Hagskýrslur um sveitarsjóðareikninga - 01.01.1967, Qupperneq 8

Hagskýrslur um sveitarsjóðareikninga - 01.01.1967, Qupperneq 8
6* Sveitarsjóðareikningar 1953—62 er einkum tvennt, sem tafið liefur skýrslugerð um reikninga sveitarfélaga. Önnur ástæðan er sú, að mjög erfiðlega hefur gengið að innheimta reikningana. Mikil vinna hefur verið lögð í innheimtuna, en það hefur ekki dugað til. í einstaka til- vikum liefur tekið nokkur ár að ná inn reikningum. Sérstaklega hafa bæjarfélögin verið erfið viðfangs í þessu efni. Að vísu hefur verið tiltölulega auðvelt að fá prentaða eða fjölritaða ársreikninga bæjarfélaganna, en þeir eru fjarri því að vera fullnægjandi til skýrslugerðar, þar sem þeir eru sinn með hverjum hætti, og ósamræmi þeirra innbyrðis það mikið, að erfitt er að vinna úr þeim viðunandi samræmt yfirht. Auk þessa hafa margir bæjarreikninganna verið mjög lítið sundurliðaðir og ófullnægjandi að ýmsu öðru leyti, t. d. koma eignabreytingar ekki alltaf fram. Erfiðleikar við innheimtu bæjarreikninga í samræmdu formi reyndust það mikhr, að ákveðið var að gera þessa liagskýrslu um reikninga sveitarfélaga árin 1953—62, án þess að reikningar bæjarfélaganna lægju fyrir (á reikningseyðu- blöðum Hagstofunnar). Af þessum sökum hafa töflur þessa heftis minna gildi en ella — þær cru minna sundurgreindar og ekki eins réttar og þær hefðu getað orðið. — Þá reyndist og óframkvæmanlegt að innheimta reikninga fyrirtækja sveitarfélaga, svo sem liafnarsjóða, vatnsveitna og rafveitna, og vantar því niður- stöður þeirra reikninga í þetta hefti. Hin ástæða tafar á úrvinnslu reikninga er slæmur frágangur margra þeirra. Færsla mikils hluta hreppsreikninga hefur verið viðhlítandi og oft góð. Reikningar 160—170 hreppa af 214 hreppum hafa verið þannig úr garði gerðir, að gera hefur mátt sæmilega glöggar og öruggar skýrslur um liag þeirra og afkomu. Þessir hreppar eru flestir í tölu hinna smærri, með íbúatölu innan við 300, og saman- lagður íbúafjöldi þeirra er um 30 þúsund. Þeir reka yfirleitt ekki meiri háttar fyrir- tæki og umfang rekstrar þeirra er lítið, miðað við íbúatölu, borið saman við kaup- túnahreppa og kaupstaði. íbúatala þessara hreppa var í árslok 1962 um helmingur íbúa landsins utan kaupstaða og um 16% af öllum landsmönnum. Árið 1962 var heildarupphæð álagðra útsvara í þessum hreppum um 35% af lieildarupphæð út- svara í öllum lireppum landsins, en aðeins um 8% af útsvörum allra sveitarfélaga.— Um ársreikninga hinna stærri hreppa er það að segja, að frágangur þeirra liefur yfirleitt verið slæmur. Reikningshald margra þeirra virðist vera í ólestri, einkum hjá þeim hreppum, sem eru með atvinnurekstur af einhverju tagi. Hér er um að ræða 40—50 hreppa, sem hafa samanlagt mun meiri starfsemi en hinir 160—170 hreppar, er áður voru nefndir. Áður en hin eiginlega úrvinnsla sveitarsjóðsreikninga 1953—62 hófst, fór Hag- stofan yfir hvern reikning og samræmdi færslur hinna ýmsu reikninga, svo og færslur sama reiknings, sem auðsýnilega voru í ósamræmi. Ekki reyndist þó unnt að lag- færa alla reikningsliði, sem bersýnilega eða að öllum líkindum voru rangir. Til þess hefði þurft tímafrek bréfaskipti, sem fyrirsjáanlega hefðu ekki svarað kostnaði. Þeirri reglu var fylgt við yfirferð reikninga að breyta ekki reikningsliðum, nema ör- uggt væri, eða næstum fullvíst, að breyting væri á rökum reist. Telja má víst, að allmikið hafi verið af röngum færslum í reikningunum, sem ekki var hægt að sjá, þar eð engin gögn voru til samanburðar. Það mun einkum vera tvennt, sem orsakað hefur rangar eða ónákvæmar færslur á reikningunum. í fjTSta lagi virðisthafa skort nokkuð á, að þeir,sem sömdu reikningana, hafi kynnt sér eyðublaðið og skýringarnar við það, svo sem þurft hefði. Er leitt til þess að vita, að reikningar margra sveitarfélaga skuh fyrir handvömm eina hafa verið gerðir verr úr garði en þurfti að vera, og auk þess tafði þetta úrvinnslu reikninga til rnuna. í öðru lagi er bókhaldi kaupstaðanna og sumra annarra sveitarfélaga þannig háttað, að miklir örðugleikar eru á að fá úr því sumar þær upplýsingar, sem reikningseyðublað Hagstofumiar gerir ráð fyrir, ai
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Hagskýrslur um sveitarsjóðareikninga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hagskýrslur um sveitarsjóðareikninga
https://timarit.is/publication/1126

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.