Hagskýrslur um iðnað - 01.01.1963, Side 21

Hagskýrslur um iðnað - 01.01.1963, Side 21
Iðnaðarskýrslur 1960 *19 að svara til þeirrar flokkunar, sem er í 4. og 5. dálki töflu IV og áður hefur verið minnzt á. Með liðnum innlent tollvörugjald, sem sælgætis- og efnagerðir og öl- og gos- drykkjagerðir greiða, er talið gjald það á gosdrykkjum, er rennur til Styrktar- félags vangefinna. Mismunur rekstrartekna og rekstrargjalda, eins og hann er talinn í töflunum, á að fela í sér eftirfarandi liði: Afskriftir, beina skatta og fasteignagjöld (nema brunabótagjald, sem er talið í dálki nr. 12) og hagnað fyrirtækisins eða tap. Þar sem eigendum fyrirtækja, sem starfa við þau, eru hér reiknuð Iaun, verður hagn- aður fyrirtækjanna að sama skapi minni en í venjulegu uppgjöri sameignarfélaga og einstaklingsfyrirtækja. Síðar í þessum skýringum kemur einnig fram, að hagnaðurinn sé í ýmsum greinum vantahnn vegna umreiknings til nýs verðs. Afskriftir eru ekki taldar meðal gjalda í töflum III og VI, heldur með hagnaði, sbr. 8. dálk í töflu VI, enda miklum örðugleikum bundið að ákvarða þær. Hagnaður (eða tap) og afskriftir í töflu VI eru því mismunur rekstrartekna og rekstrargjalda, og innifaldir í þeirri tölu eru beinir skattar og fasteignagjöld (nema hrunabóta- iðgjald, sem fært er meðal gjalda í 12. dálki töflu VI), enda hafa þeir liðir ekki verið færðir til gjalda. Eignir og skuldir (sjá töflur III, VIII og IX). Nokkur fyrirtæki, sem látið hafa í té skýrslu um rekstrartekjur og rekstrar- gjöld, hafa ekki treyst sér til að gefa upp eignir og skuldir. Þetta á einkum við fyrirtæki, sem hafa blandaðan rekstur með höndum (t. d. bílaverkstæði og bíla- verzlun, trésmíðaverkstæði eða annað, sem er liluti af kaupfélagi með fjölbreyttan rekstur) og geta ekki aðgreint þann hluta eigna og skulda, sem er viðkomandi iðnaðarrekstrinum. Tölur um eignir og skuldir þessara fyrirtækja vantar því, og skilahlutfallið er því lægra í nokkrum greinum, að því er tekur til efnahagshliðar- innar en rekstrarhliðarinnar. Þá hafa allmörg fyrirtæki gert áætlun um þessa hði, þegar um blandaðan rekstur hefur verið að ræða. í öllum greinum hafa eigna- og skuldatölur frumskýrslna verið teknar í töflur, nema í fiskiðnaði, þar sem lagðar hafa verið til grundvallar tölur í skýrslum til Stofnlánadeildar sjávarútvegsins, sem munu eiga að sýna tiltölulega raunhæft verðmæti eigna og skulda. Tölur um vörubirgðir í árslok 1960 hafa verið teknar upp úr rekstrarhlið iðn- aðarskýrslna frá einstökum fyrirtækjum, enda var ekki spurt sérstaklega um þær í eigna- og skuldakaflanum. Eru það birgðir hráefna, hálfunninna og fullunninna vara, umbúða, hjálparefna og annarra vara, sem eignfærðar eru. Telja má fuhvíst, að vörubirgðir séu allmikið vantaldar, og keinur þar margt til, t. d. framtalsástæður. Margt bendir til þess, að veðlán í 5. dálki í töflu IX séu vantahn í sumum greinum, þótt þau séu talin með í 4. dálki sömu töflu, skuldir alls við banka og aðrar peningastofnanir. Sama er að segja um skuldir við vörusala (,,leverandörkredit“) í 7. dálki sömu töflu. Þær munu vafalaust vera eittlivað vantaldar í sumum grein- um, þótt þær séu taldar með í dálki nr. 6, aðrir lánardrottnar alls. Mismunur eigna og skulda er eigið fé fyrirtækja í hinurn einstöku greinum og iðnaði alls, og er það ekki sundurliðað, enda var ckki um það beðið á skýrslu- eyðublaðinu.

x

Hagskýrslur um iðnað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hagskýrslur um iðnað
https://timarit.is/publication/1130

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.