Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.2013, Blaðsíða 2
2 Fréttir 8.–10. nóvember 2013 Helgarblað
1 matsk. safieða 1 hylki.
F æ s t í a p ó t e k u m , h e i l s u b ú ð u m , F j a r ð a r k a u p o g K r ó n u n n i .
Jafnvægi og vellíðan
lifestream™
nature’s richest superfoods
Ósátt við
fangaverði
3 Ung kona segir farir
sínar ekki slétt-
ar af heimsókn
á Litla-Hraun
í síðustu viku.
Í DV á mánu-
dag sagðist
hún hafa orðið
fyrir því að
karlkyns fangaverðir hafi ruðst inn
á heimsóknarherbergi þar sem hún
og maður hennar áttu saman inni-
lega stund og voru fáklædd. Hún
segist upplifa meinta innrás sem
kynferðisbrot, hún hafi verið niður-
lægð og þori ekki aftur í heimsókn.
Konan, sem er á þrítugsaldri, sagð-
ist enn fremur ætla að kæra málið til
lögreglunnar.
Leyndarmál
Hannesar
2 Þrír milljarðar króna runnu
sannarlega frá al-
menningshlutafé-
laginu FL Group
og til eignarhalds-
félagsins Fons í
apríl 2005. Fons,
fjárfestingarfélag
Pálma Haralds-
sonar, notaði peningana svo til að
kaupa danska flugfélagið Sterling.
Þetta herma heimildir DV sem
greindi frá málinu á miðvikudag.
Hannes Smárason, þáverandi stjórn-
arformaður FL Group, hefur verið
ákærður fyrir millifærslu fjárins af
embætti sérstaks saksóknara. Með
ákærunni er rúmlega átta gamalt
leyndarmál loksins upplýst.
Spilakassar
auglýstir
1 „Þetta er bara hluti af
því að skila sem
mestum hagnaði
aftur til eigenda,
að sjálfsögðu
snýst þetta
alltaf um það,“
sagði Magnús
Snæbjörnsson,
framkvæmda-
stjóri Íslandsspila, í mánudagsblaði
DV spurður um ástæður þess að fyr-
irtækið taki þátt í nýjum fjölskyldu-
þætti, Vertu viss, á RÚV. Íslandsspil,
sem rekur spilakassa í sjoppum og á
vínveitingastöðum, er aðalstyrktar-
aðili þáttarins en strangt til tekið er
bannað að auglýsa fjárhættuspil á
Íslandi.
Fréttir vikunnar Þessar fréttir bar hæst í DV í vikunni
„Þetta er hálfgerður
sértrúarsöfnuður“
n Samtökin Heilsufrelsi Íslands vilja að fólk geti hafnað bólusetningu
Þ
etta er alveg hrikalegt dæmi,
þetta er sprottið upp úr
þeim sem eru á móti bólu-
efnum. Þetta er hálfgerður
sértrúarsöfnuður,“ segir Vil-
hjálmur Ari Arason heimilislæknir í
samtali við DV spurður um samtök-
in Heilsufrelsi Íslands. Á dögunum
fór fram kynningarfundur samtak-
anna á Grand Hótel. Samtökin segj-
ast berjast fyrir frelsi einstaklinga til
geta valið að nota „náttúrulyf, fæðu-
bótarefni, hómópatískar remedíur“
sem og önnur óhefðbundin og óvís-
indaleg úrræði. Þetta kalla samtök-
in „lyfjafrelsi“. Anna Katrín Ottesen
sjúkraþjálfari er í hópi þeirra sem
eru í forsvari fyrir samtökin. Í sam-
tali við DV segist hún ekkert gefa út á
þessa gagnrýni Vilhjálms Ara. „Stór-
hættuleg? Nei, þetta eru nauðsynleg
samtök. Maður spyr bara á móti: Af
hverju eru allir þessir sjúkdómar? Af
hverju hefur tíðni sumra sjúkdóma
jafnvel aukist um fjögur hundruð
prósent? Hvað er að gerast?“ spyr
Anna Katrín.
