Landshagsskýrslur fyrir Ísland - 01.01.1899, Qupperneq 77
71
3 af þessum tilfellum komu fyrir / sömu sveit, og hafði hin skipaða yfirsetukona eigi veriS
notuð, heldur gömul koua, sem lengi hefur fengist við þann starfa«.
I júlí segir Asgeir Blöndal: »Barnsfarasótt hefnr að eins komið fyrir upp í Hrepp
og hjá sömu yfirsetukonu, svo full ástæða er til að halda, að hún hafi boriö sóttnæmið á
milli, með því að sú 3. kona veiktist af sama í næsta mánuði (ágúst)«.
6. B a r n a v e i k i (Croup og Diptheritis). í skyrslunum eru tilfærð 18 börn, sem
fengiö hafa croup og af þeim hafa dáið 15 eða 83.3%. Mest bar á henni í Eyjafjarðarsýslu
hjá þeim Siguröi Hjörleifssyni og Guðm. Hannessyni, og um sama leyti voru þar mikil brögð
að hinni illkynjuðu hálsbólgu (Diphtheritis) á börnum.
I skyrslutium eru talin 79 börn, sem veikst hafa af Diphtheritis, og af þeim dáin
25 eða 31.8%.
Sig. Hjörleifsson segir, að si'n ltafi verið vitjsð til 28 barna með barnaveiki (croup og
Diphtheritis); »5 af þeim höfðu þegar jeg skoðaði þau croup eingöngu, af þeim dóu 3; 18
höfðu eingöngu Diphtheritis í kokinu, af þeim dóu 2, og 5 höfðu Diphtheritis í kokinu og
larynx, af þeim dóu 3. Sum af þessum börnum sá jeg á ferð um Svarfaðardalinn í öðrum
erindum. Mörg börn dóu í Svarfaöardal án þess að nokkurs læknis væri vitjað; þannig dóu
5 börn á einum bæ án allrar læknishjálpar«.
Guðm. Hannesson segir svo: »Barnaveiki (Diphtheritis) hefur árlega stungið sjer niður
í hjeraðinu síðan núverandi læknir kom, en þetta ár magnaöist veiki þessi svo mjög, að svo
horföist á, sem hún myudi fara um allt hjeraðið sem drepsótt. Aðallega gekk veikin í tveim
hlutum hjeraðsins: Akureyri og nágrenni bæjarins og í Svar.faöardalnum.
A Akureyri sýktist eitt barn í apríl, en batnaði fljótlega. í maí sýktust 11, allir á
bæjunum í nágrenni bæjarins. Af börnum þessum dóu 4. I júní sýktust 3 börn, sem öll
dóu; / júlí 5, 4 dóu; í ágúst 6, 1 dó; í september og október engin; í nóvember 1 barn;
í desember sýktust aptur 3; var eitt öldruð kona; öll lifðu«.
I Svarfaðardalnum segir Guðm. Hannesson, að 25 börn hafi dáið, en langtum fleiri
hafi veikst. Hann getur þess meðal annars, að kaupakona hafi farið með 2 börn sín frá
Hofsá að Hjaltastööum og dvalið þar í 6 vikur, án þess börn hennar sýktust. Þegar hún
fór heimleiðis gaf konan á Hjaltastöðum henni föt af börnum, sem dáið höfðu og áttu að
vera soðin. Þegar heim kom, ljet hún börniu brúka fótin og sýktust þau síðan. Gaus því
þannig veikin upp að uýju og drap þá 7 börn.
A 5 börnum gjörði læknir barkaskurö, 3 þeirra voru svo illa haldin, að lífsvon var
lítil sem engin, þó skurður væri reyndur. Eitt þessara barna lifði.
Á öllum hinum sýktu heimilum gjöiði læknir ráðstafanir fyrir sótthreinsun og sam-
göuguvarúð; þessu var þó eigi framfylgt nema til hálfs.
7. Kverkabólga (Angina tonsillaris). Þessi veiki hefur venju fremur verið tíð
og illkynjuð víða. I skýrslum lækua eru tilfærðir 715 sjúklingar. I sunium hjeruðum bar
á henni allt árið. Sumstaðar t. a. m. í umdæmi Olafs Thorlaciusar kom hún allt í einu í
mjög marga og var illkynjuð.
8. Garnakvef (Catarrhus intest. acut.). Að þessari veiki hafa verið mjög mikil
brögð svo að segja um alt land, 1159 sjúklingar, 20 dánir; það var mjög víða illkynj-
að og stuudum með blóðsótt. Þannig segir Guðm. Björnsson, að maga- og garnakvef hafi
verið venju freniur algeugt og fremur illkynjað; »fengu mjög margir því samfara blóðsótt og
voru þungt haldnir hálfau mánuð og sumir enda lengur; fáum varð það að bana«. 0. Fin-
seu segir, að veikin hafi verið tíðust allra sjúkdóma í sínu hjeraði. I skýrslunum eru flestir
taldir hjá G. Björnssyni 191 (1 dáinn), Olafi Guðmuðmundssyni 136 (5 dánir), Skúla 105 (7
dánir), 0. Finsen (68), Gísla Pjeturssyni (60).