Hagskýrslur um iðnað - 01.01.1963, Page 24

Hagskýrslur um iðnað - 01.01.1963, Page 24
22* Iðnaðarskýrslur 1960 Ef andvirði seldra vara og þjónustu á einhverju tímabili er leiðrétt með birgða- breytingum, fæst allgóð mynd af framleiðsluverðmætinu. Þar sem tekið er tillit til birgðabreytinga í töflu V1) með sundurgreiningu rekstrartekna, falla hugtökin rekstrartekjur og framleiðsluverðmæti að verulegu leyti saman. Nokkur munur er þó á tölunum um framleiðsluverðmæti í töflu X og tölunum um rekstrartekjur í töflu V, og verður síðar vikið að því, í hverju sá munur er fólginn. Framleiðsluverðmætið (og rekstrartekjurnar) er reiknað á kostnaðarverði („factor cost“), þ. e. söluskattur dreginn frá söluverðmætinu, en niðurgreiðslur úr ríkissjóði (mjólk og kjöt) meðtaldar.2) Nú gefur framleiðsluverðmætið ekki einblítar upplýsingar um skerf íslenzks iðnaðar til þjóðarframleiðslunnar. Iðnaðarfyrirtækin hafa fengið til vinnslunnar afurðir og þjónustu frá fyrirtækjum í öðrum atvinnugreinum, og þau verðmæti þarf að draga frá framleiðsluverðmætinu til þess að fá fram vinnsluvirðið, þ. e. hreina blutdeild iðnaðarins í þjóðarframleiðslunni. Verðmæti notaðra rekstrarvara og aðkeyptrar þjónustu, sem draga þarf frá framleiðsluverðmætinu til þess að finna vinnsluvirðið, er í skýrslum þessum tabð á markaðsverði, þ. e. a. s. með söluskatti, enda annað torvelt. Niðurgreiðslur ríkis- sjóðs á mjólkur- og kjötverði eru hins vegar ekki dregnar frá, þar sem þær koma fram bæði tekna- og gjaldamegin. Munurinn á framleiðsluverðmætinu, cins og það er talið í 6. dálki töflu X, og rekstrartekjum, eins og þær eru taldar í 9. dálki töflu V, er þessi: Rekstrartekjur alls (d. 9 í töflu V) ~ vaxtatekjur (d. 7 í töflu V) einkasöluhagnaður tóbaks- gerðar Tóbakseinkasölunnar og iðnaðardeildar Áfengisverzlunarinnar (I greinum 211 og 220) -r- innlent tollvörugjald (d. 16 í töflu VI) = framleiðsluverðmæti (d. 6 í töflu X). Verðmæti notaðra rekstrarvara og aðkeyptrar þjónustu (d. 7 í töflu X), sem dregið er frá framleiðsluverðmætinu til þcss að fá fram vinnsluvirðið, eru dálkar 4—13 í töflu VI. Vinnsluvirðið er því fólgið í eftirtöldum liðum: Vinnulaun og tengd gjöld (d. 15 í töflu VI), vaxtagjöld 4- vaxtatekjur (d. 14 í töflu VI -f- d. 7 í töflu V) og rekstrarhagnaður -(- afskriftir (d. 8 í töflu III), en frá er dreginn einkasöluhagnað- ur í greinum 211 og 220 (sbr. áður). í bráðabirgðauppgjöri á framleiðsluverðmæti og vinnsluvirði, sem gert var fyrir norsku sérfræðingana vegna framkvæmdaáætlunarinnar, voru tölur örbtið frábrugðnar þeim, sem eru í töflu X, m. a. vegna þess að þar var haldið algjör- lega utan við framleiðsluverðmætið öðrum tekjuhðum en framleiðsluvörum og þjónustu (iðnaðarframleiðsluverðmæti) og seldum verzlunarvörum (hluti af „öðru framleiðsluverðmæti“ samkvæmt töflu X). Athygli skal loks vakin á því, að vinnsluvirðið í þessum skýrslum er ekki fylhlega sambærilegt við vinnsluvirði í Iðnaðarskýrslum 1953. Þar var, gagnstætt því, sem nú er gert, ýmiss konar viðskiptaleg þjónusta, lögfræðileg þjónusta o. fl. ekki dregið frá framleiðsluverðmætinu (sbr. Iðnaðarskýrslur 1953, bls. 21*). Stofnfjárstuðlar,framleiðslustudlar og fjárfesting á vinnuár (sjá töflu XI).3) Stofnfjárstuðlum er ætlað að sýna hlutfalhð milli þess fjármagns, sem bundið er í byggingum, öðrum fastafjármunum, innréttingum, vélum, tækjum (þ. á m. 1) Sbr. |i6 það, ecm sagt er um birgðamat ú bls. 18*. 2) Sjá nánar um mat tekjuliða á bls. 16*. 3) Sjá m. a. erindi, sem flutt voru á ráðstcfnu islenzkra verkfræðinga árið 1960 og birt í riti Verkfræðingafélags íslands, Tækni, framleiðni, cfnahagsþróun. Flytjendur voru dr. Benjamín Eiríksson bankastjóri, dr. Cunnar Böðvarsson vcrkfrœðingur og Sveinn Björnsson vcrkfræðingur, og fjalla crindin ýtarlega um þessa stuðla og gildi þcirra.

x

Hagskýrslur um iðnað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hagskýrslur um iðnað
https://timarit.is/publication/1130

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.