Vilja að hægt sé að
hafna bólusetningu
Mikið hefur verið rætt um meinta
ókosti bólusetningar og bárust frétt-
ir af því nýverið að stór hluti barna
í Vestmannaeyjum væri ekki bólu-
settur. Á heimasíðu samtakanna seg-
ir að baráttumál sem sé í forgangi hjá
þeim sé „bólusetningarfrelsi“. „Að
allir hafi og upplifi frelsi til að velja og
hafna lyfjainntöku og bólusetning-
um án þess að slíkt hafi á neinn hátt
í för með sér takmarkanir á mann-
réttindum, s.s. skólagöngu og öðru
eða þeim réttindum sem fylgja því
að vera íslenskur þjóðfélagsþegn,“
segir á heimasíðunni. „Það eru skipt-
ar skoðanir um bóluefni og meira
að segja í samtökunum eru skiptar
skoðanir. Það sem við viljum hvað
varðar bóluefni eru upplýsingar. Ég
er á móti svona óþarfa, ég stend al-
veg á því. Mér finnst orðið svo mik-
ið af bóluefnum, það er alltaf verið
að bæta við bóluefnum. Þau virkar
stundum bara í stuttan tíma, þau
virka ekkert alla ævi, ég hef ekki trú á
því,“ segir Anna Katrín.
Vafasöm systursamtök
Sérstakur gestur á kynningarfundi
samtakanna síðastliðinn laugardag
var Robert Vereker sem er stofn-
andi sambærilegra samtaka í Bret-
landi, Alliance for Natural Health.
Anna Katrín segir að samtök sín,
Heilsufrelsi Íslands, séu nú að ganga
inn í þessi samtök. Bresku samtök-
in eru þó frekar umdeild. Banda-
ríska sjálfseignarstofnunin Quack-
watch, sem segist standa vörð gegn
húmbúkki og gervilækningum, segir
samtökin vera ótraust. Á síðu Quack-
watch segir að ein áróðurstækni
skottuvísinda sé að tala um val-
frelsi. Það segja þau ekki vera ann-
að en tilraun til að draga úr eftirliti
með hrossalækningum. Helstu bar-
áttumál Alliance for Natural Health
er að bæta aðgengi neytandans að
fæðubótarefnum og óhefðbundnum
lækningum, en þess má geta að
helstu styrktaraðilar samtakanna
eru fyrirtæki sem framleiða og selja
fæðubótarefni.
Vilja sporna við reglugerðum
Anna Katrín segir hlutverk samtak-
anna fyrst og fremst vera að upp-
lýsa fólk og sporna við reglugerðum.
„Eins og með jurtirnar, allt í einu á
að fara að banna grasalækna sem
eru búnir að læra þetta mann af
manni – „Nú máttu ekki gefa fólki
grasameðal lengur því þetta er
bannað, það er ekki búið að sanna
það“ – þá er spurning þegar búið er
að sanna það, verður það þá ekki
bara flokkað undir lyf?“ segir Anna
Katrín. Aðspurð hvort það sé ekki
besta mál að grasameðul sem hafi
sannaða virkni séu flokkuð sem
lyf segir hún: „Hverjir fara að nota
þetta þá? Ef það er flokkað undir lyf
þá mega grasalæknar ekki gefa það
lengur. Af hverju þarf að vera einok-
un á að lækna fólk?“
„Þessi hópur lifi aftur á öldum“
Vilhjálmur Ari segir hópa sem þessa
vera á móti framþróun í bóluefnum
að miklu leyti. „Hann segir alltaf að
þarna sé einhver að græða á nýju
lyfi og þá verður náttúrulega akkúrat
engin framþróun, þá stöðnum við
og missum og lyfin og meðferðirn-
ar meira og meira frá okkur. Það er
eins og þessi hópur lifi aftur í öldum
en samt þakkaði fólk í þá daga fyrir
þegar hægt var að eyða farsóttum.
Það sem mér finnst vanta er hvað á
að koma í staðinn? Ef þú ætlar alltaf
að vera á móti öllu og þú notar ekki
einu sinni vísindi þér til framdráttar
heldur eitthvert hyggjuvit og trú þá
sjáum við fram á svartar aldir,“ segir
Vilhjálmur Ari. n
Hjálmar Friðriksson
blaðamaður skrifar hjalmar@dv.is
Heimilislæknir Vilhjálmur Ari spyr þá
sem eru á móti bólusetningu hvað eigi að
koma í staðinn. Mynd Sigtryggur Ari
Sjúkraþjálfari „Af hverju þarf að vera
einokun á að lækna fólk?“ spyr Anna Katrín.
