Fréttablaðið


Fréttablaðið - 06.02.2015, Qupperneq 46

Fréttablaðið - 06.02.2015, Qupperneq 46
6. febrúar 2015 FÖSTUDAGUR| MENNING | 30 BÁSÚNULEIKARINN Carlos Caro Aguilera flutti til Íslands fyrir tæpum tveimur árum. Carlos Caro Aguilera básúnuleik- ari og Ástríður Alda Sigurðardótt- ir píanóleikari spila í Kaldalóni í Hörpu sunnudaginn, 6. febrúar, kl. 16. Tónleikarnir tilheyra röðinni Tónsnillingar morgundagsins. Á efnisskránni eru verk eftir Sulek, Saint-Saens, Guilmant, Hindemith og Reiche. Carlos Aguilera er spánskur en flutti til Íslands í júlí 2013 og starf- ar sem básúnukennari hjá Skóla- hljómsveit Kópavogs og Ástríður Alda leikur með kammerhópnum Elektra Ensemble og tangósveit- inni Fimm í tangó. Hún hefur gefið út sólóplötuna CHOPIN 2010. - gun Spila á básúnu og píanó Þeir höfundar sem tilnefndir eru til viðurkenningar Hagþenkis fyrir útgáfu fræðirita og kennsluefnis eru Ágúst Einarsson fyrir Hagræn áhrif ritlistar, Brynja Þorgeirs- dóttir og Bragi Valdimar Skúlason fyrir Orðbragð, Guðrún Kristins- dóttir fyrir ritstjórn á Ofbeldi á heimili, Kristján Jóhann Jónsson fyrir bókina um Grím Thomsen og Jón G. Friðjónsson fyrir Orð að sönnu. Jónas Kristjánsson sem nú er látinn og Vésteinn Ólason gáfu út Eddukvæði I og II og Páll Skúlason bækur um háskólapælingar og nátt- úrupælingar. Ragnhildur Richter, Sigríður Stefánsdóttir og Steingrímur Þórð- arson eru tilnefnd fyrir kennslubók í íslensku fyrir framhaldsskóla, Snorri Baldursson fyrir bókina Lífríki Íslands og Úlfhildur Dags- dóttir fyrir bókina Myndasagan – Hetjur, skrýmsl og skattborgarar. Tilnefningar Hagþenkis 2014 Tíu framúrskarandi ritverk sem út komu á síðasta ári voru tilnefnd í gær til viðurkenningar Hagþenkis. EIN AF TÍU Úlfhildur Dagsdóttir er meðal tilnefndra. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Ljósmyndarinn Sigga Ella opnar sýningu í Skotinu í Ljósmynda- safni Reykjavíkur í dag. Þar sýnir Sigga Ella portrettmyndir af tutt- ugu og einum einstaklingi á aldr- inum 9 mánaða til 60 ára með Downs-heilkenni undir yfirskrift- inni „Fyrst og fremst er ég“. Í þessari sýningu veltir Sigga Ella upp siðferðislegum álita- málum þess að nýta sér tæknina til þess að velja einstaklinga, einn frekar en annan til þess að vera til. Hún leggur áherslu á að sér finnist þessar siðferðisspurning- ar umhugsunarverðar. „Hvert stefnum við? Er hugsanlega stefnt að því að útrýma fólki með Downs-heilkenni?“ Þá vakti grein eftir Halldóru Jónsdóttur sérstakan áhuga hjá Siggu Ellu. Hún hafði uppi á Hall- dóru, sem er 30 ára kona með Downs-heilkenni, nemi, starfs- maður á bókasafni, áhugaleik- ari, tónlistarmaður o.fl. Halldóra vildi vera með í verkefninu en yfirskrift sýningarinnar er sótt í grein Halldóru þar sem hún segir meðal annars: „Ég var að lesa grein í blaði um daginn sem vakti áhuga minn og gerði mig um leið reiða og leiða. Það var kona sem skrif- aði eitthvað um það, að það ætti að útrýma öllum sem eru með Downs-heilkenni. Því langar mig að segja mína skoðun. Ég er sjálf með Downs-heilkenni, en FYRST OG FREMST ER ÉG Halldóra. Því hugsa ég: Hver er fullkominn? Hver getur sagt það, að við með Downs-heilkennið séum minna virði en einhver annar. Við erum öll ólík og er það best að allir séu eins?“ - mg Fyrst og fremst er ég PORTRETT Í SKOTINU Sigga Ella sýnir portrettmyndir af tuttugu og einum einstaklingi með Downs-heilkenni. 2 8 -1 2 -2 0 1 5 0 0 :5 7 F B 0 6 4 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 7 F 1 -A 0 6 8 1 7 F 1 -9 F 2 C 1 7 F 1 -9 D F 0 1 7 F 1 -9 C B 4 2 8 0 X 4 0 0 4 A F B 0 6 4 s _ 5 2 2 0 1 5 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.