Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.2013, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.2013, Blaðsíða 46
n Eins manns sleðarennibraut niður Kambana sumarið 2015 V ið ætlum að setja niður eins manns sleðarennibraut niður gamla Kambaveginn í Hveragerði,“ sagði Davíð Örn Símonarson, fram- kvæmdarstjóri Zalibunu, um fyrir- hugaða áætlun fyrirtækisins þegar blaðamaður sló á þráðinn til hans. Nafnið Zalibuna er komið frá ís- lenska orðinu salíbuna sem þýðir sleðaferð. Það á vel við. Hugmyndaflugið tekur við sér við orð Davíðs og því útskýrir hann bet- ur hvernig Zalibuna komi til með að virka. Álprófíll er lagður niður hlíðar Kambanna og síðan eru litlir sleðar festir á prófílinn. Það er engin olía eða mótor sem knýr sleðann áfram, heldur er það hrein mekaník. Þegar losað er um handbremsuna á sleð- anum fær hann hröðun og renn- ur niður eftir álprófílnum. Sá sem situr á sleðanum stjórnar hraðanum sem getur náð allt að 40 kílómetra hraða á klukkustund. Ef markmiðið er hins vegar að njóta útsýnisins er möguleiki á að fara hægar nið- ur, en þeir sem vilja láta adrenalín- ið streyma um líkamann geta farið á hámarkshraða. Skemmtilegra en við héldum „Það er líklega erfitt að reyna að ímynda sér hvernig þetta virkar,“ sagði Davíð Örn. „Við höfum prófað fjórar brautir með framleiðandanum og kom þetta skemmtilega á óvart. Við vissum að þetta væri gaman, en þetta er í raun mun skemmtilegra en við héldum.“ Að baki fyrirtækinu eru þrír einstaklingar í fullu starfi, en auk Davíð Arnars eru Skúli Sigurðs- son og Sindri Rafn Sindrason með í verkefninu. Dóra Björk Þrándardóttir hefur verið viðloðandi fyrirtækið en fluttist nýlega til Svíþjóðar. Hún mun þó áfram vera með puttann á púlsinum. Á miðvikudaginn fengu þau styrk frá Landsbankanum upp á hálfa milljón. Bankinn veitir nýsköpunar- styrki til fyrirtækja sem eru að þreifa fyrir sér. „Við hlutum styrk sem auðveldar okkur að reka skrifstofuna og kaupa meira af núðlusúpu handa okkur,“ sagði Davíð Örn. „Kannski kaupum við djús með núðlunum, í stað þess að drekka vatn, en ég veit ekki hvort við tímum því!“ Húmorinn er allsráð- andi hjá þessum fyrrverandi meðlimi grínþáttar Verslunarskóla Íslands. Kostnaður upp á 200 milljónir Í október fór hópurinn í ferð til Austurríkis þar sem samningar voru undirritaðir við framleiðanda brautanna. Í kjölfarið gátu þau haf- ið viðræður við fjárfesta á Íslandi og ýmsa fjárfestingarsjóði. Áætlaður kostnaður verkefnisins er í kringum 200 milljónir íslenskra króna og því er mikilvægt að finna fjársterka aðila til að standa að gerð brautarinnar. „Viðræðum miðar vel áfram og það er greinilegur áhugi fyrir þessu fjár- festingatækifæri. Fjörutíu brautir hafa verið lagðar í ellefu löndum og hafa þær leitt til mikillar aukningar meðal ferðamanna á svæði brautanna. Brautirnar hafa því mikið aðdráttarafl,“ sagði Davíð Örn og hefur á orði að sveitarfélögin í kring styðji heilshugar við verkefnið. „Al- dís, bæjarstjóri Hveragerðis, er með í þessu og vill ólm sjá þetta koma upp. Sömu sögu má segja um sveitarfélagið Ölfus. Brautin liggur í sveitar- félagi þeirra. Það leggjast allir á eitt um að láta þetta verða að veruleika.