Mynd BJOrgVin OSKArSSOn
Bólusetning Anna Katrín sem er í forsvari fyrir samtökin Heilsufrelsi Íslands segist efast um ágæti bóluefna. Hún segir sum eingöngu
virka í stuttan tíma og að sömuleiðis séu sum þeirra óþörf.
4. 11. 2013
6. 11. 2013 4. 11. 2013
Segir fanga-
verði hafa
ruðst inn á
sig hálfnaktamánudagur
og þriðjudagur
4.–5. nóvember 2013
125. tölublað
103. árgangur
leiðb. verð 429 kr.
SpilakaSSar auglýStir
n Spilað með 10 milljónir í spurningaþætti
n Styrktaraðilar reka spilakassa n Vilja fjölga fjárhættuspilurum 6
rÚV
elur á
Spilafíkn
Spilafíkill mótmælir:
Þessi fíkn
er svo falin
n Heimsótti sambýlismann á Litla-Hraun 2–3
Egill
gagnrýndur
af dómara
Skrif hans mætti skilja sem
hvatningu til ofbeldis 8
18–19
Svíarnir
voru
bestir
Uppgjör við Airwaves
Myndir
Ögmundur
mótmælir
við Kerið
n Fór inn án þess að borga 9
„Þetta
er bara
kynferðisbrot
Bókaðu tíma á vakahf.is
OPIÐ: Virka daga 8-18
Lau 10-14 í Skútuvogi
Skútuvogi 8, Reykjavík
Sími 567 6700
Harðskeljadekk og
vetrardekk fyrir
íslenskar aðstæður
Valdamesta
fólk í heimi
Vladimír Pútín efstur 10–11
miðvikudagur
og fimmtudagur
6.–7. nóvember 2013
126. tölublað
103. árgangur
leiðb. verð 429 kr.
LeyndarmáL
Hannesar
uppLýst
n Átta ára leit á enda n Slóðin hvarf í Lúx
„
Engin
lög voru
brotin
8–9
Ragnhildur Geirsdóttir
Hótaði með lögreglunni
Pálmi Haraldsson
Fékk milljarða frá FL Group
Inga Jóna Þórðardóttir
Hætti vegna millifærslunnar
Afh
júpu
n
ákærður í sterLing-máLi
Þekkir enga
spilafíkla
n „Erum ekki að hvetja til fjárhættuspilunar“
Þórhallur Gunnarsson
23
vildi aftur í
ríkisstjórn
n Sá eftir ráðherrastólnum
n Uppgjör Steingríms J.
Ögmundur
4
Bókaðu tíma á vakahf.is
OPIÐ: Virka daga 8-18
Lau 10-14 í Skútuvogi
Skútuvogi 8, Reykjavík
Sími 567 6700
Harðskeljadekk og
vetrardekk fyrir
íslenskar aðstæður
Sakar fangavörð um að ráðaSt inn á Sig
Fréttir 3
Mánudagur 4. nóvember 2013
2 Fréttir
4. nóvember 2013 Mánudagur
Öryggismál Kringlunnar í endurskoðun „Þeir gangast ekki við ábyrgðinni“n Myndavélakerfi fylgist með grunsamlegum gestum n Talsmaður neytenda ósáttur við viðbrögð KSÍ við tillögum sínum
G ísli Tryggvason, talsmaður neytenda, sat fund með Þóri Hákonarsyni, framkvæmdastjóra KSÍ, og Geir Þorsteinssyni, formanni KSÍ, á fimmtudaginn vegna miðasölumáls
ins á umspilsleik Íslands og Króatíu fyrir HM í Brasilíu. Samkvæmt Gísla ætla Þórir og Geir að fá til liðs við sig sérfræðinga til þess að meta hvern
ig megi standa betur að miðasölu í framtíðinni.
„Menn sátu ekki við sama borð,“ sagði Gísli aðspurður hvernig hon
um þætti miðasalan hafi farið fram. „Ég hefði haldið að KSÍ með sína ára
tuga reynslu af miðasölu gæti gert þetta án þess að hnökrar kæmu upp.“
Þórir Hákonarson hefur viður
kennt mistök sín og segist taka ábyrgð á þeim. Hann hafi tekið
ákvörðun um hvenær miðasalan skyldi hefjast einn síns liðs og segir Gísli að vel megi gagnrýna þá starfs
hætti.
