Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.2008, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.2008, Blaðsíða 10
ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚLÍ 200810 Fréttir „Mér dettur strax í hug gömul skemmtisaga frá Sovétríkjunum, þar sem saman fóru í járnbrautarlest for- ingjarnir; Stalín, Krjúsjoff, Brésnef og Gorbatsjov. Í lestarferðinni urðu þeir fyrir því að keyra teinana á enda. Þeir klóruðu sér í hausnum um stund og fóru svo að ráða ráðum sínum um hvernig koma skyldi lestinni af stað,“ segir Guðmundur Ólafsson hag- fræðingur beðinn um álit sitt á ráð- um fulltrúa íslensku þingflokkanna fimm gegn efnahagsástandinu. Guðmundur segir að hver foring- inn hafi haft sitt ráð þegar þeir Sov- étmenn keyrðu fram á enda lestar- teinanna. „Stalín krafðist þess að lestarstjórinn yrði skotinn. Það var gert en ekki haggaðist lestin. Þá vildi Krjúsjoff að menn smyrðu teinana til að athuga hvort hægt væri að koma lestinni af stað. Eins og gefur að skilja stoðaði það lítið. Þá lagði Brésnef það til að menn drægju fyrir gluggana, rugguðu sér og létu sem lestin væri á hreyfingu. Þetta gekk um stund þangað til Gorbatsjov sagði að menn þyrftu að horfast í augu við vandann. Hann sagði öllum að fara út og ýta lest- inni á meðan sungnir yrðu þjóðernis- söngvar,“ segir Guðmundur. Ekk- ert af þessu gekk í þetta skiptið en Guðmundur segir að svona sögur séu stundum notaðar til að greina vanda sem ber að höndum. Skiptar skoðanir viðmælenda Viðmælendur DV voru þeir Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra, Guðni Ágústsson, formaður Fram- sóknarflokksins, Björgvin G. Sig- urðsson viðskiptaráðherra, Stein- grímur J. Sigfússon, formaður vinstri grænna, og Jón Magnússon, þing- maður Frjálslynda flokksins. Þeir hafa hver sitt álit á því hvað til bragðs eigi að taka í efnahagsmálum. Í gróf- um dráttum er Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra á því að endur- skoðun krónunnar sem gjaldmið- ils okkar Íslendinga sé ótímabær. Hann segir óraunhæft að ætla að breyta þeim hlutum nú þegar skór- inn kreppir. Nær sé að standa af sér mótbárurnar og meta í framhaldinu hvort breytinga sé þörf. Hann vonast til að til birti fyrir jól. Vilja lægri stýrivexti Steingrímur J. sagði við DV að menn ættu að hætta þessu væli. Menn töluðu hver annan niður í svartnættið og að vandamálið væri huglægt að stórum hluta. Hann sagði evruna enga töfralausn og sagði víðtæka þjóð- arsátt þurfa til að komast út úr efnahags- vandanum. Styrkja þyrfti Seðlabank- ann og hefja vaxtalækkunarferli. Björgvin viðskiptaráðherra boðaði að peningamálastefnuna þyrfti að endurskoða, en þó ekki fyrr en búið væri að tryggja að efnahagslífið sigldi lygnan sjó. Hann vísaði því á bug að ríkisstjórnin drægi lappirnar. Sagði niðurfellingu stimpilgjalda og útgáfu ríkisskuldabréfa dæmi um vel heppnaðar aðgerðir hennar. Krónan sem korktappi Jón Magnússon sagði að krónan væri eins og kork- tappi og að henni þyrfti að skipta út, hvort sem danska krónan, dollarinn eða evran kæmi í staðinn. Hann sagði mynttengingu nauðsynlega og að stýrivexti