“ Sunnudagsrúntur til Zalibunu Á Kambabrún, sem er hæsti flötur fjallsins, mun rísa veitingastaður með útsýnispalli yfir suðurströnd landsins. Hönnunarvinna hefst vonandi fyrir áramót og segir Davíð Örn að þau ætli að leggja mikið upp úr upplifuninni þegar komið er inn á svæðið. Veitingastaðurinn mun að öllum líkindum verða opnaður næsta haust og brautin sjálf verður tilbúin 1. maí 2015. Það á eftir að skrifa undir samninga við arki- tektastofu, en nægur tími til stefnu. „Okkar framtíðarsýn er að endur- vekja stemninguna sem Eden var alltaf með. Að fólk gat farið sunnu- dagsrúntinn til Eden, en í framtíð- inni verður þetta sunnudagsrúntur- inn til Zalibunu,“ sagði Davíð Örn að lokum og hlakkar til að fást frekar við þetta spennandi verkefni. n Ingólfur Sigurðsson blaðamaður skrifar ingo@dv.is „Viðræðum miðar vel áfram og það er greinilegur áhugi fyrir þessu fjárfestingatækifæri Útsýnispallur mun rísa Davíð Örn segir Zalibunu muna bjóða upp á fallegt útsýni yfir suðurströnd Íslands. Braut mun rísa Gamla Kamba­ veginum verður breytt í rennibraut. Mynd ZaliBuna stemninguna í Eden Vilja endurvekja Sleðinn þolir alls kyns veður Skúli Sigurðsson, fjármálastjóri Zalibunu, prófaði sleðann í Austurríki. 46 Fólk 8.–10. nóvember 2013 Helgarblað Unnur hlustar á Disco Love í Róm Ásgeir Orri Ásgeirsson, einn meðlima upptökuteymisins StopWaitGo, birti SMS-samskipti sín við Unni Eggertsdóttur söng- konu á Facebook. Þar segir Unnur að hún sé stödd í verslunarkeðj- unni H&M í Rómaborg þar sem Disco Love með The Saturdays sé í spilun. Hún segir það hafa verið „sturlað“. StopWaitGo samdi lagið fyrir poppsveitina vinsælu og náði lagið á topp fimm vinsældalista Bretlandseyja eftir aðeins viku í spilun. Ýmis verkefni eru í pípun- um hjá drengjunum eftir miklar vinsældir lagsins. Óvíst er í hvaða erindagjörðum Unnur var á Ítalíu. Móður og barni heilsast vel Fjölmiðlakonan Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir og sál- fræðingurinn Haukur Ingi Guðna- son eignuðust sitt annað barn í byrjun september. Lítill drengur kom í heiminn og heilsast barni og móður vel. Fyrir eiga þau dótturina Eldeyju Erlu. Ragnhildi Steinunni hefur sést bregða fyrir á sjónvarpsskjánum í vetur, en hún er umsjónarmaður þriðju þáttar- aðarinnar um Ísþjóðina. Meðal viðmælenda hennar þar eru tón- listarmaðurinn Ásgeir Trausti og yngsta þingkona landsins, Jó- hanna María Sigmundsdóttir. Í vor keypti fjölskyldan einbýlishús í Vesturbænum, en Haukur Ingi starfar m.a. sem aðstoðarþjálfari Fylkis í knattspyrnu. Fylgist vel með undirheimum Rithöfundurinn Stefán Máni er í viðtali við nýjasta tölublað Moni- tor. Þar er hann spurður hvaðan hann hafi innsýn í íslenska undir- heima. Stefán svarar því á þann veg að hann fylgist vel með, sé í góðu sambandi við lögregluna og eigi vini sem hafa verið í bransan- um. Hann sparar ekki stóru orðin og segist meðal annars vera Gylfi Þór Sigurðsson bókmenntanna. Hógværð er leiðinleg út á við, að hans sögn, og vill hann frekar tala eins og knattspyrnumaðurinn Zlatan Ibrahimovic eða Gandhi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.