Hagskýrslur um iðnað - 01.01.1963, Page 26

Hagskýrslur um iðnað - 01.01.1963, Page 26
24* Iðnaðarskýrslur 1960 Skýrslur fengust frá tveimur kjötfrystihúsum, garnahreinsunarstöð og reyk- húsi. Þessi fyrirtæki kaupa ekki sláturafurðir sem hráefni, heldur vinna þær fyrir önnur fyrirtæki (sbr. það, sem áður er sagt um leigugjöld vegna frystingar og geymslu). í þcssum fyrirtækjum eru vinnulaun því mjög stór hluti framleiðslu- verðmætisins. Þá barst skýrsla frá einni pylsugerð, sem kaupir mikið af hráefnum í kjöt- vinnsluna. Fyrirtæki, sem skiluðu skýrslu í þessari grein, höfðu 46,88% slysatryggðra vinnuvikna í henni, en sé sauðfjársláturáætlunin tekin inn í úrtakshlutfalhð, verður það 82,45%. Sú starfsemi, sem þá er ótalin í greininni og áætluð á grundvelli úr- takshlutfallsins, er einkum slátrun stórgripa, kjötfrysting og geymsla og kjötvinnsla. Þá ber einnig að hafa í huga (sbr. fyrri skýringar), að allmikill kjötiðja fer fram í verzlunarfyrirtækjum, og er sú starfsemi ekki taUn með töflum III—XI. Sérstakan fyrirvara verður að gera við eigna- og skuldatölur í þessari grein, þar sem skilahlutfaUið í þeim er aðeins 43,53%, og eru það aðeins 3 fyrirtæki, öll með mikið eigið fé. Nr. 202. Skýrslusöfnun frá mjólkursamlögunum var með sérstökum hætti. Hagstofan fékk fyrst til afnota skýrslu Framleiðsluráðs landbúnaðarins um sundurUðun fram- leiðslukostnaðar og söluverðmæti einstakra mjólkurbúa. Síðan var hverju einstöku mjólkurbúi send spurningaskrá, þar sem beðið var um frekari sundurUðun nokk- urra gjaldaUða og enn fremur óskað sams konar upplýsinga um eignir og skuldir og beðið var um á almcnna skýrslueyðublaðinu. Rekstrarupplýsingar bárust frá öllum mjólkurbúunum, nema einu, og auk þess barst skýrsla frá einni ísgerð. Úrtakshlutfallið varð því 88,40%. Upplýsingar um eignir og skuldir bárust hins vegar aðeins frá fyrirtækjum með 71,87% slysatryggðra vinnuvikna í greininni, og cru sumar þeirra ekki áreiðanlegar. í þessari grein hefur enginn umreikningur til nýs verðlags verið gerður, enda urðu tUtöluIega Utlar breytingar á verði mjólkurafurða. Einnig ber að hafa það í huga, að Mjólkursamsalan í Reykjavík er ekki talin með í þessari skýrslu, þar sem hún telst ekki iðnaðarfyrirtæki, en liún er hins vegar meðtalin í áður nefndri skýrslu Framleiðsluráðsins um söluverðmæti og rekstrarkostnað mjólkursamlag- anna. Mjólkurstöðin í Reykjavík og Emm-Ess ísgerðin eru hins vegar taldar með í skýrslunni. Niðurgreiðslur koma bæði til tekna og gjalda (með hráefnum) hjá mjólkur- búunum. Frystigjöld eru talin með húsaleigu, þótt æskilegra hefði verið að færa þau í 10. dálk töflu VI (ýmis aðkeypt þjónusta) cins og sölulaun. Þar sem rekstrar- afgangur hefur orðið verulegur, er hann færður sem hráefniskostnaður, enda mun hann oftast greiddur til bænda í þeim tilvikum. Nr. 204a-b, 204c og 312a-d. Þessar greinar ná yfir fiskiðnaðinn. Skilahlutfallið er lægst í grein nr. 204a-b, cn samt bárust skýrslur frá 23 fyrirtækjum í henni, þ. á m. mörgum mjög stórum, cnda er þetta langstærsta iðnaðargreinin hér á landi. Æskilegt hefði verið að geta greint á milli frystingar, saltfiskverkunar, skreiðarverkunar, síldarsöltunar og e. t. v. hrognasöltunar, en það er erfitt, þar sem þessi framleiðslustarfsemi er mjög blönduð. Til eru þó skýrslur yfir hrein frystihús, hreina síldarsöltun, hreina saltfiskverkun og hreina skreiðarverkun, m. a. frá Bæjarútgerð Reykjavíkur, og á grundvcfii

x

Hagskýrslur um iðnað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hagskýrslur um iðnað
https://timarit.is/publication/1130

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.