Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.2013, Blaðsíða 39
Lífsstíll 39Helgarblað 8.–10. nóvember 2013
Sjálfsmynd á ekki að mótast af tilviljunum
n Jafn mikilvægt að stunda sjálfsrækt eins og líkamsrækt
K
ristín Tómasdóttir, höfundur
bókaflokksins Stelpur, heldur
námskeið fyrir stúlkur og kon
ur í öllum aldurshópum um
sterkari sjálfsmynd. Hún segir að
skilningur á hugtakinu sjálfsmynd,
þekking á eigin sjálfsmynd og leiðum
til að hafa jákvæð áhrif á hana geti
stuðlað að betri líðan.
„Þegar fólk heyrir orðið sjálfs
styrkingarnámskeið heldur það
kannski að ég sé fyrst og fremst að
kenna því að fá meira sjálfstraust en
sjálfstraust er bara hluti af sjálfsmynd
okkar og við getum verið með sterkt
sjálfstraust á sumum sviðum en svo
kannski ekkert á öðrum. Þess vegna
þurfum við að skoða sjálfsmyndina
heildrænt til að styrkjast á þeim svið
um sem við þurfum að styrkja. Þessi
þrjú markmið eru alltaf það sem ég
er að vinna með, hvort sem ég er að
vinna með 10–12 ára stelpur, 15–16
ára, fullorðnar konur, foreldra eða
hvað sem er,“ segir hún.
„Ég held að oft séum við ekki með
jákvæða sjálfsmynd vegna þess að við
höfum aldrei velt fyrir okkur sjálfs
mynd okkar, við vitum ekki hvað þetta
er og höfum aldrei stundað neina
sjálfsrækt eða unnið neitt í sjálfum
okkur. Sjálfsmyndin hefur þannig
mótast af tilviljunum,“ segir Kristín.
„Það kemur enginn nýr og breyttur
út af mínum námskeiðum heldur
eru þau með tæki í höndunum til að
koma í veg fyrir að sjálfsmynd þeirra
versni og oft getur hún batnað.“
Hún bendir á rannsóknir sem
sýna að sjálfsmynd stelpna byrjar
að hraka um 10 ára aldur og held
ur áfram í þá áttina alveg fram undir
tvítugt. „Þá styrkist hún aftur en hún
nær aldrei þeim hæðum sem við
náum sem börn. Þess vegna finnst
mér mjög mikilvægt að kenna stelp
um frá 10 ára aldri hvað þetta hug
tak merkir, án þess að vilja varpa allri
ábyrgð yfir á þær, en þá hafa þær alla
vega tæki til að fyrirbyggja að sjálfs
myndin verði neikvæðari. En svo
er annað mál að við sem samfélag
ættum að vera að breyta alls konar
hlutum sem hafa áhrif á sjálfsmynd
þeirra sem eru í samfélaginu,“ bætir
hún við.
„Sjálfsmynd okkar er sett saman
úr ótal þáttum, úr genunum, um
hverfinu og karakternum, en það
sem ég legg áherslu á er að þeir geta
allir haft bæði jákvæð og neikvæð
áhrif. Við þurfum að takast á við
vandamál, erfiðleika og dagsins önn
en við höfum líka val um hvernig við
látum þá móta okkur og getum haft
áhrif á líðan okkar.“
Kristín segir fólk almennt hafa
litla hugmynd um hvað sjálfsmynd
sé og það gildi jafnt um börn og full
orðna. „Fólk hefur kannski stundað
líkamsrækt á hverjum degi í fimm ár
en aldrei stundað sjálfsrækt.“ n
fifa@dv.is
Birtugöngutúr
í hádeginu
Það virðist alltaf koma okkur,
sem búum á norðurhjara, jafn
mikið á óvart þegar daginn fer að
stytta hvað við eigum erfitt með
að koma okkur fram úr rúminu á
morgnana og eins hvað aðdráttar
afl sófans eykst í hlutfalli við styttri
sólargang. Þó það þurfi svolítið
átak í fyrstu skiptin er ótrúlegt
hvað 10–15 mínútna göngutúr
í hádeginu getur gert til að létta
lundina og bæta geðið, auk þess
að styrkja æða og lungnakerfið.
Birtugöngutúr þarf engan undir
búning en húfa og vettlingar koma
að góðum notum.