„Ég lagði til að framvegis yrði tek
in ákvörðun um það í stjórn hvernig ætti að gera þetta. Ég var hálf hissa að það lægi ekki fyrir,“ sagði Gísli. Gísli segist hafa lagt það til að afturkalla söluna í heild, enda voru tvær vikur í leikinn þegar hann sat fundinn með þeim. Þeir útilokuðu það strax á fundinum og þrátt fyrir vilja Gísla til að leysa málið með öðrum hætti, þá náðist ekki sátt um það.
„Mér fannst þeir ekki bregðast nógu vel við tillögum mínum og gagnrýni sem almennt hefur kom
ið fram,“ sagði Gísli. „Þeir hafa gert eins og stundum er gert þegar menn viðurkenna mistök, að þeir gang
ast ekki við ábyrgðinni sem felst í því með því að bæta úr þeim. Menn
þurfa helst að gera meira en að viðurkenna mistök.“ n
Þ að er gott myndavélakerfi um allt hús þar sem fylgst er með göngum hússins og ferðum þeirra sem gætu talist grun
samlegir,“ segir Sigurjón Örn Þórs
son, framkvæmdastjóri Kringlunnar.
Það var um klukkan hálf tvö á föstudaginn sem lögregla og sjúkra
flutningamenn voru kallaðir að Kringlunni vegna hnífstunguárás
ar. Slagsmál brutust út á meðal hóps karlmanna sem enduðu með því að einn skarst á andliti og annar var stunginn í viðbeinið. Sá var útskrif
aður stuttu seinna þar sem áverkar hans voru ekki taldir alvarlegir.
Einungis einn öryggisvörður var á vakt og var ljóst að hann réð ekki við aðstæður. Nokkrir gestir Kringlunn
ar skárust í leikinn og meðal annars yfir buguðu árásarmanninn.
„Öryggismál Kringlunnar eru í stöðugri endurskoðun,“ segir Sigur
jón Örn og bætir við að alltaf sé gæsla í húsinu og alltaf öryggisverðir á vakt. „Það er síðan mismunandi eftir tíma dags og álagi hverju sinni.“
Securitas sér um gæslu í hús
inu en Árni Guðmundsson, fram
kvæmdastjóri hjá fyrirtækinu, seg
ir þá meta alltaf fyrir hvert verkefni hvernig öryggisverðir eru útbúnir hverju sinni.
Lögregluembætti landsins hafa tekið í notkun svokölluð „varnar
vesti“ eða „hnífavesti“ og auka þau verulega öryggi lögreglumanna. Fjöl
margir dyraverðir klæðast þessum vestum í dag en samkvæmt heimild
um DV hefur notkun slíkra vesti auk
ist á undanförnum árum.
Hvort umræddur öryggisvörður
hafi klæðst slíku vesti er ekki vitað en samkvæmt Árna eru þau í notk
un hjá fyrirtækinu: „Við metum alltaf hvert verkefni fyrir sig og margir hverjir eru í þessum varnarvestum,“
segir hann og bætir við að markmið Securitas sé að tryggja öryggi þeirra sem heimsækja Kringluna sem best verði á kosið. n
atli@dv.is
Arðgreiðsla í
skugga afskrifta
n Eigandi Skuggabyggðar stórtækur í verktakabransanum
E
igandi verktakafyrirtækisins
Skuggabyggðar, Kristján
Gunnar Ríkharðsson, tekur
tæplega 20 milljóna króna
arð út úr fyrirtækinu á þessu ári. Þetta kemur fram í nýbirtum árs
reikningi Skuggabyggðar sem skilað var til ársreikningaskrár ríkisskatt
stjóra. Hagnaður fyrirtækisins nam tæpum 200 milljónum króna í fyrra.
Skuggabyggð er eitt af verktakafyr
irtækjunum sem reisir Skuggahverf
ið í miðbæ Reykjavíkur, háar blokkir með íbúðum sem eru í fínni og dýr
ari kantinum. Blokkir Skuggabyggðar eru við Vatnsstíg.
