Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.2008, Side 22

Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.2008, Side 22
þriðjudagur 9. september 200822 Fólkið Eins og DV greindi frá fyrr í sumar dvaldi hin heimsfræga sjónvarpskona Martha Stewart á Íslandi í júlí ásamt eiginmanni sínum og fylgdarliði. Vakti dvöl Mörthu talsverða athygli og umtal og voru ekki allir sáttir við það að sjónvarpskonan, sem meðal annars hefur dvalið í fangelsi fyrir hlutabréfasvindl, hafi fengið að gista frítt í forsetabústaðnum á Laufásvegi. Nú hefur hins vegar komið á daginn að talsverð landkynning á sér stað í kjölfar komu Mörthu en í október verð- ur hún með töluvert veglegt innslag um Ís- lands- dvöl sína í spjall- þætt- inum Martha. Það er óhætt að segja Hafsteinn Hafsteinsson, betur þekktur sem Haffi Haff, sé einn mesti vinnuþjark- ur í Reykjavík. En kappinn hefur nú tekið að sér sjöttu aukavinnuna. Hann mun koma til með að vera með tískuþætti inni á endurbætt- um vef tónlistartímaritsins Moni- tors. Dagsdaglega vinnur Haffi sem blaðamaður á Vikunni, auk þess að vera með vikulegan þátt á útvarps- stöðinni Flass. Einnig vinnur hann sem stílisti og förðunameistari hjá Mac. Í frítíma sínum er Haffi á fullu að taka upp sína fyrstu breiðskífu. Menn velta því fyrir sér hvort það séu fleiri klukkutímar í sólarhring Haffa en okkar hinna. Það er greini- legt að Haffi ætlar sér stóra hluti í líf- inu. Hann er sannkallaður dugnað- arforkur. sjötta vinnan ÁstFanGinn Á ÍsLanDi „Þetta er sameiginlegur vinur fjölskyldunn- ar og þess vegna var hann hjá okkur,“ segir Skúli Ágústsson, faðir Ástrósar, en hann var mjög hrif- inn af írska söngvaranum sem gisti á heimili fjöl- skyldunnar síðustu helgi. Samkvæmt heimildum DV hittust þau Dami- en og Ástrós í fyrsta skiptið á tónlistarhátíðinni Bræðslunni sem fór fram á Borgarfirði eystri í sumar en írski söngvarinn var aðalnúmerið á þeirri hátíð. Damien féll fyrir Ástrósu og vildi í kjölfarið heimsækja hana í Reykjanesbæ þar sem hún býr ásamt foreldrum sínum. Fyrir nokkrum dögum kom svo Damien Rice til Íslands og dvaldi hjá fjölskyldunni. Hann fór meðal annars á körfu- boltaleik hjá Ástrósu en hún leikur með meistara- flokki Keflavíkur og tók þátt í Ljósanæturmótinu um helgina. Ástrós er fædd 1991 og þykir mjög efnileg körfuknattleikskona. Kom með írskan mat „Hann kom með írskan mat og borð- aði svo íslenskan mat hjá okk- ur,“ segir Skúli og bætir við að Damien hafi verið laus við alla stjörnustæla. „Engir stælar og frábær per- sónuleiki. Hann hafði mjög gaman af Ljósanótt og ég held að hann hafi verið ánægður með þetta allt saman.“ Ekki náðist í Ástrósu, dóttur Skúla, en hún stundar nám við Fjölbrauta- skóla Suðurnesja. Eins og gefur að skilja eru samnemendur hennar yfir sig hrifnir af þessum fréttum og er varla talað um annað á göngum skólans. Fyrir þá sem ekki vita hver Damien Rice er, þá fæddist hann árið 1973 á Írlandi en lagið hans The Blower‘s Daughter var titillag kvikmynd- arinnar Closer með þeim Jude Law, Juliu Roberts, Clive Owen og Natalie Portman. Lag- ið sló í gegn úti um allan heim en síðan þá hefur hann komið oft fram í þáttum á borð við The Ton- ight Show með Jay Leno, Late Night with Conan O‘Brien og The Ellen DeGeneres Show. Þá hefur tónlist kappans verið notuð í þáttum á borð við The O.C., Crossing Jordan, One Tree Hill, House, E.R. og The Black Donnellys. Kemur aftur í heimsókn Damien Rice er gríðarlega vinsæll á Ís- landi en það hefur verið uppselt á nær alla tónleika kappans hér á landi. Að- dáendahópur hans er því mjög stór en plata Damiens „O“ seldist í bílförmum úti um allan heim. „Þetta er góður maður og virkilega rólegur og fínn náungi,“ segir Skúli sem býst við því að kappinn komi aftur í heim- sókn á næstunni: „Já, ég býst við því.