Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.2008, Blaðsíða 16
ÞRIÐJUDAGUR 29.JÚLÍ 200816 Sport
Sport Strákarnir töpuðu Íslenska landsliðið í knattspyrnu skipað leik-mönnum 17 ára og yngri tapaði fyrsta leik sínum á Norðurlandamót-inu gegn Noregi, 1-4, í gær. Íslendingar voru manni færi í 89 mínútur. Ísland lenti undir strax á fyrstu mínútu þegar Norðmenn skoruðu úr vítaspyrnu en í aðdraganda marksins fékk Sigurður Egill Lár-usson rautt spjald.Strákunum tókst að jafna metin á 25. mínútu með marki Ólafs Karls Finsen úr vítaspyrnu en fengu 2-1 mark strax í andlitið mínútu síðar. Norðmenn skoruðu svo tvö mörk til viðbótar í seinni hálfleik og lokatölur urðu 4-1.
ÚRSLIT
QuareSma til inter í vikunni
Yfirmaður íþróttamála hjá Inter Mil-
an, Marco Branca, segir að Ricardo
Quaresma, vængmaður Porto, muni
ganga til liðs við Inter í lok vikunnar.
Jose Mourinho, þjálfari liðsins, ku
vera mjög hrifinn af kantmannin-
um knáa sem heillaði mjög á Evr-
ópumótinu í Portúgal. Inter Milan
hefur eytt megninu af sumrinu í að
reyna að fá kappann til liðs við sig
en hingað til hefur Porto neitað
öllum tilboðum sem borist hafa í
Quaresma. „Hann er enn leikmaður
Porto en í sannleika sagt held ég að
hann verði leikmaður okkar innan
skamms,“ segir Quaresma.
keane gengur til liðS
við liverpool
Robbie Keane mun fá 80 þúsund
punda vikulaun þegar hann gengur
til liðs við Liverpool, en þegar þetta
er skrifað virðist sem einungis sé
formsatriði að ganga frá félagaskipt-
unum. Kaupverðið er 20 milljón-
ir punda en Tottenham ákvað að
selja fyrirliða írska landsliðsins fyrir
helgi eftir að óvænt tilboð barst í
kappann. Svo gæti farið að Keane
leiki sinn fyrsta leik gegn Villarreal
á miðvikudag. Keane verður sjötti
leikmaðurinn
sem Rafa Ben-
ites semur við
en hann hefur
þegar keypt
Diego Cavali-
eri, Andrea
Dossena, Phillip
Degan, Emmanu-
el Mendy og
David Ngog.
Keane skoraði
80 mörk í 197
leikjum fyrir
Tottenham.
MOLAR
landsbankadeild kk
HK - Fram 0–2
0-1 Ívar Björnsson (11.), 0-2 Paul McShane
(90.+1)
Fylkir - Keflavík 3–3
0-1 Guðmundur Steinarsson (1.), 1-1 Ian Jeffs
(35.),1-2 Guðmundur Steinarsson (42.),1-3
Hörður Sveinsson (48.), 2-3 Kjartan Ágúst
Breiðdal (73.), 3-3 Kjartan Ágúst Breiðdal (86.)
Þróttur R. - Breiðablik 2–2
1-0 Jesper Sneholm (4.),1-1 Arnór Sveinn Aðal-
steinsson (17.), 2-1 Andrés Vilhjálmsson (29.)
2-2 Arnar Grétarsson (45.+2).
Staðan
lið l u J t m St
1. FH 13 9 1 3 31:14 28
2. Keflavík 13 8 3 2 29:19 27
3. Valur 13 7 2 4 24:18 23
4. Breiðablik 13 6 4 3 27:19 22
5. Fjölnir 12 7 0 5 22:14 21
6. KR 12 6 0 6 20:15 18
7. Fram 12 6 0 6 13:11 18
8. Þróttur R. 13 4 5 4 21:25 17
9. Grindavík 12 5 2 6 20:25 17
10. Fylkir 13 4 1 8 15:25 13
11. ÍA 13 1 4 8 11:28 7
12. HK 12 1 2 9 12:32 5
landsbankadeild kvk
Stjarnan - Afturelding 2–4
0-1 Mist Edvardsdóttir (21.), 0-2 Elín Svavarsdóttir
(26, víti.), 0-3 Agnes Þóra Árnadóttir (56.), 0-4
Agnes Þóra Árnadóttir (59.), 1-4 Karin Sendel
(85.), 2-4 Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir (88.)