Meint umboðssvik
Skuggabyggð og Kristján Gunnar hafa komist talsvert í umræðuna eft
ir íslenska efnahagshrunið 2008. Í síðustu viku var til dæmis greint frá því að embætti sérstaks saksóknara hefði ákært þá Sigurð Valtýsson, fyrrverandi forstjóra Exista, og Lýð Guðmundsson, annan aðaleigenda félagsins, vegna kaupa trygginga
félagsins VÍS á 40 prósenta hlut í einu af verktakafyrirtækjum Kristjáns Gunnars, Reykjanesbyggðar ehf., fyr
ir 150 milljónir króna. Talið er að við
skiptin hafi verið meint umboðssvik.
Kristján Gunnar er svili Sigurðar Valtýssonar og er talið að ákærðu hafi misnotaði aðstöðu sína í mál
inu. Í ákærunni segir að eiginfjárstaða Reykjanesbyggðar hafi verið neikvæð þegar viðskiptin áttu sér stað en Sig
urður Valtýsson var jafnframt eigandi skuldabréfa Reykjanesbyggðar upp á 220 milljónir króna. Viðskiptin eru því talin hafa verið óeðlileg í meira lagi þar sem Sigurður hafi verið að verja eiginhagsmuni, og hagsmuna svila síns, í Reykjanesbyggð. Fyrirtækið stóð illa þegar viðskiptin áttu sér stað og virðist ekki hafa verið eins mikils virði og kaupverð VÍS gefur til kynna.
Afskrifaði milljarð
DV greindi sömuleiðis frá því í lok ágúst síðastliðinn að verktakafyrir
tæki í eigu Kristjáns Gunnars, Kant
steinn ehf., hefði fengið rúmlega milljarðs króna kröfu afskrifaða af skuldum sínum við Landsbankann. Bankinn tók yfir 4.000 fermetra fjöl
býlishús í Víkurhvarfi í Kópavogi en
Kantsteinn vann að byggingu þess. Í viðtali við DV sagði Kristján Gunn
ar að Landsbankinn tapaði ekki neinu á viðskiptunum. „Það tapar enginn neinu á þessu félagi og bank
inn var búinn að leysa eignina til sín út af peningum sem hann hafði sett í þetta.“ Því eru færðar niður kröfur á hendur þessa félags Kristjáns Gunnars, Kantsteins ehf., en á sama tíma tekur hann arð út úr öðru félagi.
Fékk risalán frá lífeyrissjóði
DV greindi sömuleiðis frá því í febr
úar 2012 að Skuggabyggð ehf. hefði
fengið 630 milljóna króna lán frá
Sameinaða lífeyrissjóðnum árið 2010
til að kaupa ókláraða 55 íbúða blokk
við Mánatún í Reykjavík. Það var
Arion banki sem seldi félaginu blokk
ina í Mánatúni og lánaði fyrir hluta af
kaupverðinu. Félagið var eignalaust
þegar viðskiptin áttu sér stað.
Íbúðirnar seldust svo vel – 50 af 55 á einungis fjórum mánuðum – og gat Skuggabyggð hafið endurgreiðslur af láninu sem félagið hafði tekið hjá Arion banka. Sameinaði lífeyrissjóð
urinn átti því stóran þátt í því, með láni sínu til Skuggabyggðar, hversu vel þessi fjárfesting félagsins gekk upp.
DV greindi svo frá því í lok árs 2012 að Skuggabyggð hefði unnið að fram
kvæmdum við hús framkvæmdastjóra Sameinaða lífeyris sjóðsins í Garða
bæ árið 2011. Framkvæmdastjór
inn heitir Kristján Örn Sigurðsson. Í samtali við DV sagði Kristján Örn að Skuggabyggð hefði gert tilboð í loka
áfanga framkvæmda við hús hans. „Skuggabyggð gerði á síðasta ári til
boð í lokaáfanga breytinganna og hefur fyrirtækið annars umsjón með framkvæmdunum sem viðsemjandi okkar og verksali. Verktakafyrirtæk
ið sem fékk 630 milljóna króna lán frá lífeyrissjóðnum þegar eignir þess voru engar vann því við hús fram
kvæmdastjóra sama sjóðs.
