Hagskýrslur um iðnað - 01.01.1963, Qupperneq 16

Hagskýrslur um iðnað - 01.01.1963, Qupperneq 16
14 Iðnaðarskýrslur 1960 Stór fyrirtæki vcga tiltölulega meira í úrtakinu en lítil fyrirtæki, eins og sést af því, að úrtakið nær til 18,94% fyrirtækjanna, en til 47,47% af tryggðum vinnu- vikum (sbr. töflu II). Gera verður ráð fyrir, að hærri verðmætistölur á rekstrar- og efnahagsreikningi séu á bak við hverja vinnuviku hjá stórum fyrirtækjum en litlum, og eftir því mætti ætla, að verðmætistölur í töflunum séu of háar. Þar á móti kemur hins vegar, að lítil fyrirtæki með ekkert slysatryggt vinnuafl í þjón- ustu sinni koma ekki fram í töflunum (sjá síðar). Enn fremur munu verðmætistölur vafalaust vera vantaldar hjá einhverjum fyrirtækjum af framtalsástæðum. Loks má geta þess, að í litlu fyrirtækjunum (einstaklingsfyrirtækjunum) er oft ótryggður eigandi, svo að vinnuvikurnar eru raunverulega fleiri en þær tryggðu. Fjöldi slysatryggðra vinnuvikna samkvæmt framtölum fyrir árið 1960 til skatt- yfirvalda liggur ekki fyrir. Hlutdeild úrtaksins í heildartölum er því byggð á tölum ársins 1959, eins og áður segir. Þessi hlutdeild getur reynzt önnur, þegar fjöldi slysatryggðra vinnuvikna árið 1960 liggur fyrir, en það á ekki að geta munað miklu. Fyrirtœki og slysatryggðar vinnuvikur (sjá töflu I—IV). Með fyrirtæki er í þessum skýrslum átt við verkstæði, verksmiðju eða aðra tegund vinnustaðar, þar sem framlciðsla er stunduð eða þjónusta innt af hendi (þ. e. „establishment“ samkvæmt ISIC).1) Málið er einfalt, þegar um er að ræða fyrirtæki staðsett út af fyrir sig og undir sjálfstæðri stjórn og með framleiðslu, sem öll tilheyrir sömu iðnaðargrein. En ýmis vandamál koma til sögunnar, þegar um er að ræða dreifð verkstæði í sömu grein undir sömu stjórn, eða mörg verkstæði í ólíkum greinum á sama stað og undir sömu stjórn. Þegar þannig stendur á, er hvert verkstæði (eða hver deild) talið sjálfstætt fyrirtæki, svo framarlega sem rekstur þess er að verulegu leyti sjálfstæður og hægt að gefa sérstakar skýrslur um einstaka þætti hans. Þannig eru útibú og sjálfstæðar deildir talin sérstök fyrirtæki, þegar því verður komið við. Hugtakið fyrirtæki, sem þýðing á orðinu „establishment“, táknar því, eins og áður segir, verkstæði eða verksmiðju, sem er sjálfstæð fram- leiðsluheild2) og að verulegu leyti með sérstakt reikningshald. Þegar iðnaðarfyrir- tæki eru flokkuð eftir greinum, þá er hvert fyrirtæki talið í þeirri grein, sem fram- leiðslan er mest í, ef um er að ræða fjölþætta starfsemi, sem fellur undir mismun- andi greinar. Ef starfsemi fyrirtækisins tekur yfir mörg framleiðslustig, sem taka hvert við af öðru og eru í nánum tengslum hvert við annað, þá er fyrirtækið flokkað eftir lokastiginu. Hagstofa Sameinuðu þjóðanna mælir með notkun hugtaksins „establishment“, þegar gerð er rannsókn á fyrirtækjagrundvelli eins og sú, sem þessar iðnaðarskýrslur eru byggðar á. Nágrannaþjóðir okkar styðjast við þetta liugtak í grundvallaratrið- um í iðnaðarskýrslum sínum. Hugtakið fyrirtæki er oft notað í annarri merkingu en sem sjálfstæð fram- leiðslulieild. Stundum á betur við að leggja til grundvallar fjármálalega eða lög- formlega heild („enterprise“, sbr. ISIC), sem gæti vitaskuld verið eigandi margra aðgreindra verkstæða í ólíkum iðnaðargreinum. Ef slíkur skilningur væri lagður í hugtakið fyrirtæki, mundi verða erfiðara að fá nákvæma skiptingu milli liinna mis- 1) Hagstofnn hefur nú gcngiú frá atvinnuvegaflokkun sinni í heild, sem nær bæði til iðnaðar og annarra atvinnu- vega, og er sú flokkun, með litlum frávikum vegna islenzkra aðstæðna, byggð á ISIC. í atvinnuvegaflokkuninni er tekið upp orðið rekstrareind, sem þýðing á orðinu „establishmcnt” en orðið fyrirtœki látið tákna hina lögformlegu rekstrar- hcild, þ. c. „enterprise“. Þar sem ekki var fullgengið frá atvinnuvegaflokkun Hagstofu íslands, þegar handrit þessara skýrslna var búið til prentunar, er orðið fyrirtæki ennþá notað í stað rekstrareindar, eins og verið hefur í fyrri iðnaðar- skýrslum (sjá nánar skýringar í þessum kafla). 2) Hjálparvcrkstæði í þágu uðalframleiðslunnar (t. d. viðgerðarverkstæði sfldarvcrksmiðju eða bifrciðaverkstæði steypustöðvar) eru því yfirleitt ilokkuð með aðalframlciðslunni og ekki talin sérstök fyrirtæki. í örfáum tilvikum hafa þó stór hjálparvcrkstæði vcrið talin sjálfstæð fyrirtœki, eins og t. d. bifreiðaverkstæði Strœtisvagna Reykjavíkur.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Hagskýrslur um iðnað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hagskýrslur um iðnað
https://timarit.is/publication/1130

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.