Staðan
lið l u J t m St
1. Valur 11 11 0 0 45:8 33
2. KR 12 10 0 2 35:10 30
3. Breiðablik 12 7 1 4 29:18 22
4. Stjarnan 12 6 2 4 24:17 20
5. UMFA 12 5 2 5 10:13 17
6. Þór/KA 11 4 1 6 19:20 13
7. Fylkir 11 3 1 7 11:25 10
8. Keflavík 11 2 2 7 10:31 8
9. HK/Víki 11 1 3 7 11:28 6
10. Fjölnir 11 1 2 8 9:33 5
„Það má segja að þetta hafi verið
sanngjörn úrslit,“ sagði Arnar Grét-
arsson, fyrirliði Breiðabliks, við DV
eftir 2-2 jafntefli sinna manna gegn
Þrótti í gærkvöldi. Leikurinn var
fjörugur til að byrja með og út fyrri
hálfleikinn þar sem öll fjögur mörk-
in voru skoruð. Arnór Sveinn Aðal-
steinsson skoraði sitt fyrsta mark fyr-
ir Breiðablik í gærkvöldi en rotaðist
um leið.
rotaðist við sitt fyrsta mark
Þróttarar voru sterkir fyrir og gáfu
Blikum sem hafa verið á miklu skriði
undanfarið ekkert eftir. Það voru þó
gestirnir úr Kópavoginum sem spil-
uðu betur og ein lagleg sókn varð til
þess að þeir jöfnuðu metin. Arnór
Sveinn Aðalsteinsson fékk þá bolt-
ann að því virtist kolrangstæður inn
fyrir vörn Þróttar. Honum var nokk
sama um hvað áhorfendum fannst
og renndi boltanum laglega und-
ir Bjarka Frey í marki Þróttara, hans
fyrsta mark í efstu deild. Arnór lenti
harkalega á Bjarka og steinrotaðist
við atvikið og var sendur með sjúkra-
bíl á spítala. „Staðan er 1-0,“ sagði
Arnór vankaður en var tjáð að hann
væri búinn að jafna metin.
rólegra í seinni hálfleik
Helst skapaðist hætta hjá Þróttur-
um eftir föst leikatriði og þá sérstak-
lega eitraðar hornspyrnur Sigmund-
ar Kristjánssonar. Ein slík skilaði
marki á 29. mínútu þegar Andrés Vil-
hjálmsson fékk að taka boltann nið-
ur einn og óvaldaður og hamra hann
í netið. Tíminn sem fór í að koma
Arnóri út af vellinum var svo Þróttur-
um dýr þegar Arnar Grétarsson skor-
aði úr vítaspyrnu í uppbótartíma í
fyrri hálfleik eftir að Bjarki hafði fellt
Nenad Zivanovic í teignum.
Seinni hálfleikur var ekki eins
fjörugur og vörðust Þróttarar mikið.
Þeir leyfðu Blikum að halda boltan-
um en þeir gerðu nú ekki mikið við
hann. Þróttur var nálægt því að stela
sigrinum undir lokin þegar Rafn
Andri Haraldsson komst í gegnum
vörn Blika en Casper Jacobsen varði
vel og jafntefli því staðreynd.