Kristján Gunnar og fyrirtæki hans tengjast því nokkrum sérstæðum málum sem komið hafa upp á Íslandi eftir hrunið. n
Ingi Freyr Vilhjálmsson
fréttastjóri skrifar ingi@dv.is
Átti hagsmuna að gæta
Sigurður Valtýsson, fyrrverandi
forstjóri Exista, hefur verið ákærður
vegna viðskipta við verktakafyrir
tæki svila síns sem hann hafði
sjálfur fjármagnað.
Metfjöldi í
borgaralega
fermi
Á föstudag höfðu yfir 250 ung
menni skráð sig í borgaralega
fermingu Siðmenntar árið 2014.
209 börn fermdust borgaralega
árið 2013 og árið 2012 voru þau
214. Nú er svo komið að aðsókn
hefur rúmlega tvöfaldast á síðustu
fimm árum og þrefaldast ef farið
er tíu ár aftur í tímann.
Í tilkynningu frá Siðmennt
kemur fram að enn séu fjórar vik
ur þar til skráningartíma lýkur.
Gæti fjöldinn því hæglega aukist,
að sögn Siðmenntar. Á þeim 25
árum sem Siðmennt hefur boð
ið upp á borgaralega fermingu
sem valkost, hafa vinsældir henn
ar aukist stöðugt. Það var árið
1989 sem fyrsta athöfnin fór fram
á vegum Siðmenntar og voru 16
ungmenni í fyrsta árganginum.
„Við hjá Siðmennt erum ákaf
lega þakklát fyrir þann fjölda sem
velur borgaralega fermingu fé
lagsins“ segir Hope Knútsson,
formaður Siðmenntar, í tilkynn
ingunni. „Fjöldinn hefur vaxið
stöðugt á undanförnum árum
en þriðjungs fjölgun á milli ára
er einstaklega ánægjuleg. Við
munum einnig fjölga athöfnum
og verðum með athöfn á Höfn í
Hornafirði í fyrsta skipti en einnig
styrkjast í sessi athafnir á Austur
og Suðurlandi sem við fórum ný
lega að bjóða upp á. Enn og aftur
sannast það að mikilvægt er fyrir
unglinga að eiga valkost.“
Fór á fund Gísli
segist hafa lagt til að
miðasalan yrði endur
tekin í heild sinni.
Fernanda í var
Ákvörðun um að draga brennandi
skipið Fernanda í var var tekin á
samráðsfundi þeirra sem koma
að málum skipsins. Talið er að
eldinum um borð hafi slotað en
varðskipið Þór hefur haft skip
ið í togi undanfarna daga. Í ljósi
slæmrar veðurspár var ákveðið að
draga skipið í skjól. „Í framhaldi
af því verður svo tekin ákvörðun
um hvert verði farið með skipið til
að dæla úr því olíu og væntanlega
niðurrifs,“ segir í tilkynningu.
„Fokking fokk“
„Fokking fokk,“ var skrifað á ísjaka
fyrir utan Hörpu. Svo virðist sem
einhver hafi, í skjóli nætur, not
að tækifærið og skrifað á ísjakann
sem hafði áður verið notaður sem
auglýsing.
Hann var í upphafi notaður til
að auglýsa Reyka vodka, sem er
styrktaraðili Iceland Airwaves. Allt
sem tengist Reyka, nema ísjakinn,
hefur verið tekið niður og því
stendur hann einn og yfirgefinn
fyrir utan Hörpu.
Þó auglýsingaherferðinni sé
lokið vekur ísjakinn engu að síður
athygli túrista, sem mynda hann í
gríð og erg. Þegar blaðamann DV
bar þar að var fjöldi þeirra að taka
myndir af ísjakanum og áletruninni,
sem flestir virtust hafa gaman af.
