Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.2013, Blaðsíða 29
Fólk 29Helgarblað 8.–10. nóvember 2013
ná til hennar, enda virðist hún hafa
fallið fyrir einhverjum vegtyllum.
Allur óheiðarleikinn tók á. Mér
fannst pólitíkin orðin svo ljót og
draga fram ljótar hliðar á fólki sem
ég hafði áður treyst.“
Áfallið
Þannig að nú ætlar hún að hætta. Í
bili að minnsta kosti. Á meðan hún
berst við krabbamein.
Það var í júní sem Guðríður fann
lítinn hnút í brjóstinu, sem var svo
lítill að það var varla hægt að finna
hann. Hún hafði ekki miklar áhyggj
ur af því og tveimur dögum síðar
fór hún til Tyrklands. „Ef mig hefði
grunað að ég væri með krabbamein
í brjóstinu og ætti eftir að verða
sköllótt nokkrum mánuðum seinna
þá hefði ég farið inn í stóru búðina
sem var með ævintýralegt úrval af
slæðum og höfuðfötum. En ég sá
enga ástæðu til þess.“
Guðríður bendir á að þegar
konur eru komnar yfir fertugt þá
eigi þær að fara í reglubundið eftir
lit. Hún var hins vegar orðið 43 ára
og hafði ekki sinnt því. Og þótt hún
hafi sjaldan farið til læknis þá ákvað
hún samt að láta skoða þetta þegar
heim var komið. Þar sem leitar
stöð Krabbameinsfélagið lokar í tvo
mánuði á sumrin í sparnaðarskyni
þá fór hún til heimilislæknis. Þaðan
var hún send á leitarstöðina þegar
hún var opnuð.
„Þegar ég fór svo í ómskoðun
varð strax ljóst að þetta væri líklega
krabbamein. Þá fékk ég sjokk.
Af því að almennt er ferlið þannig
að þú ferð í ómskoðun og ef ástæða
þykir til eru tekin sýni sem eru send
í frumskoðun. Síðan líða nokkrir
Betri manneskja
eftir krabbamein
dagar þar til það kemur í ljós hvort
þetta er illkynja eða góðkynja æxli. Í
mínu tilfelli ákvað læknirinn á leit
arstöðinni hins vegar að panta strax
tíma hjá skurðlækni til að láta fjar
lægja þetta.
Ég fór heim og hringdi í mann
inn minn. Ég sagði honum að þetta
liti illa út. Síðan hringdi ég í vin
konu systur minnar sem hafði feng
ið brjóstakrabbamein og spurði
hvort þetta hefði líka verið svona
hjá henni en hún svaraði neitandi.
Þá hringdi ég aftur niður á leitarstöð
og fékk að tala aftur við lækninn. Ég
spurði hvort ég væri með krabba
mein og hann sagðist halda það.“
„Af hverju ég?“
Guðríður sat ein heima og melti
þessar upplýsingar. Þau hjónin tóku
sér síðan tvo daga, tvo væmna daga
eins og hún lýsir því, þar sem þau
vörpuðu upp spurningum og veltu
stöðunni fyrir sér. „Á þessum tíma
punkti hugsaði ég Guð minn góður,
ætli þetta sé búið að dreifa sér. Mér
leið þannig að ef ég andaði djúpt þá
velti ég því fyrir mér hvort ég væri
kannski komin með lungnakrabba
mein. Svo fann ég sting í mjöðminni
og óttaðist að þetta væri komið í lifr
ina. Í gegnum hugann flugu hugsan
ir á borð við: „ég verð kannski aldrei
gömul,“ „af hverju ég?“ og „ætli ég
hafi gert eitthvað?“
Ég hef aldrei passað upp á matar
æðið eða farið í líkamsrækt. Ég
hef bara étið majónes og geymt
gemsann í brjóstahaldaranum.
Fyrir mörgum árum vann ég með
þungmálma og kadmíum á Raun
vísindastofnun háskólans og velti
því fyrir mér hvort það gæti verið
ástæðan.“
Að svo stöddu sagði hún engum
frá því að hún væri kannski með
krabbamein. Áður vildi hún fá að
vita meira. Nokkrum dögum síðar
fór hún svo á fund skurðlæknisins
og þá lágu niðurstöðurnar fyrir. Mat
læknisins á leitarstöðinni var rétt,
hún var með krabbamein. „Þá var
ég búin að hafa nokkra daga til þess
að melta það.“
Huggaði mömmu
Eftir fundinn með skurðlækninum
létu þau hjónin börnin og foreldr
ana vita. „Mér fannst erfiðast að
segja foreldrum okkar frá því. Af því
að þau eru af þeirri kynslóð að þau
muna það þegar krabbamein var
dauðadómur. Enda var mömmu
mjög brugðið og hún grét og spurði
af hverju þetta hefði þurft að koma
fyrir mig. Það var vont að sjá hvað
mömmu leið illa. Þannig að ég
reyndi að hugga hana og sagði að
einhver yrði að fá krabbamein og
af hverju ekki ég. „Af því að þú ert
barnið mitt,“ svaraði hún. Ég er rúm
lega fertug en ég er enn litla barnið
hennar mömmu.
Mamma er svo mikill töffari að
síðan hún jafnaði sig á sjokkinu hef
ur hún litið á þetta sem verkefni.“
Hvað börnin varðar þá eru þau af
þeirri kynslóð að þau hafa séð mörg
dæmi þess að fólk hefur sigrast á
krabbameini. „Þeim var auðvitað
brugðið en við fórum vandlega yfir
þetta með þeim. Við sögðum strax
að við myndum leyfa þeim að fylgj
ast með og segja þeim alltaf satt.
Óvissan var auðvitað heilmikil á
þessum tíma.“
Óvissan verst
Í raun var óvissan erfiðust, að vita
ekki hvað væri í vændum. Áður en
Guðríður lagðist á skurðbekkinn
„Mér fannst
pólitíkin
orðin svo ljót og
draga fram ljótar
hliðar á fólki
sem ég hafði
áður treyst