Landshagsskýrslur fyrir Ísland - 01.01.1899, Side 231
225
helzt, að þjóðlff landsmanna vilji helzt allt streyma inn í hvern nýjan farveg, sem myndast
handa því, og það mikln fljótar, enn hann getur tekið við því.
-1898:
það var:
V i r ð i n g a r v e r ð h ú s e i g n a hefir árlega farið hækkandi frá 1879-
1879 1665 þús. kr. 1895 4976 þús. kr.
1880 1796 1896 5269
1885 3476 1897 5816
1890 4143 1898 6460
Eignin, sem er í kaupstaðarhúsunum sjálfum hefir hækkað um 4.800 þús. kr. á 19 árum,
eða að meðaltali um 252,000 þús. kr. á hverju ári, eða 1 miljón kr. á hverjum 4 árum. —
Siðustu árin tvö hefir hækkunin verið liðug hálf miljón króna hvert árið, og þ?gar skýrslan
1899 kemur má búast við töluvert meiri hækkun en l/4 miljón kr., því að virðingarverðið í
Reykjavík eiuni hefir líklega hækkað um það frá 1898—99.
Virðingarverðið frá 1879 tvöfaldast 1884—85; 1895 er það þrefaldað og verður
fjórfaldað væntanlega 1898—99, og ferfaldast þannig á hjer um bil 20 árum.
Við virðingarverðið hafa bæzt:
Frá 1881—82............................................. 600 þús. kr.
— 1895—96 ........................................ 293 — —
— 1896—97............................................... 547 — —
— 1897—98 ........................................ 644 — —
Ef farið er að hugsa um það, af hverju þessi mikli vöxtur kemur frá 1896—98, þá mun
hann koma af mjög þröngum búnaðarhögum í sveitunum; af því að bátfiski er eyðilagt á
all-miklu svæði sunnanlands, og þar komiun þilskipa-útvegur í staðinn, sem dregur fiskimenn
til Reykjavíkur; í þriðja lagi hafa Vesturheims-flutningar, svo að segja engir verið, svo að
þeir, sem hafa yfirgefið landbúnaðinn, hafa sezt að í kaupstöðunum við sjóinn.
1881—1882 eptir hörðu árin kemur alveg sama frarn, að kaupstaðirnir vaxa á einu
ári um eiun fjórða hluta eða 600 þús. kr. Þegar þrengt hefir að hag sveitamanna vaxa
kaupstaðirnir á eptir, en þegar kaupstaðirnir hafa fengið fleira fólk, en þeir geta fætt, klætt
og hýst má búast við fólksflutningum af landi burt, nema einhverjir gamlir atvinnuvegir
verði breikkaðir, eða nýir atvinnuvegir verði lagðir.
I skýrslunum eru taldar allar opiuberar byggingar í kaupstöðunum, þó ekki kirkjur
nema dómkirkjan í Reykjavík.
Þessar opinberar byggingar voru:
I Reykjavík: Alþingishúsið virt á ........
Latínuskólinn v. á .........
Dómkirkjan v. á.............
Hegningarhúsið v. á.........
Landshöfðingjahúsið v. á
Barnaskólahúsið v. á........
Sjúkrahúsið v. á ...........
Bókhlaða latínuskólaus v. á
Prestaskólahúsið ...........
Líkhúsið ...................
Leikfimishús barnaskólans v.
...... 110.000 kr.
73.200 —
...... 56.403 —
30.900 —
...... 26.751 —
26.502 —
...... 17.703 —
17.001 —
...... 2.481 —
1.401 —
. 2,349 —
Fluttar 364691 kr.
29