Hagskýrslur um landbúnað - 01.01.1951, Blaðsíða 20
18»
Búnaðarskýrslur 1947—48
Samkvæmt þessu hefur töluvert minna keypt vinnumagn komið fram
i skýrslunum 1947 heldur en 1946 (14% minna), en 1948 hefur það verið
svipað eins og 1946 (aðeins 3% minna).
Við samanburð á vinnuvikum og kaupgreiðslum fæst meðalkaup á
viku, en á því mun lítið byggjandi samkvæmt því, sem áður er sagt um
kaupgreiðsluskýrslurnar þessi ár.
V. Jarðabætur.
Improvements of estates.
Trúnaðarmenn Búnaðarfélagsins mæla allar jarðabætur á landinu,
og eru VIII.—X. og XIX.—XXI. tafla hér í skýrslunum (bls. 24—43 og
bls. 68—87) teknar eftir skýrslum þeirra uin þær mælingar. 1 skýrslum
mælingamannanna eiga að vera taldar allar jarðabætur, að svo miklu
leyti, sem um þær hefur verið kunnugt eða til þeirra hefur náðst. En lík-
lega má búast við, að skýrslur um þær jarðabætur, sem ekki njóta styrks
samkvæmt II. kafla jarðræktarlaganna, séu ónákvæmari heldur en um
styrkhæfu jarðabæturnar. Yfirlitsskýrslurnar fyrir allt landið og sýsl-
urnar eru gerðar jafnnákvæmar og sundurliðaðar eins og skýrslur trún-
aðarmanna Búnaðarfélagsins, en skýrslurnar um jarðabætur í hverjum
hreppi liafa verið dregnar nokkuð saman, svo að þær eru ekki eins mikið
sundurliðaðar.
Siðustu árin liefur tala búnaðarfélaga, sem skýrslur hafa
komið frá um jarðabætur, tala j a r ð a b ó t a m a n n a og tala d a g s-
verka, sem unnin eru af þeim við jarðabætur, verið sem hér segir:
Jnrðabóta- Dagsverk
Félög menn Alls a mann
1940 .................... 218 4 291 308 þús. 72
1941 .................... 219 3 328 203 — 61
1942 .................... 218 2 965 327 — 110
1943 .................... 210 2 464 262 — 106
1944 .................... 220 2 902 405 — 130
1945 .................... 223 3 615 643 — 178
1946 .................... 221 3 977 797 — 200
1947 .................... 221 3 768 779 — 206
1948 ................. 220 4 239 1 008 — 238
Tala jarðabótamanna hefur verið hæst 1932, 5 516. Dagsverkatalan,
bæði í heild sinni og á mann, var aftur á móti hæst 1948 1 008 þúsund
dagsverk alls, eða 238 dagsverk á mann að meðaltali. Árið 1948 var
tala jarðabótamanna, dagsverkatala alls og dagsverkatala á mann miklu
hærri heldur en næstu undanfarin ár. Það, sem mest hefur lileypt fram
dagsverkatölunni 1948, eru hlöðubyggingar og nýrækt.
Fram að 1936 var jarðabótastyrkurinn miðaður 'vúð dagsverk. Var
því öllurn jarðabótum breytt í dagsverlt eftir þar um settum reglum, og
þau síðan talin saman fyrir hvert jarðabótafélag, fyrir hverja sýslu og