Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.2008, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.2008, Blaðsíða 13
ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚLÍ 2008 13Fréttir Mannaskítur á kornakra að sumar vörur þeirra innihaldi leðj- una. Talsmaður Tesco sagði það óhugs- andi að fyrirtækið myndi nokkurn tímann „leyfa einhverju í líkingu við skólp að komast nálægt vörum sín- um“. Asda sagði að fyrirtækið hefði tekið ákvörðun um að selja ekki vör- ur sem innihéldu matvæli sem rækt- uð hefðu verið með aðstoð úrgangs frá mönnum af ótta við matareitr- anir. Marks og Spencer sögðust ein- faldlega „ekki hafa áhuga“ á því að selja slíkar vörur. Nokkrir alþjóðleg- ir matvælaframleiðendur hafa bann- að leðjuna, þar á meðal Del Monte, Campbell Soup og einhverjir fram- leiðendur barnamatar. Vont fyrir nýrun og dýrin Stuðningsmenn áburðarins segja að allt sé gert til þess að koma í veg fyrir heilsufarsvandmál af völdum hans og taka fram að 99 prósent bakteríanna séu drepin í vinnsluferl- inu. Rannsóknir hafa sýnt að korn, kartöflur og grænmeti á borð við kál og spínat drekka í sig cadmium, sem er eitt af þeim þungu málmum sem geta fundist í holræsakerfum borga, en cadmium getur valdið nýrnasjúk- dómum. Einnig hafa komið fram áhyggjur þess efnis að úrgangurinn hafi slæm áhrif á dýr. Bresk rannsókn sýndi að kindur sem nærast á korni sem hefur verið ræktað með leðju- áburði eignist minni og hormóna- breytt afkvæmi. Getur ekki nefnt einstakar vörur Aðpurðurhvaða vörur eru rækt- aðar með leðjuáburði eða innihalda önnur efni sem hafa verið ræktuð þannig, segir talsmaður Sainsbury’s- verslanakeðjunnar að það séu eng- ar sérstakar vörur sem hægt sé að nefna. „Samt sem áður er stefna okk- ar sú að ef áburðurinn er notaður sé það gert eins og reglur segja til um.“ Talsmaður Waitrose sagði fyrirtæk- ið fara eftir reglum sem kæmu frá heilbrigðisráðuneytinu en fyrirtæk- ið leyfir framleiðendum sínum ekki að nota leðju í framleiðslu á ávöxtum og grænmeti. Talsmaður Tesco sagði fyrirtækið ekki nota neinar vörur sem framleiddar hefðu verið á ökrum þar sem leðjan er notuð. Grænir akrar Á meira en þrjú þúsund ökrum í Bretlandi er notast við „leðjuna“ til þess að rækta korn og aðrar matjurtir. Sainsbury’s Verslanakeðjan hefur viðurkennt að selja vörur sem innihalda matvæli sem ræktuð hafa verið með hjálp úrgangs frá mönnum. Fréttir þess efnis að mannaskítur og hland sé notað í sífellt meiri mæli af bændum á akra sína koma illa við breska neytendur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.