór af stað atburðarás sem
tók fimm vikur og var alveg með
ólíkindum. Ég var varð vitni að svo
miklum óheiðarleika og óheilind
um meðal þeirra sem ég taldi til
minna samherja og eins á meðal
mótherja minna að ég bognaði
undan því.“
Treysti Ármanni
Umræddur Hjálmar er Hjálmarsson
og bæjarfulltrúi Næst besta
flokksins. Þegar hann hafði kvatt
meirihlutann var leitað til fram
sóknarmanna og viðræður voru
hafnar við þá. „Það var samstaða
um það. Síðan fundum við að áhugi
Rannveigar Ásgeirsdóttur, fulltrúa
Lista Kópavogsbúa, dvínaði og að
hún var ekki í þessum viðræðum
af heilindum. Þegar kom svo að því
að allir oddvitar þessara flokka ætl
uðu að hittast hér hringdi hún og
sagðist ekki hafa hug á að taka þátt
í þessum meirihluta án þess að gefa
neinar skýringar á því. Þá var hún
komin í meirihlutaviðræður við
Hjálmar og Sjálfstæðisflokkinn.“
Guðríður segir að Hjálmar hafi
hins vegar komist að þeirri niður
stöðu að hann gæti ekki náð saman
við Sjálfstæðisflokkinn og þá hafi
allt verið reynt, nema að Sam
fylkingin og Vinstri grænir, sem
vildu halda samstarfi sínu áfram,
ræddu við Sjálfstæðisflokkinn. „Í
nokkra daga ræddum við við Ár
mann Kr. Ólafsson, oddvita Sjálf
stæðisflokksins. Allan þann tíma
lagði hann mikla áherslu á að við
myndum aðeins tala opinberlega
um óformlegar viðræður og bar
því fyrir sig að hann yrði að tækla
Gunnar Birgisson.
Hann horfði hins vegar í augun
á mér og sagði að ég gæti treyst því
að hann væri ekki að tala við neinn
annan. Þegar kom að því að ég vildi
hitta hina bæjarfulltrúa Sjálfstæðis
flokksins og ákveðið var að bæjar
fulltrúar þessara flokka myndu
hittast á bæjarstjórnarskrifstofunni
klukkan fjögur kom Ármann einn
korteri yfir og sagði að þetta væri
ekki að ganga.“
Betri manneskja
eftir krabbamein
Óheiðarleiki og óheilindi
Í þessari stöðu var ekkert annað
að gera en að reyna að ná til Rann
veigar sem hafði gefið það út að
hún vildi ekki starfa með neinum.
Guðríður segir að það hafi hins
vegar gengið illa og hún hafi ekkert
viljað við þau tala. „Pétur Ólafsson
og Guðrún Dóra Gestsdóttir keyrðu
heim til hennar en hún sagðist vera
að fara að heimsækja veikan bróður
sinn. Seinna komst ég að því að hún
var á leið til Ármanns. Jón Kristinn
Snæhólm var trúnaðarmaður Ár
manns og hafði tryggt Sjálfstæðis
flokknum samstarf við hana og
Framsókn. Fyrir mér er ljóst að leik
urinn var til þess gerður að halda
okkur uppteknum, en í barnaskap
mínum treysti ég Ármanni og gekk
út frá því að hann meinti það sem
hann segði.
Í kjölfarið varð Rannveig eins
og umskiptingur. Framboð Lista
Kópavogsbúa hafði gengið út á
að ná manni inn í bæjarstjórnina
með slagorðum á borð við „Burt
með spillinguna“ og „Fellum
meirihlutann“. Hún sem hafði það
að markmiði að koma Sjálfstæðis
flokknum og Framsókn burt skellti
á okkur hurðum og svaraði ekki
símanum þegar við reyndum að
Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir
ingibjorg@dv.is
Viðtal „Það var
vont að
sjá hvað mömmu
leið illa. Þannig
að ég reyndi að
hugga hana og
sagði að ein-
hver yrði að fá
krabbamein og
af hverju ekki ég.
Breytt manneskja Líkja má lífinu
við fyrir og eftir krabbameinið, þar sem
hún hefur lagst í endurskoðun og lært
að endurmeta lífið. Í dag myndi Guðríður
aldrei vanrækja fjölskylduna fyrir pólitík-
ina, eins og hún átti áður til. samseTT mynd