yrði að lækka. Það væri mál númer eitt. Hann sagði stóra vandann þann að ríkisstjórnin væri í sumarfríi þegar mest á reyndi. Guðni sagði, líkt og Steingrímur, brýnasta verkefnið að styrkja Seðla- bankann. Hann sagði heimsins hæstu vexti ólíðandi og sagði að við þyrftum að losa okkur við eigendur jöklabréfa. Árni eins og Brésnef Guðmund- ur segir að þeir menn sem svöruðu í helgarblaði DV séu allir miklir prýðismenn, hver með sínu móti. Þeir séu hver um sig partur af ákveðnu stjórnmálaumhverfi og því megi ekki persónugera gagnrýnina um of. Þeir séu hluti af stærri heild. „Hvað sem því líður minnir svar Árna Mathiesen mig um margt á Brésnef. Þeir í Sjálfstæðisflokknum vilja bara draga fyrir, rugga sér og láta eins og lestin sé á ferð. Þeir segja ótímabært að gera neitt og bíða bara eftir að allt batni. Þetta er boðskapur sem gengur ekki,“ segir Guðmund- ur og bendir á Illuga Gunnarsson og Bjarna Benediktsson sem dæmi um menn sem hafa hafnað þessari leið. „Þeir eru búnir að draga upp tjald- ið og sjá að lestin er ekki á ferð. Þeir eru búnir að viðurkenna að peninga- stefna Seðlabankans virkar ekki,“ segir hann og bætir við að menn eigi að hlusta á Björn Bjarnason, sem vill huga að evrunni. Smáskammtalækningar Björgvins G. Guðmundur segir að Steingrím- ur J. minni um margt á Gorbatsjov. Hann vilji þjóðarsátt en útskýrir ekki hvað hann á við með því. „Hann vill sem sagt, eins og Gorbatsjov, að allir fari út að ýta. Býður sátt um það að ýta bara, án þess að tilgreina hvert og hvernig skuli ýta. Hann er auk þess ófáanlegur til að ræða um evruna eða neitt slíkt,“ segir hann. Guðmundur segir Björgvin G. Sigurðsson part af flokki sem er hall- ur undir Evr- Árni eins og Brésnef Guðmundur Ólafsson hagfræðingur hefur samúð með fulltrúum þingflokkanna sem sögðu hvaða leiðir væru færar út úr efnahagsvandanum í helgarblaði DV. Hann gefur lítið fyrir lausnirnar og líkir þeim við söguna af því þegar helstu foringjar Sovétríkj- anna voru saman komnir í járnbrautarlest þegar teinarnir tóku skyndilega enda. BALDUR GUÐMUNDSSON blaðamaður skrifar baldur@dv.is Leiðin út úr vandanum Föstudagur 25. júlí 200816 Helgarblað DV Óhætt er að segja að afar skipt- ar skoðanir séu um Evrópusam- bandið, framtíð krónunnar og færar lausnir í efnahagsmálum þjóðarinn- ar. DV ræddi við fulltrúa allra flokka sem eiga sæti á Alþingi og spurði þá spjörunum úr um raunverulegar lausnir í efnahagsmálum. Steingrímur J. Sigfússon sagði að vandinn væri ekki síst huglæg- ur. Honum blöskrar hvernig menn tala niður krónuna og setja hökuna í bringuna. Hann segir aðgerðir ríkis- stjórnarinnar koma of seint og vera of litlar. Björgvin G. Sigurðsson viðskipta- ráðherra vísar því á bug og segir að enginn stjórnarandstöðuflokk- ur hafi bent á aðgerðir sem ekki hafa komið til framkvæmda, eða til standi að framkvæma af hálfu rík- isstjórnarinnar. Hann segir enn fremur að þegar þjóðin hefur rétt úr kútnum á nýjan leik blasi við lang- stærsta pólitíska verkefni margra ára, að endurskoða peningamála- stefnuna. „Menn hafa verið að tala um að ekki skuli ræða um framtíð- arlausnir meðan verið er að glíma við skammtímavanda. Það er bara vitleysa. Partur af skammtímavand- anum felst í lengri tíma lausnum,“ segir hann. Árni M. Mathiesen fjármálaráð- herra segir aftur á móti að það sé seinni tíma mál að meta hvort gera skuli breytingar á krónunni eða taka upp annan gjaldmiðil. ótímabært sé að ákveða nokkuð um krónuna eða Evrópusambandið við núverandi aðstæður. Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins, segir mikil- vægast að lækka vexti Seðlabankans. Það sé ólíðandi að búa við hæstu stýrivexti í heimi. Jón Magnússon, þingmaður Frjálslynda flokksins, er á þeirri skoðun að taka beri upp mynttengingu hið fyrsta. Jafnvel við danska krónu, dollarann eða evr- una. Hann segir galið að slá myntir út af borðinu án þess að skoða kosti og galla gaumgæfilega. Björgvin G. Sigurðsson Árni M. Mathiesen BALDUR GUÐMUNDSSON blaðamaður skrifar baldur@dv.is steingrímur j. sigFússon, Formaður Vg: Hættum þessu væli „Ég er farinn að halda að við þurfum mest á bjartsýni og kjarki að halda til að takast á við erfiðleikana. mér blöskrar dálítið hvernig menn tala sjálfa sig niður í svartnættið. Þetta ástand verður ekki leyst með því að níða niður gjaldmiðilinn, eða sá efasemdum um að við getum staðið þetta af okkur. mér finnst ríkisstjórnin ekki síst vera að bregðast þar. Hún er heldur til trafala við að rífa upp stemningu í samfélginu. Ég sagði í vetur, við litla hrifningu samfylkingarinnar, að liður í lausn efnahagsvandans væri sá að semja við samfylkinguna um að hún talaði ekki um efnahagsmál í hálft ár. mér sýnist full þörf á því ennþá. Við verðum að hætta þessu væli, viðurkenna mistökin og læra af þeim. Engin patentlausn Það er því miður er engin einföld sársaukalaus patentlausn til. mesta blekkingin af öllum er að halda slíku fram. til dæmis að öll okkar vandamál gufi upp eins og dögg fyrir sólu bara með því að setja stefnuna á að ganga í evrópusambandið. mér er ekki kunnugt um að erlendar skuldir hverfi, verðbólgan eða viðskipta- hallinn réttist við með inngöngu. Það þarf að ráðast að rótum vandans sem við glímum við. Við höfum lagt það til lengi að gjaldeyrisvaraforðinn og seðlabankinn yrði styrktur. Við viljum að hvatt sé til aukins sparnaðar í samfélaginu. Þarf víðtæka þjóðarsátt Það sem þarf að gera er að skapa traustar forsendur fyrir vaxtalækkunarferli og að verðbólgan náist niður. Það verður ekki gert í einni svipan heldur þarf samstillt, víðtækt átak í samfélaginu, einhvers konar þjóðarsátt- araðgerðir á mjög breiðum grunni með aðilum vinnumarkaðarins, hagsmunasamtökum, lífeyrissjóð- um og stærstu sveitarfélögunum. Það þarf slíkar víðtækar samstilltar aðgerðir. Það er tómt mál um annað að tala. Það sem ríkisstjórnin hefur verið að gera hefur verið of seint og verið of lítið. Henni hefur ekki tekist að skapa trúverðugleika. Þjóðhagsstofnun verði endurreist mér finnst það segja sitt um ang- istina og örvæntinguna í samfélag- inu að ráðning eins manns í hálft ár skuli verða að stórfrétt. Ég hef ekkert út á ráðningu ráðgjafans að setja en hann má vera mikill kraftaverkamaður ef honum á að takast að snúa dæminu við. Ég hefði talið það meiri tíðindi ef ríkisstjórnin hefði séð að sér og endurreist Þjóðhags- stofnun. Við höfum lagt það til að endurreisa stofnunina, sem burðuga fagstofnun undir alþingi. Það hefði verið róttækari og viðameiri aðgerð. Það virðist nánast vera þingmeiri- hluti fyrir þeirri hugmynd og það er fagnaðar- efni.