Hagskýrslur um landbúnað - 01.01.1951, Blaðsíða 12
10*
BúnaÖarskýrslur 1947—48
Mjög lítill hluti af aðaltegundum búpeningsins (nautgripum, hross-
um og sauðfé) er í kaupstöðunum. Þó eru um 4x/2% af kúnum í kaup-
stöðunum, því að í sumum þeirra eru stór kúabú. Lika eru þar margir,
sem hafa eina kú, þótt ekki stundi þeir annars landbúnað. Hins vegar
eru elcki nema tæpl. 2%% af hrossum og rúml. 1% % af sauðfé í kaup-
stöðunum, og geitur eru þar engar og loðdýr ekki teljandi. Aftur á móti
er þar tiltölulega meira um alifugla og svín, því að þar eru nokkur stór
hænsnabú, auk margra smáhópa. Af hænsnum og svínum er tæpur
þriðjungur í kaupstöðunum.
B. Framteljendur búpenings.
Possessors of livestock.
Taldir hafa verið sérstaklega framteljendur nautgripa, hrossa, sauð-
fjár og hænsna, og má finna þær tölur fyrir hvern hrepp og sýslu og
kaupstað í töflu III og XIV. Sums staðar hefur orðið að áætla töluna,
þar sem skýrslur fengust ekki nógu greinilegar, og gildir það einkum
um suma kaupstaðina.
Tala framteljenda búpenings í árslok 1946, 1947 og 1948 hefur sam-
kvæmt þessu verið svo sem liér segir:
1946 1947 1948
Framteljendur hrossa ,... 9 253 9 021 8 876
— nautgripa 7 794 7 651
— sauðfjár ... 11140 10 798 10 373
— hænsna 4714 4 729 4 390
II. Jarðargróði.
Production of field crops etc.
I búnaðarskýrslunum hefur bæði hey, mór og hrís ætíð verið gefið
upp í hestum (hestburðum). En þar sem hestþyngdin var allmjög á
reiki, var gerð gangskör að því um 1930 að fá upplýsingar um venju-
lega liestþyngd sem víðast að á landinu. Samkvæmt þeim upplýsingum
var hestum af öllum tegundum breytt í 100 kg hesta og hefur verið
reiknað með þeim síðan. Einnig var hestum í eldri skýrslum breytt til
samræmis í 100 kg hesta.
Samkvæmt búnaðarskýrslunum hefur h e y s k a p u r að undanförnu
verið þannig (alls staðar í 100 kg hestum):
1901— 05 meðaltal
1906—10 —
1911 — 15 —
1916—20 —
1921—25 —
Tnðn Úthey
524 þús. hestar 1 002 þús. hestar
526 — — 1 059 — —
574 — — 1 138 — —
513 — — 1 176 — —
647 — — 1 039 — —