Hagskýrslur um sveitarsjóðareikninga - 01.01.1967, Qupperneq 11

Hagskýrslur um sveitarsjóðareikninga - 01.01.1967, Qupperneq 11
Sveitarsjóðareikningar 1953—62 *9 annars vegar og fyrirtœkja hans með sjálfstætt reikningshald hins vegar eru ekki færð hér, lieldur í lánaliði eignabreytingareiknings. í reikningum sveitarsjóða og fyrirtækja þeirra, eins og þeir koma til Hagstof- unnar, her nokkuð á ósamræmi í færslum viðskipta sveitarsjóða og fyrirtækja þeirra innbyrðis. Reynt hefur verið að samræma þessar færslur, þegar unnt hefur verið að sjá, hvar misræmið hefur verið fólgið. 6. Endurgreiðslur og styrkir vegna útgjalda fyrri ára: Þetta er vegna framfærslu- mála, almannatrygginga, menntamála, löggæzlu, vegamála, landbúnaðarmála, o. fl. Hér eru og færðir ýmiss konar styrkir frá ríkissjóði, félögum eða einstaklingum til greiðslu á ákveðnum útgjöldum, svo sem framlög hins opinbera til atvinnuaukning- ar, framlög félagssamtaka vegna ákveðinna framkvæmda, o. s. frv. Tölur í þessum tekjuflokki verður að nota með varfærni. Tölur einstakra sveitarfélaga þurfa ekki að vera sambærilegar. Til dæmis er bókhald sumra kaupstaðanna þannig, að ekki verður séð, hvað af endurgreiðslunum tilheyri útgjöldum sama árs og hvað útgjöld- um fyrri ára. Þá er og færsla útgjalda í þessum flokki bersýnilega oft ekki cins og hún á að vera samkvæmt reikningsforminu, og leiðréttingar Hagstofunnar á þessum liðum eru eflaust ekki tæmandi. — Endurgreiðslur útgjalda sama ár og þau eiga sér stað eru ekki færðar hér, heldur hafa þær verið dregnar frá viðkomandi gjaldaliðum. 7. Ymsar tekjur: Þær eru vaxtatekjur og arður af hlutabréfum, nettótekjur af fasteiguum og ýmislegt fleira. Þá koma hér einnig framlög úr Jöfnunarsjóði sveitar- félaga. 8jStjórnarkostnaður: Ef útgjöld við stjórn framfærslumála, heilbrigðismála o. fl. verða greind frá kostnaði við sveitastjórnina sjálfa, þá eru þau sett í viðkomandi gjaldaflokka. Kostuaður við stjórn fyrirtækja sveitarsjóðs er ekki talinn hér, sbr. skýringar við lið nr. 5. 9. Framfœrslumál: Framfærslumálaútgjöldin eru að jafnaði tahn brúttó, þ. e. án frádráttar á endurgreiðslum útgjalda fyrri ára, sbr. skýringar við lið nr. 6. Helztu tegundir útgjalda eru; barnsmeðlög, annar styrkur vegna barna, endurkræfur og ó- endurkræfur, enn fremur endurkræfur sjúkrakostnaður, x/5 af kostnaði við langvinna sjúkdóma (óendurkræft), ýmiss konar greiðslur, endurkræfar og óendurkræfar, til styrkþega sveitarfélagsins heima fyrir og í öðrum sveitarfélögum, og styrkur til framfærsluþurfa annarra sveita. 10. Almannatryggingar: Hér færast lögboðin framlög til Tryggingastofnunar ríkisins, sjúkrasamlags og Atvinnuleysistryggingasjóðs, þó ekki þær greiðslur, er sveitarfélagið innir af hendi sem atviimurekandi. Enn fremur koma hér framlög til læknisvitjana- og sjúkraflutningasjóða. 11. önnur lýðhjálp: Framlög til rekstrar gamalmennahælis, bjargráðasjóðsgjald, tillög til Byggingarsjóðs verkamanna, tillög til barnaverndar, barnaheimila o. þ. h., kostnaður við vinnumiðlun og ráðningarstofu, o. fl. 12. Menntamál o jl.: Hér færist sá hluti kennaralauna, sem greiðist úr sveitar- sjóði, svo og annar rekstrarkostnaður skóla, svo sem læknisskoðun, greiðsla til hjúkrunarkvenna, þvottur, o. fl. Einnig framlög til bókasafna, lestrarfélaga, tón- hstar- og íþróttastarfsemi, o. fl. Byggingarkostnaður skóla eða íþróttamannvirkja færist að sjálfsögðu á eignabreytingareikning. Útgjöldin eru hér færð brúttó, þ. e. án endurgreiðslu ríkissjóðs, sem kemur venjulega á næsta reikningsári. 13. Löggœzla: Útgjöld eru að jafnaði færð brúttó, sbr. skýringar við tekjuhlið nr.6. 14. Heilbrigðismál: Hér koma framlög til rekstrar sjúkrahúss, heilsuverndar- stöðvar og laun sérstakra heilbrigðisstarfsmanna, svo og ýmis kostnaður við heil- brigðisráðstafanir. Útgjöld til heilbrigðisráðstafana í skólum koma að jafnaði ekki hér, heldur með öðrum kostnaði við skólahald. b
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Hagskýrslur um sveitarsjóðareikninga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hagskýrslur um sveitarsjóðareikninga
https://timarit.is/publication/1126

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.