Hagskýrslur um sveitarsjóðareikninga - 01.01.1959, Blaðsíða 7

Hagskýrslur um sveitarsjóðareikninga - 01.01.1959, Blaðsíða 7
POEMALI . P r e f a c e . I þessu hefti eru fyrstu skýrslur um fjármál sveitarfélaga, sem Hagstofan lætur frá sér fara. Pykir rétt að gera hér stutta grein fyrir tildrögum að útgáfu þessa heftis með reikningum sveitarfélaga 1952. Hagstofan hefur um langt skeið safnað reikningum sveitarfélaga og haft til þess sér- stök eyðúblöð, sem hreppsfélög hafa jafnframt notað til eigin reikningsskila. Hefur þar af leiðandi yfirleitt gengið greiðlega að innheimta reikninga hreppsfélaga, en öðru máli gegnir um reikninga bæjarfélaga og stofnana þeirra. Er reikningsfærsla þeirra með mjög mismunandi hætti og ekki í samræmi við reikningseyðublöð Hagstofunnar, þannig að það hefur kostað mikla vinnu að færa reikninga á þau. Hefur því ávallt verið mikil tregða á skilum reikninga bæjarfélaga til Hagstofunnar. Afleiðingin hefur orðið sú, að ekki hefur verið unnt að gefa út á prenti hagskýrslur með reikningum sveitarfélaga og stofnana þeirra. Fram að reikningsárinu 1952 voru eyðublöð Hagstofunnar tvenns konar, önnur fyrir bæjarfélög og hin fyrir hreppsfélög, en þá samdi Hagstofan ný eyðublöð, er skyldu vera sameiginleg fyrir bæjarfélög og hreppsfélög. Var gert ráð fyrir, að hafin yrði regluleg útgáfa hagskýrslna með reikningum sveitarfélaga frá og með reikningaárinu 1952. En sem fyrr gekk mjög erfiðlega að fá bæjarfélögin til að láta reikninga 1952 í té í tilskildu formi, og þegar það að lokum tókst, var orðið svo langt um liðið og svo margar aðrar út- gáfur Hagstofunnar á döfinni, að ekki var talið fært að láta prenta reikninga sveitar- sjóða 1952 að svo stöddu. Var því handrit þeirra lagt til hliðar m sinn. Um nokkurt skeið hefur Hagstofan haft á prjónunum áform um fjölritun hagskýrslna eftir "masterum", er gerðir væru á Hagstofunni. Yrði þá haldið áfram að gefa helztu rit Hagstofunnar út prentuð á venjulegan hátt, en ýmis ný rit yrðu fjölrituð, þó þannig að þau yrðu í sama broti og prentaðar hagskýrslur og með líkri leturstærð. Rétt þótti að gefa út eitt fjölritað hagskýrsluhefti í tilraunaskyni og urðu reikningar sveitarfélaga 1952 fyrir valinu, enda lá handrit þeirra fyrir fullsamið. Allt efni þeirra var vélrit- að á "mastera" á Hagstofunni, og var þar reynt að hafa uppsetningu sem líkasta því, sem er í prentuðum hagskýrslum. Pjölritunarstofa tók að sér verkið að öðru leyti. Ihrí miður voru ekki tök á að hafa þetta hefti í sama broti og Hagskýrslur, og var það því ekki haft með í útgáfuflokki þeirra. Þar sem hér er einnig um tilraunaútgáfu að ræða, var og talið rétt að þetta hefti yrði gefið út sem handrit. Verður það aðeins sent sveitarfélögum og nokkrum öðr\am aðilum. Upplag er 400 eintök. Vonir standa til, að ekki líði á löngu, unz út verður gefið hagskýrsluhefti með reikn- ingum sveitarfélaga 1955 —55 í einu lagi. Þótt skýrslur þær um fjármál sveitarfélaga, sem hér eru birtar, séu orðnar úreltar og hafi því nánast aðeins sögulegt gildi - og þótt þær séu hvergi nærri eins öruggar og tæm- andi og æskilegt væri - er það von Hagstofunnar, að þær bœti eitthvað úr tilfinnanlegri þörf sveitarfélaga og annarra aðila fyrir skýrslur um þessi mál. Hagstofa Islands, í ágúst 1959 Klemens Tryggvason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66

x

Hagskýrslur um sveitarsjóðareikninga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hagskýrslur um sveitarsjóðareikninga
https://timarit.is/publication/1126

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.