“ Árni m. matHiesen, FjÁrmÁlarÁðHerra: endurskoðun krónunnar ótímabær „Vandinn sem við glímum við er ferns konar. stórum fjárfestingum er að ljúka hér heima og það hefur verið ójafnvægi bæði innanlands og á alþjóðlegum mörkuðum. síðan er það hin alþjóðlega lánsfjár- kreppa sem hefur áhrif á okkur sem aðra. í fjórða lagi glímum við við verðhækkanir á alþjóðlegum mörkuðum á eldsneyti og matvælum. Þessir fjórir þættir hafa þrenns konar áhrif. gengi krónunnar hefur fallið sem hefur bæði jákvæð og neikvæð áhrif. Fall krónunnar leiðir til verðbólgu en hefur jákvæð áhrif á vöruskiptahallann, sem var í jafnvægi samkvæmt nýjustu tölum. Áhrifin eru líka þau að vegna erlendra hækkana hækkar innflutningsverðlag og það er neikvætt fyrir verðbólguna en hefur þau sömu áhrif á vöruskiptahallann. svo er annað atriði þetta vænta atvinnuleysi. Því er spáð en það hefur ekki gerst. lítið atvinnuleysi er líka hluti af ójafnvæginu. jafnvægi í efnahag gerir ráð fyrir meira atvinnuleysi en við búum við. Framkvæmdir í haust Krónan var of sterk í langan tíma en er of veik núna. Vöruskiptajöfn- uðurinn er í jafnvægi og hann hjálpar til við að krónan nái jafnvægis- gildi. Við erum með meiri gjaldeyrisviðbúnað í dag en áður. annars vegar vegna meiri gjaldeyrisforða nú en áður, sem er annar hluti viðbúnaðarins, hins vegar vegna gjaldeyrisskiptasamninganna sem veita okkur aðgang að gjaldeyri hjá norrænu seðlabönkunum. Þriðja atriðið er hvernig við högum útgáfu á hinum ýmsu verðbréf- um ríkisins. Við notum það til að styðja krónuna. Við þurfum einnig að huga að ríkisfjármálunum. Þau eru okkar tromp. ríkissjóður hefur engar nettó skuldir en hann þarf að halda ákveðinni veltu á mörkuðum. Við notum því sterka stöðu hans til að hjálpa okkur í þessari stöðu. í fjórða lagi þurfum við að taka erlendum fjárfesting- um af opnum huga. Þær auka tiltrú á efnahagskerfinu okkar, auk þess sem þær styrkja krónuna. Fjárfestingar að utan búa til störf á framkvæmdatíma, sem getur verið mjög langur, og til framtíðar þegar búið er að byggja. Þetta skiptir okkur miklu máli. Framkvæmdir ríkisins skipta einnig miklu máli. Við höfum verið að búa okkur undir verklok við Kárahnjúkavirkjun. Við frestuðum framkvæmdum um tíma en erum að hefja þær aftur, nú á síðari hluta ársins. Þær vinna þá á móti hinu vænta atvinnuleysi. Ótímabært að ákveða nú Það er seinni tíma mál að meta hvort annað fyrirkomulag en krónan hentar. Þurfum þá að horfa á bæði uppsveiflutímabil og niðursveifl- una. Þurfum að læra af öðrum þjóðum, hvernig til dæmis írum, spánverjum, grikkjum og dönum gengur að glíma við sitt fyrirkomu- lag. Það er algjörlega ótímabært að komast að niðurstöðu í þeim efnum nú. Það er bæði varhugavert og ómögulegt að ætla að skipta um gjaldmiðil