“ Damien var töluvert á milli tann- anna á heimspressunni árið 2005 þegar hann sást ít- rekað með Hollywood- leikkonunni Reneé Zellweger sem lék eftir- minnilega í kvikmynd- inni The Bridget Jones Diary. Þrátt fyrir fjölda frétta af ástarsambandi þeirra neituðu þau því ávallt í viðtölum og sögðust „aðeins bestu vinir“. Ung körfuboltamær, Ástrós Skúladóttir, og fjölskylda hennar í Reykjanesbæ eiga heldur betur frægan vin. Sá heitir Damien Rice og er írskur en hann söng sig inn í hjörtu fólks úti um allan heim með laginu The Blower‘s Daughter. Damien dvaldi um tíma á heimili Ástrósar en þau skemmtu sér saman á Ljósanótt um helgina. „Þetta eru ekki bara tónlistarverðlaun heldur dægurmenningarverðlaun enda fjallar Monitor um dægurmenningu í sínum víðasta skilningi,“ segir Atli Fannar Bjarka- son, ritstjóri tímaritsins Monitor. Í tilefni eins árs afmælis tímaritsins verður slegið upp heljarinnar afmælisgleði á skemmti- staðnum Apótekinu á fimmtudaginn þar sem jafnframt verða afhent dægurmenning- arverðlaunin Nöglin, veglegur bronsgripur og eftirmynd af venjulegri gítarnögl. „Afmælisveislan er fyrir velunnara og annað gott fólk en á undan sjálfu partíinu fer verðlaunaafhendingin fram. Við ætlum að verðlauna þá sem skara fram úr í fimm flokkum. Verðlaun verða veitt fyrir dugnað, stemningu, framtak og framfarir sem þýð- ir að fólk fær þá dugnaðarnögl, stemnings- nögl og svo framvegis,“ segir Atli og ítrekar að nöglin sé táknræn og þá ekki endilega bara fyrir tónlist. „Þegar nöglin slær hjóminn er svo margt annað sem gerist.“ Í tilefni afmælisins verður opnaður nýr og endurbættur monitor.is vefur. „Þá renn- ur bloggsamfélagið bloggar.is undir mon- itor og það verður meira samfélag í kring- um vefinn. Auk þess verður dagskrárgerð á netinu og við förum strax í gang með fjóra skemmtiþætti. Það er gríðarlega mikið að gerast og við ætlum að halda áfram að hafa mikið að gera og gera vel. Við höldum upp á afmælið með stórglæsilegri afmælisútgáfu af Monitor sem verður án efa sú glæsilegasta hingað til. Efnistökin verða svipuð enda þarf ekkert að laga það sem er ekki bilað. Á for- síðunni verður svo stórglæsileg kona sem ég get lofað að er hæfileikaríkasta og glæsileg- asta kona landsins.“ krista@dv.is Framúrskarandi neglur Tímaritið Monitor fagnar eins árs afmælinu með stæl og afhendir dægurmenningarverðlaun: Atli Fannar með afmælisköku „Við ætlum að verðlauna þá sem skara fram úr í fimm flokkum.“ MYND HÖRÐUR ÍsLanDsDvöLin hjÁ Mörthu DAMIEN RICE: Hreifst af Ástrósu damien hitti Ástrósu á tónlistarhátíðinni bræðslunni og heimsótti hana og fjölskyldu hennar á Ljósanótt þar sem hann dvaldi á heimili foreldra hennar. Heimsfrægur damien skemmti sér vel með fjölskyldu Ástrósar. Bestu vinir Heimspressan fjallaði um meint ástarsamband reneé Zellweger og damiens rice en þau þrættu ávallt fyrir sambandið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.