Framherjarnir gerðu
ekki rassgat
„Mér fannst mörkin sem Blikarn-
ir skoruðu billeg því við spiluðum
ágætis vörn. Við spiluðum okkar takt-
ík, settum pressu á mann með bolt-
ann og klipptum á framherja þeirra
eins og sást því þeir gerðu ekki rass-
gat í leiknum,“ sagði Gunnar Oddsson
þjálfari Þróttar við DV eftir leikinn í
gær. Honum finnst sínir menn á góðu
róli í deildinni. „Við erum búnir að
spila ágætlega yfir allt mótið. Nú fer
hins vegar að reyna á breiddina þegar
bönnin fara að detta inn og ég tel okk-
ur hafa hana,“ sagði Gunnar sem var
tiltölulega sáttur við jafnteflið.
Arnar Grétarsson fyrirliði Breiða-
bliks tók í sama streng um úrslit-
in. „Við vorum meira með boltann
í leiknum og þetta hefði mátt detta
fyrir okkur í lokin. Það er samt ekk-
ert auðvelt að sækja stig gegn Þrótti
og sérstaklega ekki í þessum aðstæð-
um,“ sagði Arnar en mikil rigning var
og völlurinn rennandi blautur. „Þetta
er ekkert billiard-borð,“ sagði Arnar
glettinn um Valbjarnarvöllinn að lok-
um.
BLAUTT
JAFNTEFLI
Breiðablik sem hafði unnið fimm leiki í röð í deild og bikar gerði 2-
2 jafntefli við Þrótt á Valbjarnarvelli í gærkvöldi. Mikil rigning var
og völlurinn erfiður en liðin buðu upp á ágætis fótbolta þó fyrri
hálfleikur hafi verið mun skárri en sá seinni. arnór Sveinn aðal-
steinsson skoraði sitt fyrsta mark í efstu deild og rotaðist um leið.
tÓmaS ÞÓr ÞÓrðarSon
blaðamaður skrifar: tomas@dv.is
Blaut barátta Arnar Grétarsson
og Andrés Vilhjálmsson takast á
á rennblautu grasinu.
rotaður Arnór Sveinn Aðalsteinsson
skoraði mark og rotaðist við það.
DV-MYND HEIÐA HELGADÓTTIR
Framarar gerðu góða ferð í Kópa-
voginn þegar þeir lögðu HK 2-0 í bar-
áttuleik. Framarar voru betri í upp-
hafi leiks og Ívar Björnsson skoraði
gott mark eftir fínan undirbúning
Skotans Pauls McShane sem átti fín-
an leik.
Eftir markið þjörmuðu HK-menn
að marki Framara. Frömurum gekk
illa að halda knettinum innan liðsins
en á sama tíma áttu HK-menn mörg
skot að marki Fram. Engin þeirra
ógnuðu þó Hannesi Halldórssyni
markverði Fram nægilega mikið.
Inni á milli fengu Framarar fínar
skyndisóknir og hefðu auðveldlega
getað verið búnir að skora annað
mark þegar liðin gengu til búnings-
klefanna í hálfleik.
Eftir skemmtilegan fyrri hálfleik
dofnaði heldur yfir leiknum í síðari
hálfleik. Almarr Orrason og Viðar
Guðjónsson spiluðu sinn fyrsta leik
fyrir Fram eftir að hafa komið frá KA
og Fylki fyrir skömmu.
Undir lokin reyndu HK-menn allt
sem þeir gátu til þess að jafna met-
in en það tókst ekki. Í staðinn bætti
Paul McShane við öðru marki á loka-
mínútunni.
Með sigrinum segja Framarar
skilið við fallbaráttu en HK-menn
sitja sem fastast á botninum.
Ívar Björnsson var gríðarsáttur í
leikslok en hann skoraði fyrra mark
Fram. „Við erum gríðarlega sáttir við
að ná að landa sigri hérna. Við viss-
um að HK-menn yrðu ákveðnir en
mér fannst við eiga sigurinn skilið,“
sagði Ívar glaður í bragði.
benni@dv.is
Framarar unnu góðan 2-0 útisigur á HK og eru í 6. sæti Landsbankadeildarinnar:
Framarar á réttri braut
á réttri leið Þorvaldur Örlygsson er
kominn aftur á rétta braut með Fram.