Hagskýrslur um iðnað - 01.01.1963, Síða 25

Hagskýrslur um iðnað - 01.01.1963, Síða 25
Iðnaðarskýrslur 1960 23* flutningatækjum), áhöldum og vörubirgðum (Fj.) og framleiðsluverðmætisins (Fr.v.) eða vinnsluvirðisins (V.).1) Þessir stuðlar gefa vísbendingu um hagkvæmni tiltek- innar fjárfestingar eða nýtingu fjármagnsins. Því hærri sem þeir eru, þeim mun minni er nýting fjármagnsins, mælt í framleiddum verðmætum (brúttó eða nettó). Stofnf j árstuðlunum -^ - og —má snúa við og fá framleiðnistuðla fjármagns, Fp|v' og—~—, en þeir segja í raun og veru sama hlutinn á aunan hátt, þ. e. gefa til kynna framleiðni fjármagnsins. Framleiðnistuðlarnir eru hentugri í notkun sem grundvöllur að vísitölum um framleiðnibreytingar fjármagns eða breytingar á fjár- magnsnýtingu, þar sem þeir hækka með vaxandi framleiðni eða bættri nýtingu og öfugt. Margfeldi stofnfjárstuðuls og framleiðnistuðuls hverrar greinar er 1, nema upp- hækkanir aukastafa valdi skckkju. Framleiðnistuðlar vinnu, þ. e. framleiðsluverðmæti deilt með vinnuárum (1 vinnuár = 50 vinnuvikur, sbr .bls. 16*), -Fr’J-og vinnsluvirði deilt með vinnu- V árum, sýna afköst vinnueiningarinnar eða framleiðsluverðmæti og vinnslu- virði á livern árs-starfsmann. Hér verður að hafa í huga sem áður, að afskriftir eru taldar með í vinnsluvirðinu. Loks er í töflu XI sýndur stuðull, er gefur til kynna það fjármagn, sem bundið er í fjármunum (Fj., sbr. áður) að haki hvcrjum starfsmanni (vinnuári). 4. Sérstakar skýringar við nokkrar iðnaðargreinar. Special explanations concerning a fetv induslrial groups. Nr. 201. Sérstök áætlun var gerð um sauðfjárslátrun í sláturliúsum (tekjur og gjöld, en ekki eignir og skuldir), en heimaslátrun er ekki meðtalin, enda er hún ekki stunduð í sjálfstæðum iðnaðarfyrirtækjum og að jafnaði ekki slysatryggð sérstak- lega. Þessi áætlun er þó ekki talin með í þeirri tölu í töflu II, sem sýnir hlutdeild úrtaksins í slysatryggðum vinnuvikum I grein nr. 201, heldur aðeins fyrirtæki, sem skiluðu skýrslu. Áætlunin er þannig úr garði gerð, að heildarheildsöluverðmæti sauðfjársláturafurða (kjöt, gærur, slátur, seldar garnir) er talið framleiðsluverðmæti. Verð til bænda fyrir sláturafurðir er talið hráefnaverðmæti2), en slátrunar- og heild- sölukostnaði3) er skipt niður á aðra gjaldaliði og er þar um áætlun að ræða, sem m. a. er gerð eftir upplýsingum frá Framleiðsluráði landbúnaðarins. Leigugjöld vegna frystingar og geymslu (og þá um leið mestöll húsaleiga og orkukostnaður) eru tahn í 12. dálki töílu VI sem aðkeypt þjónusta, en þau koma hins vegar sem tekjur hjá frystihúsum og afurðasölum, sem einnig falla undir þessa grein (sjá síðar). Mismunur heildartekna og gjalda í sláturfjáráætluninni er svo til eingöngu af- skriftir, sem eru ekki með rekstrargjöldum í skýrslunni. Sláturfélag Suðurlands, sem er stærsta fyrirtækið í slátrun, lét í té skýrslu um alla starfsemi sína, sem fellur undir grein nr. 201, en það er auk sauðfjárslátr- unarinnar stórgripaslátrun, niðursuða, pylsugerð, önnur kjötvinnsla, kjötfrysting, geymsla, o. fl. Sláturfélagið annaðist 17,1% allrar sauðfjárslátrunar í sláturhúsum landsins árið 1960, og til þess að tvítelja ekki þessa hlutdeild félagsins, er fyrrgreind áætlun um sauðfjárslátrun lækkuð um 17,1%. 1) Hér vcrður að hafa í huga, að afakriftir cru meðtaldar í vinnsluvirði (sbr. bls. 22*), auk hagnaóar og vaxtagjalda (nettó). 2) Niðurgrciðslur tcljast bœði með í hrácfnaverðmœti og framleiðsluverðmæti. 3) Þ. á m. niðurgreiðslur á geymslukostnaði og vaxtakostnaði.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Hagskýrslur um iðnað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hagskýrslur um iðnað
https://timarit.is/publication/1130

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.