Hagskýrslur um sveitarsjóðareikninga - 01.01.1959, Blaðsíða 14
12
96-100
102
104-110
111-112
114
116-118
2-17
22-28
Tekjur í sambandi vlð þær greinar, seni' keyra undir "ýmis útgjöldL", hafa verið
dregnar frá viðkomandi liðum. Utgjöld til fjárfestingar, sem eru eignfærð, eru
ekki færð hér, heldur í "auknlng á eignum". I dálk 99 eru fasrð m.a. útgjöld til
ýmiss konar framkvæmda, sem heyra ekki undir aðra gjaldaliði, svo sem til síma,
bryggja (þó ekki, ef um er að ræða sérstakan hafnarsjóðsreikning), flugvalla,
fyrirtækja (ekki þó: reks-trarstyrkur til eigin fyrirtækja) o.fl. Hér eru og.
færð kaup á lausafjármunum, sem ekki eru eignfærðir, gjafir o.fl., o.fl.
Hér vísast til þess, sem sagt er almennt"um úrvinnsiu reikninga sveitarsjóða að
framan.
Hér er fært kostnaðarverð allrar fjárfestingar, sem kemur sem eign á efnahags-
reikning. I dálk 106 koma kaup á hlutabréfum og almennum skuldabréfum. Að því
er snertir veitt bráðabirgðalán í dálki 107, vísast til skýringa við töflu V,
nr. 22-28. Það skal tekið fram, að fé lagt á reikning í banka eða sparisjóði
er ekki fært í dálk 108, sbr. skýringar nr. 43»
Hér vísast líka til skýringa við dálka 22-28 í töflu V.
Þessi liður er raunverulega leiðréttingarliður við dálka 119 0g 120.
Þegar viðskiptareikningur er með skuld í árslok, er hún færð hér með mínusmerki
fyrir framan. Af þeim sökum geta eftirstöðvar í heild orðið mínustala, sjá nánar
skýringar við dálka 22-28 í töflu V.
b. Skýringar við töflu Y.
Explanatory notes to table V.
Fasteignunum er hér skipt í tvo aðalflokka. Annars vegar eru "arðberandi fast-
eignir", sem gert er ráð fyrir, að standi sjálfar undir rekstri sínum og jafnvel
skili tekjuafgangi. Hins vegar eru fasteignir, sem eru fyrst og fremst starf-
ræktar til þjónustu fyrir almenning. Mörkin þama á milli eru ekki ætíð skýr.
Fasteignimar eru hér færðar á bókfærðú verði ásamt þeim áhöldum og húsmunum, sem
tilheyra þeim. Reglur um mat á eignum í efnahagsreikningi sveitarfélaga eru mjög
mismunandi eftir stöðum, og jafnvel eru þær mismunandi frá ári til árs í sama
sveitarfélagi. Eignirnar eru hér ýmist taldar á fasteignamatsverði, kostnaðar-
verði eða einhverju öðm verði, sem oft virðist ákveðið án nokkurrar reglu. Gaml-
ar fasteignir em oftast taldar á fasteignamatsverði, svo sem í hreppum jarðeign-
ir, þinghús, bókasafnshús og bækur (en bækur em oftast færðar með fasteignum, í
dálk 11, þótt bókasafnshús fylgi ekki). Nýjar eða nýlegar byggingar em hins
vegar yfirleitt færðar á kostnaðarverði. Af þessum sökum em einstakar tölur í
töflunni lítt sambærilegar. I fasteigna.flokk.inn koma ekki fasteignir, sem sér-
stakur efnahagsreikningur er saminn fyrir. Svo er t.d. um nokkur sjúkrahús o:.fl.
Ekki þótti fasrt að skipta "arðberandi eignum" Reykjavikur á undirliði töflunnar.
Af fasteignum í dálki 15 má nefna félagsheimili, skólastjórabústaði, girðingar,
hesthús, o.fl., o.fl.
A reikningseyðublaði Hagstofunnar er gert ráð fyrir, að lánsviðskipti sveitar-
sjóðs séu flokkuð þannig: I eignahlið efnahagsreiknings.komi: 1. Skuldabréf út-
gefin af eigin stofnunum (föst lán, d. 22). 2. Önnur skuldabréf, vaxtabréf o.s.
frv. (föst lán, d. 23). 3. Bráðabirgðalán og fyrirframgreiðslur (d. 27). 4. Inn-
stæða á viðskiptamannaxeikningi (falid í eftirstöðvum, d. 28). I töflu IV eiga
dálkar 41 og 106 (að nokkm leyti) að sýna hreyfingu á flokkum 1 og 2 hér að ofan,
en dálkar 42 og 107 á flokki 3. - I skuldahlið efnahagsreiknings komi: 1. Föst
lán. 2. Bráðabirgðalán. I töflu IV eiga dálkar 45 og 111 að sýna hreyfingar á
fyrri flokknum, dálka?46 og 112 á þeim síðari. I reikningum til Hagstofunnar
vom færslur lánsviðskipta mjög á reiki. Stafar það í fyrsta lagi af því, að
bókhald margra sveitarfélaga getur ekki orðið við kröfum reikningseyðublaðsins
um flokkun lánsviðskiptanna, nema að litlu leyti. I öðm lagi var færsla þessara
viðskipta oft mjög ónákvæm eða röng í reikningunum. Samræmi var ekkiætíð ó milli