Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.2008, Qupperneq 3
Fulltrúar Íslands á
ÓlympÍumÓti Fatlaðra Í peking
Baldur Ævar Baldursson, langstökk
Eyþór Þrastarson, sund
Jón Oddur Halldórsson, frjálsar íþróttir/spretthlaup
Sonja Sigurðardóttir, sund
Þorsteinn Magnús Sölvason, lyftingar
ÞriðJudagur 9. SEptEMBEr 2008 3Fréttir
ÞORGERÐUR SNIÐGENGUR FATLAÐA
meiri vinna fyrir fatlaða
Athygli vakti að Þorgerður Katr-
ín fór ekki aðeins einu sinni á nýaf-
staðna ólympíuleika heldur tvisv-
ar og gaf hún þá skýringu að ekki
væri annað en eðlilegt að ráðherra
íþróttamála væri viðstaddur jafn-
stóran viðburð íslenskra íþrótta-
manna. Þegar kemur að fötluðum
íþróttamönnum er Þorgerður hins
vegar fjarri góðu gamni. Eins og sést
glögglega á árangri Hauks eru þess
dæmi að Íslendingar nái á verð-
launapall á þeim leikum. Minna er
hins vegar gert úr árangri þeirra fötl-
uðu. „Við þurfum oft að leggja okk-
ur miklu meira fram en þeir sem eru
ófatlaðir,“ segir Haukur.
kvarta ekkert
Ólafur Magnússon, fram-
kvæmdastjóri fjárhags- og afreks-
sviðs Íþróttasambands fatlaðra, sér
ekkert athugavert við að Þorgerður
Katrín mæti ekki á mótið. „Við lítum
ekki á þetta sem neitt gagnrýnivert.
Svona er þetta bara.“ Hann segir að
vissulega væri gaman ef hún kæmi.
„Við erum hins vegar mjög ánægð
með að einhver af ráðherrum ríkis-
stjórnarinnar vilji vera með okkur.
Við erum alsæl með að félagsmála-
ráðherrann mætir,“ segir Ólafur.
Hann bendir á að mennta-
málaráðuneytið hafi alltaf
verið einn stærsti stuðnings-
aðili Íþróttasambands fatl-
aðra. „Við erum ekkert
að kvarta.“ Ólafur seg-
ir sambandið aldrei
hafa gagnrýnt fjarveru
menntamálaráð-
herra á mótinu og
ekki hafi kom-
ið upp sú hug-
mynd að óska
nærveru
hans.
góður árangur Íslenskir keppendur á Ólympíu-
móti fatlaðra hafa náð mjög góðum árangri. Á
leikunum í Sydney árið 2000 fékk Kristín rós
Hákonardóttir gullverðlaun fyrir sund.
mynd steFán karlsson
situr heima Þorgerður Katrín gunnarsdóttir
ætlar ekki á Ólympíumót fatlaðra en fimm
íþróttamenn keppa þar fyrir Íslands hönd.
mynd sigtryggur ari