Kannabis í
nærbuxum
Lögreglan á Suðurnesjum hafði
afskipti af karlmanni á þrítugsaldri
um helgina sem reyndist vera
með fjóra poka af kannabisefn
um í nærbuxum sínum. Karlmað
urinn stóð fyrir utan fjölbýlishús
í bænum og virtist vera að bíða
eftir einhverjum en lögreglumað
ur sem veitti honum athygli gaf sig
á tal við hann. Við það varð mað
urinn mjög flóttalegur og eftir að
hafa neitað að hlýða fyrirmælum
var hann handtekinn og fluttur
á lögreglustöð þar sem pokarnir
fundust.
n Var að heimsækja sambýlismann n Segist hafa verið niðurlægð og ekki þora aftur
U
ng kona segir farir sínar ekki
sléttar af heimsókn á Litla
Hraun á þriðjudag. Þar
segist hún hafa orðið fyrir
því að karlkyns fangaverð
ir hafi ruðst inn á heimsóknarher
bergi þar sem hún og maður hennar áttu saman innilega stund og voru fáklædd. Hún segist upplifa meinta innrás sem kynferðisbrot, hún hafi verið niðurlægð og þori ekki aftur í heimsókn. „Það var brotið gegn mér, hann mátti ekki gera þetta og ég ætla að kæra þetta til lögreglunnar og maðurinn minn líka,“ segir kon
an sem er á þrítugsaldri.
Segir að leitað hafi verið á sér
Forsaga málsins er sú að konan, sem baðst undan því að vera nafngreind vegna fjölskyldu sinnar og verður hér eftir kölluð Erla, heimsótti barnsföður sinn sem situr í fangelsi næsta árið á LitlaHrauni.
Hún segir að við komuna á Hraunið hafi karlkyns fangavörður tekið á móti henni ásamt kven
manni með fíkniefnaleitarhund. Hundurinn hafi þefað mikið af Erlu og vörðunum hafi fundist hann sýna henni óvenju mikla athygli. Erla seg
ir hundinn samt ekki hafa „merkt“ hana eins og fíkniefnaleitarhundar gera gjarnan þegar þeir finna fíkni
efni. Í kjölfarið hafi hún verið tekin inn í bakherbergi þar sem tvær kon
ur framkvæmdu líkamsleit. Ekkert hafi fundist í þeirri leit. Þegar hún hafi komið fram aftur hélt karlkyns fangavörðurinn sem tók á móti henni áfram að þráspyrja hana um fíkniefnin sem hann taldi sig vita að hún væri að smygla.
„Hann spurði mig alltaf ítrekað hvort hann ætti að kalla til lögreglu og senda mig í röntgen. Ég sagði hon
um að gera það bara ef honum þætti hann þurfa að gera það. Svo hélt hann bara alltaf áfram að segja: „Ég veit að þú ert með eitthvað innvort
is, ég veit að þú ert með eitthvað inn
vortis.“ En ég þvertók fyrir það. Svo sagði hann loks: „Ég ætla að treysta þér í þetta skipti“ og hleypti mér upp
í heimsóknina, sem hann hefði auð
vitað aldrei gert ef hann hefði haldið að ég væri með eitthvað,“ segir Erla. Hún hafi síðan farið að hitta mann
inn sinn í heimsóknarherberginu en gamanið hafi kárnað þegar heim
sóknartíminn var hálfnaður.
Sakar fangaverði um innrás
„Ég átti einn og hálfan tíma eftir þegar hann bankaði á hurðina. Byrj
aði að opna hana og spurði hvort við værum klædd – sem ég var ekki og þá var hurðin bara rifin upp,“ segir Erla sem sakar karlkyns fangavörð um að hafa ruðst inn til þeirra ásamt kvenkynsfangaverði með hund. „Ég dreif mig að finna fötin þegar hann ruddist inn og var rétt komin í buxurnar þegar þau voru öll kom
in þarna.“
Erla segir að barnsfaðir hennar hafi spurt vörðinn hvort þetta væri nú ekki fullgróft og fulllangt gengið
og hann hafi þá sagt jú, jú, kannski. Konan með hundinn hafi einnig furðað sig á vinnubrögðunum.
Ítrekað var reynt að ná í fang
elsismálastjóra vegna málsins en blaðamaður fékk þau skilaboð að hann ætlaði ekki að tjá sig um mál
ið. Hjá fangelsismálastofnun feng
ust þau svör hjá Erlendi Baldurs
syni að fangar gætu kært ef þeim þætti á sér brotið en hann gæti ekki rætt einstök mál.
Þorir ekki aftur
Samkvæmt heimildum DV innan úr fangelsinu misbauð öðrum föngum framganga fangavarðarins gagnvart parinu. Einn úr þeirra hópi hafði samband við DV og lýsti atvikinu með sama hætti og Erla gerir.