núna eða gera stórar breytingar. Við ættum ekki að eyða mikilli orku í þá umræðu nú. auðvitað má ræða málin en umræðan þarf að vera í réttu samhengi. Það þarf að skoða stöðuna þegar menn hafa allar upplýsingar. Hugsanlega er best fyrir okkur að halda í krónuna en þá verðum við að gera hlutina einhvern veginn öðruvísi. til dæmis með stærri gjaldeyrisvarasjóði eða öðruvísi peningamálastefnu, harðari ríkisfjármálastefnu eða öðruvísi húsnæðiskerfi. Við getum ekki svarað spurningunum um krónuna fyrr en við getum á jafnvægistímabili skoðað okkar reynslu og annarra þjóða sem eru í annarri stöðu en við. Birtir vonandi fyrir jól Ég er búinn að heyra eina kenningu oft og í langan tíma. stóri vandinn er lánsfjárkreppan í Bandaríkjunum. Það er ólíklegt að það birti hjá okkur fyrr en menn fá meira sjálfstraust þar. Hef heyrt að forsetakosningar í Bandaríkjunum hafi truflandi áhrif og það sé óvissa í kringum þær. Það er hugsanlegt og jafnvel líklegt að þegar þeim er lokið fyllist menn bjartsýni og sjálfsöryggi. Það verður kosið í byrjun nóvember á þessu ári. ef þessi kenning er rétt gætum við farið að sjá breytingar áður en árið er á enda.“ guðni Ágústsson, Formaður FramsóKnarFloKKsins: ólíðandi stýrivextir „Brýnasta verkefnið núna er auðvitað að styrkja seðlabankann. ríkisstjórnin fær ekki lengur lán. Hún hafnaði 100 punkta láni í vor en fær ekki lán í dag nema á 200 punktum. lánið átti að vera til að lífga bankakerfið við en það hefur ekkert gerst. ge ir hrekst í vandræðum sínum, allt er frosið. Það þarf að bregðast við eins og heitið var í vor; lækka vexti seðlabankans. Það er ólíðandi að búa við hæstu vexti í heimi. í fyrsta lagi þarf að styrkja seðlabankann til að gengið haldist rólegt. í öðru lagi þarf að lækk a stýrivexti og hrista af okkur jöklatröllin sem sjúga af brjóstum seðlabankans. sjúga af okkur fjármagnið. Við þurfum að losna við eigendur jöklabréf- anna. Flýti stórframkvæmdum í nýrri ályktun þingflokks Framsóknarflokksins segir meðal annars að seðlabank- inn verði að nýta heimildir alþingis til töku erlends láns sem allra fyrst til að efla gjaldeyrisforða seðlabankans, styðja við fjármálakerfi landsmanna og auka trúverðugleika íslensks efnahagslífs. í ályktuninni segir að hefja verði lækkunarferli stýrivaxta seðlabankans hið fyrsta. Þingflokkurinn vill einnig styrkja stoðir íbúðalánamarkaðarins. Þá vill þingflokkurinn að stórframkvæmdum á vegum ríkis og sveitarfélaga verði hraðað þannig að hægt verði að ráðast í þær með skömmum fyrirvara. Horfa þurfi sérstaklega til arðbærra framkvæmda sem hafa margföldunaráhrif á allt hagkerfið. Þá ítrekar þingflokkur- inn að ríkisstjórnin þurfi að taka frumkvæði að nýrri þjóðarsátt með aðgerðum sem dragi úr verstu áhrifum efnahags- kreppunnar. mikilvægar forsendur þess séu að ríkisstjórnin virki boðaðan samráðsvettvang stjórnarsáttmálans til samræmdra aðgerða stjórnvalda og atvinnulífs.