Hagskýrslur um dómsmál - 01.01.1930, Síða 20
18
Dómsmálaskýrslur 1919 — 1925
sérstaklega, hve margar þær hafi verið. Aftur á móti hefur verið
talið saman eftir aukatekjuskilagreinum sýslumanna og bæjarfógeta, hve
margar þær hafi verið í hverju umdæmi þrjú af þessum árum, 1919,
1922 og 1925. Samkvæmt því var tala víxilafsagna þessi ár þannig:
1919 1922 1925
Reykjavík 471 1480 855
Gullbr. og Kjósars. og Hafnarfjörður 2 10 6
Mýra- og Borgarfjaröarsýsla » 1 »
Snæfellsnessýsla » 7 »
ísafjarðarsýsla og IsafjörÖur 40 227 111
Strandasýsla » » 2
Húnavatnssýsla » » 1
Skagafjarðarsýsla » 21 . 12
Siglufjörður » 5 19
Eviafjaröarsýsia og Akureyri 5 49 61
Þingeyjarsýsla » » 2
Norður-Múlasýsla og Seyöisfjörður 76 139 133
Suður-Múlasýsla 65 156 234
Skaftafellssýsla 1 4 »
Vestmannaeyjar 2 9 38
Arnessýsla » 119 12
Samtals 662 2227 1486
Nema víxilafsagnirnar 78 °/o af öllum notarialgerðum árið 1919,
82 o/o árið 1925 og jafnvel 93 o/„ árið 1922.
Sjóferðaskýrslur hafa verið alls 414 á árunum 1919—25 eða að
meðaltali 59 á ári hverju.
Hvernig störf þau, sem talin hafa verið í þessum kafla, skiftast
niður á lögsagnarumdæmin, sést á töflu XII (bls. 54—57).
8. Þinglýsingar.
Enregistrement des hypothéques etc.
Skýrslur um þinglýsingar hafa enn ekki verið Iátnar fylgja dóms-
málaskýrslunum og lægi það þó nærri. Til þess að fá samt nokkra vit-
neskju um þetta hefur verið talið saman eftir skilagreinum með auka-
tekjureikningunum árin 1919, 1922 og 1925, hve mörg veðbréf eða
tryagingarbréf hafi verið þinglesin og aflýst svo og hve mörg afsöl hafi
verið þinglesin og ennfremur hve miklum verðupphæðum þessi skjöl
hafa numið. Utkoman hefur orðið þessi: