Fréttablaðið - 06.02.2015, Side 46

Fréttablaðið - 06.02.2015, Side 46
6. febrúar 2015 FÖSTUDAGUR| MENNING | 30 BÁSÚNULEIKARINN Carlos Caro Aguilera flutti til Íslands fyrir tæpum tveimur árum. Carlos Caro Aguilera básúnuleik- ari og Ástríður Alda Sigurðardótt- ir píanóleikari spila í Kaldalóni í Hörpu sunnudaginn, 6. febrúar, kl. 16. Tónleikarnir tilheyra röðinni Tónsnillingar morgundagsins. Á efnisskránni eru verk eftir Sulek, Saint-Saens, Guilmant, Hindemith og Reiche. Carlos Aguilera er spánskur en flutti til Íslands í júlí 2013 og starf- ar sem básúnukennari hjá Skóla- hljómsveit Kópavogs og Ástríður Alda leikur með kammerhópnum Elektra Ensemble og tangósveit- inni Fimm í tangó. Hún hefur gefið út sólóplötuna CHOPIN 2010. - gun Spila á básúnu og píanó Þeir höfundar sem tilnefndir eru til viðurkenningar Hagþenkis fyrir útgáfu fræðirita og kennsluefnis eru Ágúst Einarsson fyrir Hagræn áhrif ritlistar, Brynja Þorgeirs- dóttir og Bragi Valdimar Skúlason fyrir Orðbragð, Guðrún Kristins- dóttir fyrir ritstjórn á Ofbeldi á heimili, Kristján Jóhann Jónsson fyrir bókina um Grím Thomsen og Jón G. Friðjónsson fyrir Orð að sönnu. Jónas Kristjánsson sem nú er látinn og Vésteinn Ólason gáfu út Eddukvæði I og II og Páll Skúlason bækur um háskólapælingar og nátt- úrupælingar. Ragnhildur Richter, Sigríður Stefánsdóttir og Steingrímur Þórð- arson eru tilnefnd fyrir kennslubók í íslensku fyrir framhaldsskóla, Snorri Baldursson fyrir bókina Lífríki Íslands og Úlfhildur Dags- dóttir fyrir bókina Myndasagan – Hetjur, skrýmsl og skattborgarar. Tilnefningar Hagþenkis 2014 Tíu framúrskarandi ritverk sem út komu á síðasta ári voru tilnefnd í gær til viðurkenningar Hagþenkis. EIN AF TÍU Úlfhildur Dagsdóttir er meðal tilnefndra. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Ljósmyndarinn Sigga Ella opnar sýningu í Skotinu í Ljósmynda- safni Reykjavíkur í dag. Þar sýnir Sigga Ella portrettmyndir af tutt- ugu og einum einstaklingi á aldr- inum 9 mánaða til 60 ára með Downs-heilkenni undir yfirskrift- inni „Fyrst og fremst er ég“. Í þessari sýningu veltir Sigga Ella upp siðferðislegum álita- málum þess að nýta sér tæknina til þess að velja einstaklinga, einn frekar en annan til þess að vera til. Hún leggur áherslu á að sér finnist þessar siðferðisspurning- ar umhugsunarverðar. „Hvert stefnum við? Er hugsanlega stefnt að því að útrýma fólki með Downs-heilkenni?“ Þá vakti grein eftir Halldóru Jónsdóttur sérstakan áhuga hjá Siggu Ellu. Hún hafði uppi á Hall- dóru, sem er 30 ára kona með Downs-heilkenni, nemi, starfs- maður á bókasafni, áhugaleik- ari, tónlistarmaður o.fl. Halldóra vildi vera með í verkefninu en yfirskrift sýningarinnar er sótt í grein Halldóru þar sem hún segir meðal annars: „Ég var að lesa grein í blaði um daginn sem vakti áhuga minn og gerði mig um leið reiða og leiða. Það var kona sem skrif- aði eitthvað um það, að það ætti að útrýma öllum sem eru með Downs-heilkenni. Því langar mig að segja mína skoðun. Ég er sjálf með Downs-heilkenni, en FYRST OG FREMST ER ÉG Halldóra. Því hugsa ég: Hver er fullkominn? Hver getur sagt það, að við með Downs-heilkennið séum minna virði en einhver annar. Við erum öll ólík og er það best að allir séu eins?“ - mg Fyrst og fremst er ég PORTRETT Í SKOTINU Sigga Ella sýnir portrettmyndir af tuttugu og einum einstaklingi með Downs-heilkenni. 2 8 -1 2 -2 0 1 5 0 0 :5 7 F B 0 6 4 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 7 F 1 -A 0 6 8 1 7 F 1 -9 F 2 C 1 7 F 1 -9 D F 0 1 7 F 1 -9 C B 4 2 8 0 X 4 0 0 4 A F B 0 6 4 s _ 5 2 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.