Sigurður Mikael Jónsson
blaðamaður skrifar mikael@dv.is
Sjálf segist Erla hafa upplifað
mikla niðurlægingu og að frek
lega hafi verið brotið gegn frið
helgi einkalífs þeirra. „Ég er ekki
fangi þarna, ég var bara gestur,“
segir Erla og kemst við. „Hann
eyðilagði heimsóknina. Ég var
eftir mig því ég var alltaf hrædd
um að hann kæmi inn aftur.“
Nú kveðst hún ekki þora í heim
sókn aftur. „Ég fæ að fara í heim
sókn á þriðjudögum og föstu
dögum og ég veit ekki hvort ég
þori að fara næst.“
Bæði hún og barnsfaðir henn
ar segjast ætla að leita réttar síns
og kæra málið til lögreglu sem
fyrr segir en það hefur ekki ver
ið gert að svo stöddu. Þegar DV
ræddi við Erlu segir hún að það
sé enn í vinnslu. n
„Það tapar
enginn
neinu á þessu
Litla-Hraun Erla kveðst ekki þora að heimsækja manninn sinn aftur eftir meinta innrás.
Ruddaleg truflun
á innilegri stundu
Erla og sambýlismaður
hennar hyggjast leita
réttar síns eftir tilefnislausa
innrás fangaverða inn í
heimsóknarherbergi þar
sem þau áttu innilega
stund. Mynd SigTRygguR ARi
„Ég er
ekki
fangi þarna,
ég var bara
gestur.
Bandaríkin hafa
ekki enn svarað
Engin svör hafa enn borist íslensk-
um stjórnvöldum frá bandarísk-
um stjórnvöldum vegna hlerana
á íslensku þjóðinni samkvæmt
upplýsingum frá utanríkisráðu-
neytinu. Óskað var eftir svörum
frá Bandaríkjunum þegar Luis
E. Arreaga, sendiherra Banda-
ríkjanna á Íslandi, var kallaður á
fund Gunnars Braga Sveinssonar
utanríkisráðherra.
Upplýsingar um hleranir
Bandaríkjamanna víðs vegar um
heim hafa borist á undanförnum
mánuðum, eftir að uppljóstrarinn
Edward Snowden, fyrrverandi
verktaki hjá bandarísku þjóðar-
öryggisstofnuninni, hóf að birta
leynigögn. Í gögnunum hefur
komið fram að Bandaríkjamenn
telji Íslendinga viljuga til samstarfs
um afhendingu gagna og líka að
búast megi við því að njósnað hafi
verið um bæði íslenskan almenn-
ing og stjórnmálamenn.
Ekki liggur fyrir hversu víð-
tækar hleranirnar hafa verið hér
á landi en greint hefur verið frá
því að fulltrúar NSA hafi ekki vílað
fyrir sér að njósna um Bandaríkja-
menn sjálfa og því ólíklegt að þeir
hafi séð ástæðu til að láta Ísland
afskiptalaust.
Sérstakur samningur er í gildi
á milli íslenskra og bandarískra
stjórnvalda sem kveður á um að Ís-
land skipi fulltrúa sem svari fyrir-
spurnum Bandaríkjastjórnar um
upplýsingar sem varða hernaðar-
leg málefni og eftir því sem þörf
krefur. Samningurinn var gerður
í tengslum við brotthvarf Banda-
ríkjahers af landinu árið 2006.
Borgarstjóri
gegn einelti
Jón Gnarr, borgarstjóri Reykjavíkur,
mun heimsækja Réttarholtsskóla
í dag, föstudag, og ræða við nem-
endur um leiðir til að stemma
stigu við einelti. Tilefnið er dagur
gegn einelti sem haldinn er í dag.
Af sama tilefni verður endurskins-
merkjum með áletruninni Við
berum öll ábyrgð dreift til allra
leikskóla- og grunnskólabarna í
borginni. Borgarstjóri mun afhenda
nemendum þetta endurskinsmerki
og meðal annars fara yfir hvað þeir
geta gert til að stuðla að vinsam-
legu samfélagi, samkvæmt áætlun
skóla- og frístundasviðs.