Hagskýrslur um sveitarsjóðareikninga - 01.01.1967, Síða 5

Hagskýrslur um sveitarsjóðareikninga - 01.01.1967, Síða 5
Formáli. Preface í þessu hefti eru fyrstu skýrslur um fjármál sveitarfélaga, sem Hagstofan lætur frá sér fara á prenti. Áður gaf hún út ritið „Reikningar sveitarfélaga og stofnana þeirra 1952“, en það var fjölritað og í öðru broti en er á Hagskýrslum. Þetta hefti er allsíðbúið og er aðalástæða þess sú, að mikill dráttur varð á skilum ársreikninga sumra sveitarfélaga, einkum hreppa í Gullbringusýslu og Suður- Múlasýslu. Enn fremur átti Hagstofan sem fyrr í örðugleikum með að fá kaup- staðina til að láta ársreikninga sína í té á hinu samræmda reikningsformi hennar, og að lokum varð hún að sæta því að byggja á bæjarreikningum eins og þeir eru gefnir út prentaðir eða fjölritaðir. Til enn frekari tafa kom svo vegna þess, að prent- smiðjan gat ekki tekið handrit Sveitarsjóðareikninga 1953—62 til setningar, þegar það var tilbúið, og stóð svo á annað ár. En þó að skýrslur þessar séu síðbúnar og gildi þeirra sé minna en ella vegna verðlagsþróunarinnar í landinu, er í þeim svo mikill fróðleikur um fjárhagsafkomu sveitarfélaga á þessu 10 ára tímabili, að rétt þótti að gefa þær út á prenti. Sá galli er á skýrslum þessum, að engar upplýsingar eru í þeim um fjármál fyrirtækja og annarra stofnana sveitarfélaga. Annars vegar skorti mikið á skil árs- reikninga þeirra frá sveitarfélögum, og hins vegar voru þau gögn, sem fengust, svo ófullkomin, að ekki þótti svara kostnaði að vinna úr þeim. Frá og með árinu 1963 var tekið í notkun nýtt skýrsluform reikninga sveitar- félaga og stofnana þeirra, og er búizt við, að það verði betri grundvöllur skýrslu- gerðar um fjármál sveitarfélaga og stofnana þeirra en reikningsformið, sem tekið var í notkun 1952. Lögð hefur verið áherzla á að hraða innheimtu sveitarsjóða- reikninga 1963—65, og standa vonir til, að þeir hafi alhr borizt Hagstofunni um mitt ár 1967. Enn sem fyrr gengur erfiðlega að fá bæjarfélögin til að láta reikninga sína í té á hinu tilskilda reikningsformi. Horfur eru á, að sveitarsjóðareikningar 1963—65 komi út á prenti seint á þessu ári, ef ekki verða taíir í prentsmiðju. Hagstofa íslands, í febrúar 1967 Klemens Tryggvason

x

Hagskýrslur um sveitarsjóðareikninga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hagskýrslur um sveitarsjóðareikninga
https://timarit.is/publication/1126

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.