Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.2008, Side 22
ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚLÍ 200822
LífLegt í borginni
Þriggja daga tónlistarveisla
verður haldin á Organ um verslun-
armannahelgina. Á föstudeginum
verður rokkið í algleymingi. Þeir
sem koma fram eru Mínus, Skátar
og Dikta. Hljómsveitin Dikta hefur
verið í dágóðri pásu síðan um jólin
en dustaði af sér rykið með tónleik-
um á Organ fyrr í júlí við gríðarlegar
undirtektir.
Á laugardeginum verður hress-
ari tónlist og elektró. Fram koma
Jeff Who?, Bjartmar, Evil Madness
og BB&Blake. Hljómsveitin Jeff
Who? er í hljóðveri þessa dagana
og því má ætla að ný lög verði spil-
uð. BB&Blake spilar raftónlist en
sveitina skipa þau Magnús Jónsson,
áður meðlimur Gus Gus, og Vera
Sölvadóttir. Laugardagskvöldið ætti
því að ná til dansþyrstra unnenda.
Á sunnudeginum verður allt í
lágstemmdara lagi. Þá koma fram
Elín Ey, My Summer as a Salvation
Soldier og Diversion Sessions.
Ekki verða seldir sérstakir pass-
ar á hátíðina heldur mun fólk hafa
val um hvaða kvöld það borgar sig
inn á. Miðaverði er svo stillt í hóf,
en 1000 krónur kostar inn á hvert
kvöld fyrir sig. Ekki er enn komið
tímaplan á hljómsveitirnar en það
má eiga von á því fyrir helgi.
Föstudagur
Mínus
Skátar
Dikta
Laugardagur
Jeff Who?
Bjartmar
Evil Madness
BB&Blake
Sunnudagur
Elín Ey
My Summer as a Salvation Soldier
Diversion Sessions
tónlistarhátíð á organ
Rokk í algleymingi Á föstudeg-
inum verður rokkið tekið fyrir og
mun hljómsveitin Mínus spila
ásamt Skátum og Diktu.
Í hljóðveri Hljómsveitin Jeff Who? er þessa dagana í hljóðveri og því má ætla að ný lög verði spiluð á Organ um helgina.
Dash Berlin á nasa
Hollenska raftónlistargrúppan Dash Berlin spilar á Nasa á sunnudag. Sveitin, sem er
nánar tiltekið frá Haag í Hollandi, hefur átt vinsælt lag í sumar hér heima sem kallast
Till the sky falls down. Það er techno.is sem býður upp á Dash Berlin en lag frá
sveitinni var í 3. sæti á árslista vefsíðunnar í fyrra.
Dash Berlin kom sér á kortið með vinsælu myndbandi á vefnum youtube.com og fékk
í kjölfarið plötusamning hjá fyrirtæki risaplötusnúðsins Armin Van Buuren.
Sindri BM og Exos sjá um upphitun en aldurstakmark er 20 ár. Forsala miða fer fram í
Skór.is í Kringlunni og Smáralind.
Orgel-helgi í hallgrímskirkju
Norski organistinn Jon Laukvik, prófessor í orgelleik bæði í
Stuttgart og Osló, leikur verk eftir Pameau, Rinck og Vierne.
Tónleikarnir hefjast á hádegi og kostar 1000 krónur inn. Jon
Laukvik hefur farið í tónleikaferðir um Evrópu, Japan, Kóreu,
Ísrael og Bandaríkin. Hann hefur hljóðritað fyrir flestar útvarps-
og sjónvarpsstöðvar í Þýskalandi og gefið út fjölda geisladiska.
Laukvik er aftur á ferð á sunnudeginum en þá hefjast tónleikarn-
ir klukkan 20 og er aðgangseyrir 1500 krónur. Þá spilar hann verk
eftir Rameau, Schumann, Vierne og eftir norsku tónskáldin
Christian, Heinrich og Rinck sem og eftir sjálfan sig.
nýDönsk Og stuð-
menn með tónleika
Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn fer ekki
varhluta af því að verslunarmannahelgin
er um næstu helgi. Nýdönsk og
Stuðmenn munu spila á sunnudags-
kvöldið á tónleikum sem eru farnir að
skipa fastan sess í dagskrá garðsins.
Tónleikarnir hefjast klukkan 19.30 þegar
Nýdönsk stígur á svið. Stuðmenn taka
svo við og er áætlað að tónleikunum ljúki
klukkan 22. Freyr Eyjólfsson útvarpsmað-
ur er kynnir. Á laugardeginum og
mánudeginum er barnadagskrá þar sem
Brúðubíllinn fer fremstur í flokki.
kósíheit í nauthólsvík
Engin skipulögð dagskrá er fyrirhuguð á
Ylströndinni í Nauthólsvík eins og staðan er
núna. Þó er ekki útilokað að einhver skemmti-
legheit verði sett á laggirnar að sögn vaktstjóra
í Nauthólsvík sem DV ræddi við í gær. Að öðru
leyti verða kósíheit og góð tónlist í fyrirrúmi.
Grillið verður opið fyrir alla venju samkvæmt og
hægt að fá lánuð leikföng, kubb-spilið og alls
kyns gleðigjafa, gjaldfrjálst. Opið er frá tíu á
morgnana til átta á kvöldin alla dagana „ ...og
skiptir engu máli hvort það er sól eða rigning,
það er alltaf dásamlegt í Nauthólsvík“ eins og
vakstjórinn orðaði það.
switch á tunglinu
Klúbbafyrirtækin Flex Music og
Barcode leiða saman hesta sína á
Tunglinu á laugardag. Þar kemur fram
plötusnúðurinn Trevor Loveys en
hann er annar helmingur plötusnúða-
dúettsins Switch. Loveys er plötu-
snúður hjá breska danstónlistarrisan-
um Ministry of Sound og hefur eins
og margir í þessum bransa unnið sér
til frægðar að endurhljóðblanda lög.
Hann hefur meðal annars endurhljóð-
blandað lög eftir Robbie Williams,
Basement Jaxx og Faithless sem hafa
náð vinsældum.
Ásamt Switch koma fram plötusnúðar
Flex og Barcode en miðaverð á
viðburðinn er 2000 krónur.
Það er nóg um að vera í Reykjavík um verslunarmanna-
helgina fyrir þá sem þar ætla að vera. Má nefna Innipúk-
ann á Nasa, Jack Live á Dillon og tónlistarhátíð á Organ.
Skemmtistaðir miðborgarinnar eru einnig opnir og marg-
ir þeirra eru með sérstaka hátíðardagskrá auk þess sem
tónleikar eru í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum.