Landshagsskýrslur fyrir Ísland - 01.01.1899, Blaðsíða 235
229
Taflan synir, aö meira en helmingur allra húsa er minna en 2000 kr., og meira enn
% hlutar eru undir 4000 kr., og 91% eru 10,000 kr., en að eins 9% eru yfir 10,000 kr.
Eldsvoðahættan við stórhysin all-mörg er þannig, að fæst af þeim mundu brenna upp öll í
einu, því hvalfangarastöðvar og þau hús sem eru eign einnar verzlunar í sama bæ standa
að jafnaði svo dreift, að það er næstum ólíklegt, að þau brenni upp öll í einu. —
Náttúrlega geta mörg hús í stærri kaupstöðunum farist f saina eldsvoðanum, ef illa á til að
vilja. —
Þessum athugasemdum verður naumast lokið án þess að geta dálítið um Reykja-
vík sjerstaklega. — I landshagsskýrslunum 1892, bls. 115 er sýnt virðingarverð húsanna í
bænum 1879—1891, og þykir nægja að vísa til þess. Aður hefir verið gizkað á það, að
Reykjavík mundi hafa 5000 íbúa 1907, en 10,000 íbúa nálægt 1934. Það var litlu eptir
1880, að sú ágizkun var gjörð. Ef að byggt er á þeirri fólksfjölgun, sem síðan hefir orðið,
og þó tekið tillits til þess, sem maður veit um íbúatöluna á öldinni, sem nú er að líða, þá
breytast þessar ágizkanir nokkuð.
Bæjarbúar í Reykjavík voru :
1801 307 1860 1444
1835 639 1870 2024
1840 890 1880 2567
1845 .: 961 1890 3886
1850 1149 1895 4200
1855 1354 1898 5200
Síðasta árið eru 17 Reykvíkingar fyrir hvern einn 1801.
1 fyrsta sinni tvöfaldast íbúatalan :
frá 1801—35 eða hjer um bil á ............................ 34 árum
í annað sinn frá 1835—54 eða hjer um bil .................; 19 ---
í þriðja sinn frá 1854—80 — — — — ................... 26 ——
í fjórða sinn frá 1880—98 — — —- -— ................... 18 ——
hún tvöfaldast enn fremur frá 1855—81 eða hjer um bil .... 26 ——
og frá 1870—94 eða hjer um bil ........................... 24 ——
Meðaltalið af þessum tímabilum verða 24—25 ár. Eptir því ætti Reykjavík að hafa 10,000
íbúa, ekki 1934 eins og áður hefir gizkað á, og ekki heldur 1926, heldur einhvern tíma ná-
lægt 1922—23. Líklegast yerður það þó nokkuð fyrr, eptir allra síðustu árunurn gœti það
orðið 1916—19 eða rjett fyrir 1920.
Þinglýstar veðskuldir hafa ávallt sem eðlilegt er, vaxið um leið og virðingar-
verðið; þær hafa verið á ýmsum árum :
1879 1895 1.267 þús. kr.
1880 267 — — 1896 1.309 — —
1885 469 — — 1897 1.499 — —
1890 1.004 — — 1898 1.592 — —
Veðskuldirnar eru samt einkum síðari árin líklega nokkuð hærri í skýrslunum, en þær eru í
raun og veru, því þegar afborganir eru áskildar í skuldabrjefunum, þá er þeim ekki aflýst,
þó þær sjeu greiddar, nema stundum, og það kannske löngu síðar, og meðan þoim er ekki
aflýst standa þær í bókum sýslumanna og bæjarfógeta. Stundum ferst það fyrir, að aflýsa
heilum skuldabrjefum sem eru borguð, og stundum eru húsin veðsett með þeirri atvinnu,
sem rekin er í þeim, og þá er veðskuldin miklu hærri en öllu húsverðinu nemur.
Aptur væri meira veðsett í kaupstöðunum utan Reykjavíkur, ef þær væru tryggðar
til brunabóta, og ef menn væru almennt þvingaðir til að vátryggja.