Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.2008, Page 13
þriðjudagur 9. september 2008 13Fréttir
Bjúgnakrækir komst ekki langt
Lögreglan í Kaliforníu hefur hand-
tekið mann fyrir að brjótast inn á
heimili tveggja starfsmanna bónda-
býlis og hafa þaðan á brott eitthvað
af peningum. Aðfarir innbrots-
þjófsins verða þó að teljast heldur
óhefðbundnar. Mennirnir sem urðu
fyrir árás innbrotsþjófsins sögðu að
þeir hefðu vaknað við það að hinn
22 ára Antonio Vasqez var að nudda
kryddi á annan þeirra og lemja hinn
með 20 sentimetra löngu bjúga.
Vasquez fannst skömmu síðar í
felum úti á akri, aðeins íklæddur
bol, boxernærbuxum og sokkum.
Peningunum var skilað til eigenda
sinna, en bjúgað hafði verið étið af
hundi.
Írönum þykir olían of ódýr
Olíuráðherra Írans sagði á fundi
leiðtoga OPEC-ríkjanna í gær að
draga yrði úr framleiðslu á olíu þar
sem verð á olíutunnunni hefði hríð-
fallið og framleiðni væri meiri en
eftirspurn. Gholam Hossein Nozari
segir að markaðurinn sé nú mettur.
Verð á olíu hefur fallið um nærri 30
prósent frá því það náði hámarki
í júlí er tunnan kostaði tæpa 150
dollara. Íran er næststærsti olíu-
framleiðandi innan OPEC og hinir
12 aðilarnir að samtökunum hafa
sambærilegar áhyggjur. Ákveðið
verður í vikunni hvernig brugðist
verður við þróuninni þegar OPEC
fundar í höfuðstöðvum sínum í
Vínarborg.
Frakklandsforseti blandar sér í Georgíudeilu:
Hleypir nýju lÍfi Í kappHlaupið
Sarah Palin hefur verið á kosninga-
ferðalagi með John McCain um
helgina. Eftirvænting og spenna
hafa einkennt móttökur sem hún
fær frá almenningi og hún hef-
ur gjörsamlega skyggt á forseta-
frambjóðandann sjálfan. Allir eru
komnir til að berja hana augum
en ekki John McCain. Í fjölmiðlum
vestanhafs er talað um Söruh Palin
sem hina nýju „norðurstjörnu“ Rep-
úblikanaflokksins.
Skyggir á McCain
Skyndilegar vinsældir Söruh
Palin koma öllum í opna skjöldu og
þá ekki síst John McCain sjálfum.
Vinsældum hennar fylgir sá galli að
hann er sjálfur kominn í skuggann.
Á kosningafundi í Detroit í gær-
morgun fylltist fundarsalurinn á
skammri stundu og þegar fréttist af
fundinum í kirkju skammt frá fund-
arstaðnum var messunni frestað
í skyndi svo kirkjugestir gæru far-
ið og virt frambjóðendurna fyr-
ir sér. Salurinn tók 8.000 manns í
sæti, en margir urðu frá að hverfa.
Með sama áframhaldi verður þess
skammt að bíða að kosningafund-
ir þeirra verði 5 til 10 sinnum fjöl-
mennari.
Þegar aðeins 2 mánuðir eru til
forsetakosninga gæti „Fellibylurinn
Sarah“ hæglega feykt John McCain
í forsetastólinn. Sarah Palin hefur
kveikt nýjan eldmóð hjá kristnu mið-
stéttarfólki af evrópskum uppruna,
en það er einmitt sá kjósendahópur
sem getur skipt sköpum í kosning-
unum. Hún er talin höfða sérstak-
lega til alþýðufólks í fylkjum á borð
við Michigan, Ohio, Pennsylvaniu,
Colorado og Montana.
Kristna hægrið
Í forkosningunum árið 2000
tókst George W. Bush að fá „kristna
hægrið“ til að styðja sig gegn John
McCain og nú virðist sem Sarah Pal-
in sé að ná til þeirra hópa í þágu for-
setaframboðsins. Siðferðileg afstaða
hennar, til dæmis gegn frjálsum fóst-
ureyðingum, áhersla á kristna trú og
þjóðhollustu, höfðar til íbúa í sveit-
um, smærri borgum og bæjum út um
öll Bandaríkin. Stefna hennar í um-
hverfismálum og orkumálum á mik-
inn hljómgrunn meðal íbúa í fylkjum
þar sem eru miklar náttúruauðlindir
og möguleikar á aukinni orkuvinnslu.
Afstaða hennar til dýraveiða og til
byssueignar höfðar einnig til íbúa
í ákveðnum fylkjum sem skipt geta
sköpum í kosningunum 4. nóvember.
Útgeislun og alþýðleg
En það eru ekki aðeins stefnumál
Söruh Palin sem heilla almenning,
hún hefur útlitið með sér, hefur mikla
útgeislun og fallega framkomu. Þá er
hún „ein af fjöldanum“ með fimm
börn og vandamál í heimilislífi, sem
nánast allir geta samsamað sig við.
Sautján ára dóttir hennar er ólétt og
yngsta barnið hennar, sonur sem
fæddist í apríl á þessu ári, er með
Downs-heilkennið. Slík mál hafa að-
eins aukið á vinsældir hennar.
Óvæntar vinsældir Söru Palin
hafa komið demókrötum í mikinn
vanda. Þeir hafa ákveðið að virkja
Hillary Clinton til mótvægis og mun
hún meðal annars fara í fundaher-
ferð til Flórída á næstu dögum til
að tala máli Baracks Obama, en all-
ir vita að hún hefur nýlega háð harða
og óvægna baráttu við hann og hann
sniðgekk hana við val á varaforseta-
efni. Ekki er því víst að Hillary geti
breytt miklu fyrir Obama.
