Hagskýrslur um iðnað - 01.01.1963, Side 28
26*
Iðnaðarskýrslur 1960
kostnaðarliður. Sá hluti gjaldsins, scm greiddur var fyrst á árinu, hefur ekki
verið umreiknaður til nýs verðs, og ber að hafa það í huga.
6) í grein nr. 211 (iðnaðardeild Áfengisvcrzlunar ríkisins) er hagnaður ógreiddur
í ríkissjóð talinn til skulda í dálki nr. 8 í töflu IX, og binding þess hagnaðar
í vínbirgðum Áfengisverzlunarinnar sjálfrar er talin brátt kræf inncign í 10.
dálki töflu VIII.
7) í grein nr. 319b (málningarframleiðsla) eru aðeins talin tvö fyrirtæki, þar sem
þau tvö fyrirtæki önnur, sem framleiða málningu ásamt öðru, eru talin í öðrum
greinum. Annað fyrirtækið er tahð í grein nr. 319a með alla sína framleiðslu
og hitt í grein nr. 381 með alla sína iðnaðarstarfsemi.
8) Skipting eigna og skulda milli sútunarverksmiðju og skógerðar Iðunnar á
Akureyri er áætluð (greinar 241 og 292). Sama er að segja um iðnaðarfyrirtæki
Vinnuheimilisins að Reykjalundi (greinar 243-4, 250-60 og 399a).
5. Fyrirvari um gildi talna í iðnaðarskýrslunum.
General reservations.
Eins og fram kemur í almennum skýringum hér að framan og skýringum við
einstakar greinar, verður að fara varlega I að draga víðtækar ályktanir af ýmsum
tölum í þessari skýrslu. Ástæðurnar fyrir því eru þessar helztar:
1. Skýrslan nær aðeins til iðnaðarfyrirtækja. Iðnaðarstarfsemi lijá öðrum fyrir-
tækjum en þeim, sem starfa aðallega í iðnaði, kemur ekki fram.
2. Skýrslan er eingöngu um þau iðnaðarfyrirtæki, sem hafa slysatryggt vinnu-
afl í þjónustu sinni. í nokkrum iðnaðargreinum er eitthvað starfrækt af fyrir-
tækjum, sem hafa ckkert slysatryggt vinnuafl í þjónustu sinni, einkum þeim
greinum, sem merktar eru með M og N í aftasta dálki töflu II.
3. Ekki er fulltryggt, að úrtakið sé rétt samsett (,,representatíft“).
4. Hlutdeild úrtaksins í heildartölu slysatryggðra vinnuvikna í hverri grein er
miðuð við árið 1959, en ekki árið 1960. Hlutdeildin í vinnuvikum 1960 getur
verið önnur, þótt ekki sé ástæða til að ætla, að hér skakki miklu.
5. Úrtakshlutfallið er misjafnt eftir greinum, og þar, sem það er minnst (eins og
í greinum nr. 242 og 393-5) eru heildartölur vitaskuld mjög áætlunarkenndar.
6. Umreikningur verðmætistalna til þess verðs, er gilti eftir efnaliagsráðstafan-
irnar 1960, er miklum erfiðleikum bundinn. Hætt er við, að þessi umreikn-
ingur valdi því, að rekstrarafkoman sé sýnd verri í nokkrum greinum en rétt
cr. Það verður því að hafa það í huga, þegar gildi skýrslunnar er metið, að
árið 1960 er mjög erfitt ár til slíkrar skýrslugerðar.
7. Gæði einstakra skýrslna eru vafalaust mjög misjöfn, þótt ekki sé tekið tillit
til þeirra erfiðleika, sem ofan greindur umreikningur hefur skapað. Veldur }>ví
ýmislegt, t. d. ófullkomið reikningshald fyrirtækjanna og annmarkar í sam-
bandi við það, að skýrslueyðublaðið hæfði ekki öllum iðnaðargreinum jafn vel.
Framtalssjónarmið og ótti við að ljóstra upp framleiðsluleyndarmálum hafa
einnig þýðingu og sitt hvað fleira.
8. Stuttur tími var til lagfæringar á skýrslum einstakra fyrirtækja.
9. Sérstakir fyrirvarar eru gerðir við tölur einstakra iðnaðargreina í skýringum
hér að framan, og verða þeir ekki endurteknir.