Örugg heim af
rjúpnaveiðum
Þó skotveiði njóti vaxandi vin
sælda er fólk aldrei of oft minnt
á að fara varlega. Alvarlegustu
hættur í skotveiði eru að verða
fyrir voðaskoti eða týnast og
deyja úr vosbúð. Á heimasíðu
Forvarnarhúss Sjóvár eru skot
veiðimenn hvattir til að veiða
hvorki einsamlir né í miklu marg
menni, láta vita af ferðum sínum,
fylgjast með veðurspám, fylgja
öryggisreglum um skotvopn og
opna byssulásinn og afhlaða bys
suna þegar þarf að klöngrast yfir
urð, kletta eða skurði. Aldrei skal
halda þannig á byssu að hlaupið
beinist að samferðamönnum ef
menn hrasa eða detta. Þegar það
fælir ekki bráðina er mælt með
áberandi fatnaði og mikilvægt
er að hann sé hlýr. Gott nesti er
nauðsynlegt til að halda uppi orku
og kort, áttavitar og staðsetningar
tæki eiga alltaf að vera með í för.
Íslendingar vilja raunveruleikann
er kallaður, var aðeins tvítugur og
var að stíga sín fyrstu skref á ferlin
um. „Ég hugsaði að þetta gæti verið
ákveðinn stökkpallur til að fá stærri
og betri gigg. Þess vegna tók ég þátt.“
Þrír einstaklingar sátu yfir í dóm
nefnd í söngvakeppninni vinsælu og
telur Ingó að þættirnir hefðu mátt
vera meira uppbyggjandi og með já
kvæðari gagnrýni. Hann segir þó að
reynslan hafi einnig verið góð.
„Það var ákveðin reynsla að læra
að koma fram,“ útskýrir Ingó. „Að
sama skapi var þetta kannski niður
rif. Þú varst að koma fram á sviði að
syngja fyrir fólk sem þú hafðir litið
upp til og oftast var þetta engin upp
byggjandi gagnrýni. Þeir sem voru
í dómarasætinu voru að setja sig á
háan hest og gagnrýna keppend
urna fullhart miðað við óharðn
aða unglinga sem voru að reyna sitt
besta.“
Ingó telur að raunveruleika
þáttur eins og Idol Stjörnuleit geti
ekki orðið til góðs nema sá sem tek
ur þátt fylgi þátttöku sinni eftir. „Idol
er enginn stökkpallur fyrir nokkurn
mann ef þú gerir ekki eitthvað sjálf
ur í kjölfarið.“
Kunnum betur við
raunverulegt fólk
„Ég held það sé aðallega vegna þess
að við kunnum betur við raunveru
legt fólk, heldur en tilbúið fólk,“
segir Ásdís Olsen aðspurð um vin
sældir raunveruleikasjónvarps á Ís
landi. Ásdís kennir lífsleikni við Há
skóla Íslands og stýrði þáttunum
Hamingjan sanna sem sýndir voru
á Stöð 2. „Við erum að samsama
okkur öðru fólki og tökum jafnvel
afstöðu með einstaklingum. Suma
kunnum við vel við og aðra kunn
um við ekki eins vel við.“
Ásdís segir viðfangsefni hvers
þáttar skipta máli þegar blaðamað
ur veltir fyrir sér hvað dragi fólk í
raunveruleikasjónvarp. „Fólkið sem
kom í minn þátt var þarna af þeirri
ástæðu að það langaði virkilega til
að auka hamingja sína,“ sagði Ásdís.
„Það geta verið margar aðrar ástæð
ur líka, fólk fær að tilheyra hópi og
fá athygli.“
Ásdís segir að fólk þurfi að vera
með sterk bein til að þora að opin
bera sig á sjónvarpsskjáum lands
manna. Sjálf segist hún kunna best
við raunveruleikasjónvarp, vegna
þess að „mér finnst raunverulegt
fólk miklu skemmtilegra en leiknar
persónur sem verða til í hausnum á
einhverri manneskju.“ n
Þrír eftir-
minnilegir
Idol Stjörnuleit
Þættirnir voru gríðarlega vinsælir frá
því að þeir hófust árið 2003. Eru að
erlendri fyrirmynd. Simmi og Jói fóru
á kostum sem kynnar, stjörnur voru
uppgötvaðar og Bubbi fór hamförum
sem dómari.
Ástarfleyið
Sjö af hvoru kyni í bátsferð um
Miðjarðarhaf. Þættirnir vöktu mikla
athygli og voru umtalaðir. Uppruna-
legu þættirnir heita Loveboat og fóru
sigurför um heiminn.
Íslenski Bachelorinn
Skjár Einn sýndi íslenska útgáfu
Bachelor-þáttanna þar sem Stein-
grímur Randver leitaði að lífsförunaut.
Að lokum afhenti hann Jenný Ósk hring
sem tákn um ást sína. Samband þeirra
entist stutt.
„Fólk er
tilbúið
að taka þátt í
raunveruleika-
sjónvarpi
Nýr raunveruleikaþáttur á Skjáinn
Gunnhildur Helga segir Íslendinga elska að
horfa á samlanda sína í sjónvarpi.
MyNd FaceBooK-SÍða GuNNHIldar
Kennir jákvæða sálfræði Ásdís hefur
haldið fjölmarga fyrirlestra og námskeið.
MyNd SIGtryGGur arI