Hagskýrslur um iðnað - 01.01.1963, Síða 19

Hagskýrslur um iðnað - 01.01.1963, Síða 19
Iðnaðarskýrslur 1960 17* ekki notaðar í sambandi við iðnaðarstarfsemi fyrirtækisins. Reynt hefur verið að láta skýrsluna ná aðeins tU iðnaðarstarfsemi fyrirtækjanna, en sleppa alveg annarri starfsemi, eins og t. d. verzluninni, a. m. k. verzlun með aðrar vörur en eigin fram- leiðslu, en í nokkrum greinum hefur það reynzt ókleift hjá einstökum fyrirtækjum og erfitt um vik með áætlanir í því efni. Dálkurinn verzlunarvörur (5. dálkur) meðal rekstrartekna í töflu V er aðeins fylltur út, þegar þannig stendur á, og getur þar ýmist verið um að ræða heildsöluverð eða smásöluverð. Ef fyrirtækið rekur smásöluverzlun með slíkar verzlunarvörur, er dálkur nr. 7 í töflu IV jafnframt fylltur út, en hann sýnir slysatryggðar vinnuvikur afgreiðslufólks í verzluninni, og enn fremur dálkur nr. 8 undir rekstrargjöldum í töflu VI, sem sýnir kaupverð keyptra verzlunarvara (kominna í vörugeymslu fyrirtækisins) á árinu + birgðir verzlunarvara % 1960 -f- birgðir verzlunarvara 31/12 1960 (birgðirnar metnar á kaupverði -f- afskrift). Þannig má sjá brúttóhagnað þessara fyrirtækja af verzlun- arvörum sérstaklega og vinnuafl við afgreiðslu þeirra. Á sama hátt og tekjur af verzlunarvörum geta ýmist verið reiknaðar á smá- söluverði eða heildsöluverði, geta tekjur af framleiðsluvörum og þjónustu verið reiknaðar á mismunandi verði. Algengast er, að um verksmiðjuverð sé að ræða, sem er þá oftast jafnframt eins konar lieildsöluverð (nema innlend heildsala hafi söluumboð og leggi á verksmiðjuverðið). Ymis fyrirtæki selja þó framleiðsluvörur sínar í eigin smásöluverzlun, sem er í nánum tengslum við iðnaðinn sjálfan, og er söluverðið þá smásöluverð (t. d. brauðgerðir, húsgagnavinnustofur o. fl.). Hér er um framleiðsluvörur að ræða, en ekki verzlunarvörur, en samt eru þó taldar sérstaklega í 7. dálki töflu Y slysatryggðar vinnuvikur afgreiðslufólks í verzluninni (t. d. afgreiðslustúlkur í brauðbúðum). Þannig getur verið um afgreiðslufólk í smá- söluverzlun að ræða í töflu IV, án þess að nokkrar verzlunarvörur séu tilgreindar í töflum V og VI (allt eigin afurðir), og einnig getur verið um verzlunarvörur að ræða, þótt ekkert afgreiðslufólk sé tahð í smávöruverzlun (allar verzlunarvörur seldar í heildsölu). í skýrslum þeirra fyrirtækja, sem selja afurðir sínar aðallega á erlendan markað (t. d. frystihús, fiskverkunarstöðvar, mjöl- og lýsisvinnslustöðvar), eru tekjurnar reiknaðar á raunverulegu útflutningsverði (fob, cif), ef þau annast söluna sjálf, en á útflutningsverði að frádregnum útflutningsgjöldum, söluþóknun, útskipunar- og sendingarkostnaði, ef salan fer um hendur sölusamtaka eða sjálf- stæðra útflytjenda. Það hefur því töluverð áhrif á hæð tekna og gjalda hjá fisk- iðnaðarfyrirtækjum, hvort þau annast sjálf sölu afurða sinna eða ekki. í töflum III og IV—VI hafa tekjur og gjöld þeirra fyrirtækja, sem selja sjálf á erlendan markað, verið lækkuð til samræmis við tekjur þeirra og gjöld, sem selja um hendur sölusamtaka eða sjálfstæðra útflytjenda. Söluskattur af innanlandsviðskiptum (9% gjald x/j—31/3 og 3% gjald x/4—31/12 (þó ekki af allri framleiðslustarfsemi)), sem fyrirtækin innheimta, er hvorki talinn tekna- eða gjaldamegin hjá þeim. Hins vegar er söluskattur á rekstrarnauðsynjum fyrirtækjanna tahnn með gjaldamegin í viðkomandi dálkum. Hér er aðallega um að ræða söluskatt á innfluttum vörum, en einnig söluskatt af innanlandsviðskiptum, að svo miklu leyti sem hann er lagður á rekstrarnauðsynjar, svo sem á raforku, orkuvörur, óvaranlegar rekstrarvörur og hjálparefni, sem eyðast við framleiðslu annarrar vöru eða við aðra notkun. Niðurgreiðslur úr ríkissjóði á mjólkurafurðum eru taldar bæði tekna- og gjaldamegin hjá mjólkurbúum í 4. dálki töflu V og 4. dálki töflu VI. Svo er einnig um kjötniðurgreiðslur. Um einstaka liði rekstrargjalda (sjá töflu VI)1) skal eftirfarandi tekið fram til skýringar: 1) Sjá síðar: Umreikningur til nýs verðlags.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Hagskýrslur um iðnað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hagskýrslur um iðnað
https://timarit.is/publication/1130

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.