“ DV Helgarblað Föstudagur 25. júlí 2008 17 björgvin g. sigurðsson, viðskiptaráðherra: Peningamálin verði endurskoðuð „Það blasti lengi við að við myndum lenda í ákveðnu aðlögunar- skeiði eftir lánadrifna ofsaþenslu nokkurra ára, þar sem gengi krónunnar var mikið sterkara en menn töldu raunveruleika vera fyrir. síðan hefur margt gerst. við sitjum uppi með erfið heims- markaðsverð, lausafjárkreppu sem ríkir á alþjóðamörkuðum og snarpa gengislækkun krónunnar. seðlabankinn er eitt þeirra verkfæra sem við höfum yfir að ráða. við verðum að treysta honum og því lögbundna hlutverki sem hann hefur þar til alþingi breytir þeim lögum. Enginn að draga fæturna aðgerðir á fjármála- og húsnæðismörkuðum eru svo dæmi um mjög mikilvægar aðgerðir af hálfu ríkisstjórnarinnar. Þær voru kynntar snemma sumars og skipta miklu máli. Þar er ég að tala um breytingar á íbúðalánasjóði og niðurfellingu stimpilgjalda að hluta. Þær höfðu jákvæð áhrif og bættu stöðu húsnæðismarkað- arins. eins styrkti útgáfa ríkisskuldabréfa gengi krónunnar. Það eina sem ríkisstjórnin á eftir að klára er lántakan á gengisforðalán- inu. allir vita að það verður tekið um leið og seðlabankinn stendur frammi fyrir tilboði um ásættanlegt lán. í grunninn skipta mestu máli aðgerðir sem styrkja gengið og verða til þess að við náum einhverju raungengi, í grennd við 130 til 140 stig. styrking krónunnar dregur úr verðbólgunni og eftir því sem krónan verður sterkari því hraðar gengur verðbólguskot- ið til baka. Það er verið að gera allt sem hægt er að gera. við búum við peningamálastefnu með fljótandi gjaldmiðli og verðbólgumarkmiðum. Tveir kostir raunhæfir Þegar við höfum náð okkur út úr þessu blasir við okkur þetta langstærsta pólitíska verkefni margra ára; endurskoðun á peningamálastefnunni. Menn hafa verið að tala um að ekki skuli ræða um framtíðarlausnir meðan verið er að glíma við skamm- tímavanda. Það er bara vitleysa. partur af skammtímavandanum felst í lengri tíma lausnum. stefnufesta og vissa um framtíðarfyrir- komulag bætir stöðuna á alþjóðlegum mörkuðum. við erum hins vegar dæmd til að rétta okkur af við núverandi fyrirkomulag. við höfum tvo kosti að mínu mati; núverandi fyrirkomulag eða aðildarumsókn að evrópusambandinu og evrunni og mynt- bandalaginu í kjölfarið. aðrir hafa talað fyrir upptöku evru í gegnum ees-samninginn. Það er sjálfsagt að taka þá umræðu. Tilrauninni lokið Það er auðvelt að segja að ekki sé verið að gera nóg. enginn stjórnarandstöðuflokkur hefur bent á aðgerðir sem ekki er verið að gera eða stendur til að gera. stjórnvöld leituðu strax í upphafi eftir samstarfi við verkalýðshreyfingar og samtök atvinnulífsins. við náum jafnvæginu fyrr en síðar en það verður að sjálfsögðu sársauka- fullt. nú eru sex eða sjö ár síðan ákveðið var að krónan yrði fljótandi. Það var samþykkt með miklum húrrahrópum allra flokka á alþingi. aðalhagfræðingur seðlabank- ans lýsti þessu sem tilraun með gjaldmiðil. nú er henni lokið að mínu viti og tímabært að líta yfir farinn veg og taka ákvörðun um framhaldið.