Landshagsskýrslur fyrir Ísland - 01.01.1899, Síða 76
70
skipanir um sanigönguvarúð, en menn hlvddu þeim miður«. Lœknirinn bætir þessu við:
»Þess má þó geta, að sumir bæir, sem algjörlega tóku fyrir samgöngur, sluppu gjörsamlega
mitt innan um verstu veikindabýlin«.
tíísli Pjetursson segir svo: »í nýbygðu húsi hjer á Húsavík veiktust 3 menn af
taugaveiki, 2—3 vikum eptir að flutt var í það. Þegar verið var að grafa fyrir kjallara-
húsinu, var grafin upp gömul for, en í hana hafði veriö kastað- hægðum taugaveiks manns
tveim árum áður«.
3. Iv v e f s ó 11 (Tracheo-bronchitis) gekk yfir allt land, og lagðist víða þungt á bæði
á gamla og unga ; mest bar á veikinni fyrri part ársins, en sumstaðar kom hún aptur í sama
hjerað að haustinu til. Sumstaðar fylgdi því eyrnabólga t. a. m. í 11. og 12. læknishjeraöi.
Guðm. Hannesson segir svo: »sérstaklega var eyrnabólgan mjög óvanaleg, því nærfellt allir
fengu hana. Margir fengu illar ígerðir og mistu heyrn til stórra muna; fjöldi manna fengu
lungnabólgu upp úr veikinni og dóu eigi fáir«.
Gísli Pjetursson segir svo: »Kvefsótt sú, sem gekk um vorið tók einkum fullorðna
menn, mjög fá ungbörn og fremur ljett þau, sem veiktust; óvenjulega margir fengu eyrna-
bólgu. Kvefsótt sú, sem gekk um haustið, lagðist því nær eingöngu á börn og einkum á
ungbörn«.
Alveg sama segir Sig. Hjörleifsson: »Kvefsóttín síðari (um miðjan ágústmán.) lagöist
nær eingöngu á börnin. Sum fengu líka eyrnabólgu, en töluvert minna bar þó á þeim kvilla
í þessu kvefi en í hinu fyrra«.
Hjer á Suðurlandi var og sama hjá Þ. Thoroddsen; í umdæmi hans stóð hæzt á kvef-
inu í ágústmáuuði og »fengu flest börn innan 6 ára meiri eða minni aðkenningu að henni
og sum eldri«.
Sigurður Pálsson (Blönduós) segir kvefsóttina mjög illkynjaða og í Skagafirðinum
(Sæm. Bjarnhjeðiusson) segir sama.
Fáir virðast hafa dáið, en læknar taka það flestir fram, að mjög hafi verið hætt við
lungnabólgu og má vel vera, að dauðratala þeirra, sem dáið hafa úr lungnabólgu, stafi að
nokkru leyti af kvefsóttinni. Enginn vafi leikur á því, að hún hefur verið sóttnæm.
tíuðm. Hannesson segir: »Veiki þessi var mjög einkennileg, næm landfarsótt, sem
sy'kti menn með samgöngum«.
Sig. Hjörleifsson segir: »Jeg gjörði mjer far um að komast fyrir Incubations tíma
veikinnar, en tókst það ekki hjer innsveitis, aptur hafði jeg fregnir af veikinni í Grímsey.
Grímseyingar fluttu veikina út til sín í vetur, og viku eptir að þeir konni út í eyjuna fór
fólkið að veikjast, en fullyrt var, að engiun hefði sýkst fyrri en eptir viku frá því komið var
úr landi«.
4. tíigtveiki með sótt (Fb. rheumatica). Þessi slæma veiki hefur komið fyrir
um allt land og í surnum hjeruðum mjög opt, svo sem í 1. læknishjeraði (21), í 6. læknis-
hjeraði (21, Þorvaldur Jónsson segir: »Sjúklingarnir voru flestir kvennmenn milli tvítugs
og þrítugs. Opt hefur veikin byrjað með eða eptir litlu-kóleru með Tp. nálægt 40° fyrstu
dagana. I 3 tilfellum var erythema nodosum undanfari veikinnar«), í 15. læknishjeraði (19),
í 14. lreknishjeraði (18.) og í Ólafsvíkurhjeraði (18). Má því búast við, að fylgifiskur þessa
sjúkdóms (hjartasjúkdómur) innan skamms fari að koma í ljós. Það er enginn efi á því, að
hann ágerist ár frá ári, hvernig sem á því steudur, og er það illa farið.
5. Barnsfarasótt (Fb. puerperalis) er talin 34 sinnum og 7 taldar dánar eða
20,6°/0. Flestar hafa konurnar, sem fengið hafa veikiua, verið í umdæmi Ásgeirs Blöndals (8)
eu hún hlýtur að hafa verið þar mjög væg, þvf engin er talin að hafa dáið.
Þorvaldur Jónsson segir: »4 tilfelli af barnsfarasótt komu fyrir og varð 1 að bana;