Hagskýrslur um landbúnað

Tölublað

Hagskýrslur um landbúnað - 01.01.1921, Blaðsíða 9

Hagskýrslur um landbúnað - 01.01.1921, Blaðsíða 9
Inngangur. Introduction. I. Búpeningur. Le bétail. Framteljendur búpenings hafa verið taldir i búnaðarskýrsl- unum svo sem hjer segir: 1915 .... 11070 1910..... 11443 1917..... 11 925 1910..... 12 103 1919..... 11940 Svo sem við er að búast hefur framteljendum fækkað árið 1919. Sumarið 1918 varð svo stórkostlegur grasbrestur, að taða varð nálega helmingi minni heldur en árin á undan og útheyskapur einnig minni en i meðallagi. Enda þótt allmikið væri notað af sild og lýsi sem fóðurbæti, urðu menn að fækka búpening sinum um haustið, einkum nautpeningi og lömbum, og allur búpeningur hefur fækkað, nema geitur. í fardögum 1919 var sauðfjenaður talinn samkvæmt búnað- arskýrslunum 565 þúsund. Reynslan undanfarið bendir til þess, að fjártalan í búnaðarskýrslunum muni vera töluvert of lág. Þannig reyndist sauðfjenaður við fjárskoðunina veturinn 1906—07 um 109 þús. fleiri en fram var talið í búnaðarskýrslunum vorið eftir (1907). En með þvi að ekki virðist ástæða til að ætla, að framtalið muni vera mun betra eða lakara eitt árið heldur en annað, mun líklega óhætt að byggja á búnaðarskýrslunum samanburð milli ára um til- tölulega fjöigun eða fækkun. Vorið 1918 töldu búnaðarskýrslurnar sauðfjenaðinn 645 þúsund. Hefur honum þvi fækkað fardagaárið 1918—19 um 80 þúsund eða 12.« */•• Fækkunin á þessu eina ári hefur næstum þvf verið eins mikil eins og öll fjölgun næstu þriggja ára á undan, svo að sauð- fjenaðurinn hefur verið litlu fleiri í fardögum 1919 heldur en f far- dögum 1915, því að þá var hann 556 þúsund.

x

Hagskýrslur um landbúnað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hagskýrslur um landbúnað
https://timarit.is/publication/1125

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.