Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.2008, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.2008, Síða 2
þriðjudagur 9. september 20082 Fréttir ÞORGERÐUR SNIÐGENGUR FATLAÐA „Menntamálaráðherra er auðvitað íþróttamálaráðherra allra og eðli- legt að hún sýni fötluðum íþrótta- mönnum sömu virðingu og ófötluð- um,“ segir Haukur Gunnarsson sem vann gullið í 100 metra hlaupi á Ól- ympíumóti fatlaðra í Seúl árið1998. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra fer ekki á Ól- ympíumót fatlaðra sem stendur nú yfir í Peking. Jóhanna Sigurðardótt- ir félagsmálaráðherra er hins vegar heiðursgestur á leikunum. Virðingarvert að mæta Þegar blaðamaður hafði sam- band við menntamálaráðuneyt- ið og spurðist fyrir um hvort Þorgerður Katrín hygðist fara á Ólympíumót fatlaðra fengust þær upplýsingar að sú hefð hefði skapast að mennta- málaráðherra fer fyrir hönd þjóðarinnar á Ólympíuleik- ana en félagsmálaráðherra sækir heim Ólympíumót fatlaðra sem haldið er skömmu síðar. Haukur segist afar þakklátur Jó- hönnu fyrir að sýna fötluðu íþrótta- fólki stuðning. „Hún sýnir þá virð- ingu að mæta á svæðið og við metum það. En það truflar íþrótta- fólkið ekkert að menntamálaráð- herra er ekki með. Það er bara hennar höfuðverkur.“ Hann bendir á að málefni fatlaðra heyri undir fé- lagsmálaráðuneytið. Erla Hlynsdóttir blaðamaður skrifar: erla@dv.is Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir fer ekki á Ólympíumót fatlaðra sem stendur nú yfir í Peking. Jóhanna sigurðardóttir er hins vegar heiðursgestur þar. Gullmedalíuhafi á Ólympíu- móti fatlaðra segir íþróttamálaráðherra eigi að sýna fötluðum og ófötluðum sömu virðingu. Minni virðing Haukur gunnarsson ólympíumethafi segir fatlaða íþróttamenn oft þurfa að leggja enn meira á sig en ófatlaðir. afrek þeirra fá hins vegar minni athygli. Mynd HEiða HElGadóttir Gullmedalíuhafarnir koma heim jóhanna sigurðardóttir var einnig félagsmálaráðherra árið 1988. Hún var á meðal þeirra sem tóku á móti íþróttamönnun- um eftir frægðarförina til seúl. Á myndinni með henni og Hauki er Lilja m. snorradóttir sundkona sem fékk eitt gull og tvö brons á leikunum eins og Haukur. „Það truflar íþróttafólkið ekkert að menntamálaráðherra er ekki með. Það er bara hennar höfuðverkur.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.