Hagskýrslur um landbúnað

Tölublað

Hagskýrslur um landbúnað - 01.01.1921, Blaðsíða 15

Hagskýrslur um landbúnað - 01.01.1921, Blaðsíða 15
Búnaðurskýrslur 1919 13’ í öllum landshlutum hefur bæði töðufengur og útheyskapur orðið minni en í meðallagi. Töðufengur hefur verið tiltölulega minst- ur á Suðurlandi, en útheyskapur á Suðvesturlandi. Uppskera af jarðeplum hefur orðið 27 þúsund tunnur haustið 1919. Er það heldur meira en árið á undan, er uppskeran var talin 26 þúsund tunnur, og heldur meira en meðaluppskera 5 áranna næst á undan. (1914—18), sem var 25 þúsund tunnur. Uppskera af rófum og næpum er ekki talin mema rúml. 9 þúsund tunnur 1919. Er það minna beldur en árið áður, er uppskeran var 10 þúsund tunnur, og miklu minna en meðaluppskera 5 áranna á undan, sem var 14 þúsund tunnur. • Mótekja hefur verið 463 þúsund hestar haustið '1919. Er það miklu minna heldur en árið áður, er hún var 577 þúsund hestar, en á árunum 1914—18 var hún að meðaltali ekki nema 379 þús- und hestar. Hrísrif hefur verið 21 þúsund hestar. Árið 1918 var það 31 þúsund hestar, en ekki nema 20 þúsund hestar að meðal- tali á árunum 1914—18. IV. Jarðabætur. Améliovalions intvoduites aux fevmes. Jarðabótaskýrslurnar eru teknar eftir skýrslum búnaðarfjelag- anna, sem þau senda stjórnarráðinu, en það miðar úthlutunina á styrk þeim til búnaðarfjelaganna, sem veittur er í fjárlögunum, við jarðabætur þær, sem unnar hafa verið í hverju búnaðarfjelagi næsta almanaksár á undan úthlutuninni. í þeim hreppum, sem búnaðar- fjelög eru í, mun mega gera ráð fyrir, að langmestur hlutinn af þeim jarðabótum, sem unnar eru, sjeu gerðar innan búnaðarfjelags- ins, og að skýrsla búnaðarfjelagsins sje þá fullnægjandi skýrsla um jarðabætur i hreppnum. En í sumum hreppum er ekkert búnaðar- fjelag, og eins er svo að sjá sem búnaðarfjelög í sumum hreppum sendi eigi æfinlega skýrslu. En lítið mun kveða að jarðabótum í þeim hreppum, þar sem ekkert búnaðarfjelag er til. Og þar sem búnaðarfjelag er til, en ber sig ekki eftir jarðabótastyrknum með því að senda skýrslu, mun líka óhætt að gera ráð fyrir, að sáralitlar jarðabætur muni vera gerðar, og ef þær eru nokkrar, munu þær sennilega teknar til greina, þegar fjelagið sendir næst skýrslu. Yfirlitsskýrslan eftir sýslum um jarðabætur búnaðarfjelaganna (tafla V, bls. 19—23) hefur verið gerð jafnnákvæm og sundurliðuð

x

Hagskýrslur um landbúnað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hagskýrslur um landbúnað
https://timarit.is/publication/1125

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.