“ jón Magnússon, ÞingMaður Frjálslynda Flokksins: krónan eins og korktaPPi „Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar að við þyrftum að vera með einhvers konar mynttengingu, hvort sem það er danska krónan, dollarinn eða evran. Það er galið að blása einhvern möguleikann af án þess að skoða hann. Með mynttengingu væri hægt að tryggja að gjaldmiðillinn sé ekki á stöðugu flökti. ef við höfum kost á því að tengjast stóru myntkerfi eigum við að gera það. Það myndi miklu máli skipta hvað öryggi í viðskiptum snertir. Ég tel brýnast nú þegar að stýrivextir seðlabankans yrðu lækkaðir. Það er að mínu viti mál númer eitt hjá ríkisstjórninni en einnig þarf að koma í veg fyrir að hjól atvinnulífsins hætti að snúast. Horfa til Norðurlanda stjórn seðlabankans taldi lengi vel að það væri ekki samdráttur í aðsigi. við bentum á, sem augljóst var, að það yrði samdráttur í byggingariðnaði og á fjármálamarkaði. Það hefur komið á daginn og mun, ef fer sem horfir, leiða til aukins atvinnuleysis með haustinu. í fyrsta lagi þarf að skapa lánamarkað með svipuðum hætti og í nágrannalöndum okkar. síðan er meira langtímamál með hvaða hætti við komum gjaldmiðlinum út úr því að vera spákaupmannagjaldmiðill á ólgusjó eins og korktappi. Það hefur verið reyndin frá því um aldamót. Galið að slá evruna af borðinu ríkisvaldið á að draga úr umsvifum sínum og lækka skatta. sérstaklega á vörum eins og bensíni og olíu. Því miður er stóri vandinn í efnahagsmálum sá að við skulum búa við ríkisstjórn sem er í sumarfríi þegar það eru vandamál í efnahagsmálum. stjórnin hefði átt að vinna að lausnum og fara svo í sumarfrí. ekki öfugt. Það talar hver í sína áttina og það var skynsamleg hugmynd vg að kalla þingið saman. Ég hef talað fyrir því að það sé nauðsynlegt að losna við verðtryggingu lána. Það gengur ekki nema hægt sé að treysta gjaldmiðlinum. verðtrygging er afleiðing af vondum gjaldmiðli. hvað nýjan efnahags- ráðunaut ríkisstjórnarinn- ar varðar tel ég eðlilegt að hann hjálpi til við að leysa þau vandamál sem hann hefur hjálpað til við að skapa.“ Ertu að flytja, láttu fagmenn sjá um verkið fyrir þig Örugg og trygg þjónusta Að eiga og elska heimsins versta hund -Mjög fyndin ástarjátning ... Í bókinni Marley og ég er viðfangsefninu lýst af hlýju ... gamansemi og ástúð. New York Times -Fyndin og hjartnæm saga um fimmtíu kílóa Labrador sem var jafn tryggur og elskulegur og hann var óþekkur. People -Hugsanlega hugljúfasta bók ársins. Sannarlega hundavinabók ársins. USA Today MARLEY OG ÉG er bók sem allir hundaáhugamenn verða að lesa - og hinir líka. Nánari upplýsingar í síma 698 2312 - Jón Aðalsteinn TIL SÖLU !!! Honda Shadow 1100cc Sabre árg.2000, ekin 6þús mílur Honda Valkyrie Interstate 1520cc árg.1999, ekin 25þús km Honda Valkyrie Rune árg.2004, ekin 1þús km ÞAKSPRAUTUN ehf Þarf að vinna í þakinu í sumar en hefur ekki tíma? Því ekki að láta það í hendur fagmanns? Sérhæfi mig í sprautun á öllu bárujárni sem gefur einstaka áferð, ásamt allri annari alhliða málningarvinnu. Uppl. í síma 8975787 Fulltrúar allra þingflokka Misjafnar eru hugmyndir stjórnmálamannanna. Guðmundur Ólafsson hagfræðingur Gefur lítið fyrir leiðir viðmælenda DV til lausnar á efnahagsvandanum. Guðni Ágústsson Vill lestina á fulla ferð aftur til fortíðar, að sögn Guðmundar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.