Hagskýrslur um sveitarsjóðareikninga - 01.01.1968, Page 16

Hagskýrslur um sveitarsjóðareikninga - 01.01.1968, Page 16
14 Sveitarsjóðareikningar 1963—65 sjóðaheiti, svo sem vélasjóður og hafnarsjóður, eru ekki fa*rð hér, en t. d. fjallskilasjóðir falla hins vegar hér undir. 34. Lausafé. Hér er um að ræða lausafé, sem ekki er bókað með fasteignum, og er langstærsti hluti j)ess bifreiðar og alls konar vélar. 35. Fasteignir. Hér eru i einum lið allar fasteignir sveitarfélag- anna ásaint þeim lausafjármunum, sem fylgja þeim, sjá þó liði 36 og 37. Niðurstöðutölur í þessum lið hafa mjög takmarkað upplýsingar- gildi, og hið sama er að segja um liði 36 og 37. Mat eigna á efnahags- reikningum sveitarfélaga er mjög mismunandi og breytist jafnvel frá ári til árs í sama sveitarfélagi. Fasteignir eru ýmist taldar á fasteignamats- verði, kostnaðarverði eða einhverju öðru verði, sem oft virðist ákveðið án þess að nokkurri reglu sé fylgt. Hér slcal og hent á annað atriði. Eignir í 35. lið (einnig í 34. og 36. lið), eru í litlum tengslum við færsl- ur á eignabreytingareikningi hjá stórum hluta sveitarfélaganna. Hjá þessum sveitarfélögum er efnahagsreikningur ekki gerður eftir venjuleg- um bókhaldsreglum, heldur er hann fremur slcrá um eignir, sem getur tekið breytingum eftir mati skrásetjara eða viðkomandi sveit- arstjórnar hverju sinni. 36. Ýmsar eignir. 1 þennan lið koma ýmsar eignir, sem varla er hægt að telja fasteignir í venjulegum skilningi. Aðallega er hér um að ræða eignfærð útgjöld til gatna og holræsa, einnig eignfærðar hita- veituframkvæmdir o. fl. því likt. 37. Hrein eign eigin fgrirtækja með sjálfstætt reikningshald. Sjá skýringar við lið G, H og I hér á eftir. F. Skuldir i árslok. Sjá almennar skýringar framar i þessum kafla og skýringar við lið 21. G, H og I. Hafnarsjóður, vatnsveita og rafveita. Það, sem veldur ef til vill einna inestu ósainræmi í reikningum sveitarfélaga (aðallega kaupstaða) er færsla á reikningum eigin fyrirtækja og annarra rekstrar- heilda. Hér er spurningin bæði um það, hver fyrirtæki skuli færð sem eigin fyrirtæki í reikninga sveitarfélagsins, og á hvern hátt tengsl reikninga þeirra og sveitarfélagsins skuli vera. Hér skulu tekin dæmi, er sýna ýmsa tilhögun á færslu reikninga eigin fyrirtækja í aðalreikn- inguin sveitarfélaga: 1) Brúttótekjur og -útgjöld fyrirtækisins koma í tekjuhlið og gjalda- hlið á aðalreikningi sveitarfélagsins, eignir þess með eignum og skuldir þess með skuldum á aðalreikningi. 2) Rekstrarafgangur/rekstrarhalli keinur í tekjuhlið./útgjaldahlið á aðalreikningi, og hrein eign, þ. e. eignir að frádregnum skuldum, í eignahlið á aðalreikningi. Þetta er sá færslumáti, sem eyðublað Hagstofunnar gerir ráð fyrir. 3) Tekjur fyrirtækis og útgjöld (rekstrarafgangur/rekstrarhalli) eru ekki færð á aðalreikning, og hrein eign þess er ekki heldur færð til eigna á aðalreikningi sveitarfélagsins. Reikningar slíkra fyrir-

x

Hagskýrslur um sveitarsjóðareikninga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hagskýrslur um sveitarsjóðareikninga
https://timarit.is/publication/1126

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.