Vinsælli en McCain
Sarah Palin kann á hinn bóginn
að valda John McCain vandkvæðum
líka því hún er svo miklu vinsælli en
hann. Á fundinum í Detroit í fyrradag
komst hann ekkert áfram með sína
ræðu því mannfjöldinn heimtaði að
fá að heyra meira í varaforsetaefninu
þegar hann tók til máls! Sarah, Sarah,
Sarah, hrópaði fólkið þó að hann væri
að reyna að tala. Kosturinn er samt
sá að dollararnir streyma nú loksins í
kosningasjóð repúblikana. Meira en
200 milljónir dollara höfðu safnast í
lok flokksþingsins í síðustu viku og
meira en 40 milljónir manna horfðu
á kosningaræðu Johns McCain. Það
er jafnmikill fjöldi og horfði á Barack
Obama í vikunni áður og mun meira
en stuðningsmenn Johns McCain
höfðu búist við fyrirfram.
Undirbúningur er þegar hafinn
fyrir fyrstu sjónvarpsumræður kosn-
inganna, en það eru sjónvarpskapp-
ræður á milli Söruh Palin og Jo Bid-
en, varaforsetaefnis Baracks Obama.
Kappræðurnar fara fram í lok þessa
mánaðar. Einkum lýtur undirbún-
ingur Söruh Palin að því að kynna sér
utanríkismál. Haft er eftir John Bolt-
on, en hann var um skeið sendiherra
Bush-stjórnarinnar hjá Sameinuðu
þjóðunum, að hann hefði hitt Söruh
Palin fyrir skömmu til að ræða við
hana um utanríkismálin. Hann sagði
að hún hefði komið honum þannig
fyrir sjónir að hún yrði fljót að tileinka
sér þennan málaflokk. Hann sagði að
hún væri greinilega mjög klár og vel
að sér um varnarmál, þekkti til dæm-
is loftskeytavarnir Bandaríkjanna út í
ystu æsar.
Heillar kjósendur
Samkvæmt nýjum skoðanakönn-
unum hafa 58 prósent bandarískra
kjósenda myndað sér jákvæða skoð-
un á Söruh Palin og 60 prósent kjós-
enda voru ánægð með ræðu hennar
á flokksþingi Repúblikanaflokksins.
Nú er málum svo háttað að John
McCain og Sarah Palin eru kom-
in með forskot á Barack Obama og
Joe Biden samkvæmt nýrri skoð-
anakönnun Gallup og USA Today.
Í henni sögðust 50 prósent ætla að
kjósa McCain en 46 prósent lýstu
stuðningi við Obama. Talið er að
Sarah Palin eigi mikinn þátt í þessari
fylgisaukningu McCains.
Nicolas Sarkozy, forseti Frakk-
lands, sótti Moskvu heim í gær ásamt
leiðtogum Evrópusambandsins í
þeim erindagjörðum að sannfæra
Rússa um að standa við gefin loforð
um að draga herlið sitt frá Georgíu.
Rússneskt herlið heldur enn til í
Georgíu þrátt fyrir að nokkrar vik-
ur séu síðan samið var um vopnahlé
milli stríðandi fylkinga í landinu.
Sarkozy vill þar að auki tala fyr-
ir því að Dmitry Medvedev, forseti
Rússlands, dragi herlið sitt frá að-
skilnaðarhéruðunum tveimur, Suð-
ur-Ossetíu og Abkasíu, sem hann
viðurkenndi sem sjálfstæð ríki á dög-
unum.
Rússar halda því hins vegar fram
að hermennirnir sem staddir eru í
Georgíu og aðskilnaðarhéruðunum
séu friðargæsluliðar og hafi því leyfi
til að vera á svæðinu samkvæmt sam-
komulaginu.
Efasemdir eru hins vegar uppi um
hvers konar þrýsting Evrópusam-
bandið geti sett á Rússa til að ganga
að tillögum þess, í ljósi þess að sam-
bandið er afar háð olíu- og gasfram-
leiðslu Rússa. Evrópusambandið
kaupir 30 prósent af innfluttri olíu
sinni og 40 prósent af jarðgasi sínu
frá Rússum. Sarkozy hefur þar að
auki verið gagnrýndur fyrir linkind
gagnvart Rússum í málinu sem rekja
megi til þessara staðreynda.
Reynir að þrýsta á Rússa
Nicolas Sarkozy
Forseti Frakklands
reynir af veikum mætti
að þrýsta á rússa.
Staldrað við á matsölustað john
mcCain og sarah palin mættu á el pinto-
skyndibitastaðinn í albuquerque og fóru
í biðröðina við afgreiðsluborðið.
Ná til trúaðra Nunnurnar systir
samuelle og móðir assumpta
mættu á kosningafund johns
mcCain og söruh palin í michigan.
Sarah slær í gegn
þessir stuðningsmenn
nýja varaforsetaefnis-
ins vísuðu í fræga
setningu í kvikmynd-
inni jerry maguire.
Kraftmikil ræða
ríkisstjórinn í alaska
kom fyrst fyrir sjónir
margra bandaríkja-
manna þegar hún flutti
ræðu sína á flokksþingi
repúblikana þar sem
hún þáði útnefningu
sem varaforsetaefni
flokksins í kosningun-
um í nóvember.
Söruh fagnað Vinsældir söru
palin eru miklar og óvæntar. Hún
er talin ná til þeirra hópa sem
studdu george W. bush gegn john
mcCain fyrir fjórum árum.