Hagskýrslur um iðnað - 01.01.1963, Page 11

Hagskýrslur um iðnað - 01.01.1963, Page 11
Iðnaðarskýrslur”l960 9* Samkvæmt ISIC flokkunarreglunum telst því hvorki frumframleiðsla (land- búnaður, skógarhögg, fiskveiðar, dýraveiðar og námuvinnsla), byggingarstarfsemi (húsagerð, vega- og brúagerð, hafnagerð og vitabyggingar, bygging raforkuvera og símalagning og ýmis önnur mannvirkjagerð) né rekstur rafmagns- og gasveitna til iðnaðar. Þar sem víða eru óljós mörk milh iðnaðar og annarrar framleiðslu- starfsemi, hefur verið reynt að kveða ýtarlega á um það í ISIC flokkunarreglunum, hvaða starfsemi skuh telja til iðnaðar og hvaða starfsemi til annarra sviða atvinnu- hfsins. Enn fremur er iðnaðinum sjálfum (flokki 2—3 samkvæmt ISIC) skipt niður í aðalgreinar („major groups“, auðkemidar með tveggja stafa einkennistölu) og undirgreinar (,,groups“, auðkenndar með þriggja stafa einkennistölu). Yfirht um flokkun atvinnulífsins samkvæmt ISIC er birt í Iðnaðarskýrslum 1950 og Iðnaðarskýrslum 1953, bæði á íslenzku og ensku. Smávægilegar breytingar hafa að vísu verið gerðar í flokkuninni síðan, en samt er ekki ástæða til að birta ISIC flokkunina hér í heild að nýju. í öllum yfirhtum og töflum skýrslnanna er ISIC flokkunin notuð með litlum frávikum, en þó þannig að sleppt er öllum grein- um, sem ekki er unnið í hér á landi. Yfirhtin í inngangi eru flokkuð eftir aðalgreinum (tveggja stafa), en töflur eftir undirgreinum (þriggja stafa). Nokkrum undirgrein- um hefur verið skipt niður í smærri greinar (a, b, c o. s. frv.), miðað við íslenzkar aðstæður, en aðrar undirgreinar sameinaðar, þar sem aðstæður hér á landi gera aðgreiningu erfiða. Aftan við töfluhluta skýrslnanna er ensk þýðing á heiturn ein- stakra iðnaðargreina. í eftirfarandi yfirliti er greint frá því, hvaða iðnaðarstarfsemi er stunduð hér á landi, og hún flokkuð eftir ISIC í megindráttum. Jafnframt er þess getið sérstak- lega, ef um frávik er að ræða frá ISIC í núverandi mynd eða breytt hefur verið flokkun frá Iðnaðarskýrslum 1950 og 1953. ISIC númer Aðal- grein Undirgrein 20 201 202 Idnaðargrcinar1) Matvælaiðnaður, annar en drykkjarvöruiðnaður. Slátrun, kjötiðnaður o. fl. Slátrun, kjötfrysting og geymsla, söltun, reyking og niðursuða kjöts, pylsu- og bjúgnagerð, garnahreinsun, ýmis kjötvinnsla. Aths.: Vinnsla ávaxta og grænmetis, sem ætlazt er til, að sé í sérstakri iðnaðar- grein samkvæmt ISIC (nr. 203), er hér talin í þremur greinum og nr. 203 er sleppt. Niðursuða grænmetis og ávaxta í kjötniðursuðuverksmiðjum er talin í grein nr. 201, en slík vinnsla í verksmiðjum, sem sjóða niður sjávarafurðir, er tahn í grein nr. 204c, og önnur vinnsla ávaxta og grænmetis í matarefnagerðum er talin í grein nr. 209c. í Iðnaðarskýrslum 1950 voru sérstakar tölur um vinnuvikur 1947—1950 í grein nr. 203, en í töflu I hafa þær verið fluttar í grein nr. 201. Mj ólkuriðnaður. Gerilsneyðing mjólkur, öll vinnsla úr mjólk, svo sem rjóma-, smjör-, skyr-, mjólkurdufts- og ostagerð, mjólkur- og rjómaísgerð. Aths.: Mjólkur- og rjómaísgerðin er fyrst talin með í þessum flokki árið 1959, enda liefur hún að mestu leyti farið fram í verzlunum og veitingastöðum, og ekki hefur verið hægt að greina vinnuvikur við ísgerðina frá höfuðstarfsemi fyrirtækjanna. Arið 1959 færist þessi atvinnurekstur í það horf, að 2—3 fyrir- tæki greina sérstaklega frá slysatryggðu vinnuafli við ísgerðina, þótt ekki sé að öðru leyti um sjálfstæðan atvinnurekstur að ræða. 1) Við hvcrja undirgrein cr skýrt frá því, hvaða iðnaðarstarfscmi er einkum stunduð hér á landi í greininni, en hins vegar er ekki um að rœða tæmandi upptalningu á þeirri framleiðslu, sem er í greininni samkvæmt ISIC-rcglunum. Greinar, sem cru ekki stundaðar hér á lundi, eru heldur ekki taldar með. b

x

Hagskýrslur um iðnað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hagskýrslur um iðnað
https://timarit.is/publication/1130

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.