Landshagsskýrslur fyrir Ísland - 01.01.1899, Page 236
230
HvaS Reykjav/k er tiltölulega meira veösett er fljótsjeö:
Rej’kjavík Virðingarverð 1898 .. 2572 þús. kr. Þinglystar veðskuldir 1898 927 þús. kr. Veðskuld af hundraði virðingarverðs 40%
Isafjörður .. 482 — — 95 — — 20%
Akureyri .. 342 — — 53 — — 15%
Seyðisfjörður .. 329 26 o" 00
Verzlunarstaðir og Suðuramtinu hús .. 668 — — 152 — — 23%
Verzlunarstaðir og Vesturamtinu hús í .. 1145 — — 227 _o o~~ O <M
Verzlunarstaðir og Norðuramtinu hús í .. 313 18 — — 6%
Verzlunarstaðir og Austuramtinu hús í .. 605 89 — — 15%
Væru hús annarstaðar veðsett eins mikið og í Reykjavík, þá væru þinglýstar veðskuldir á
öllu landinu 1898 2580 þiis. kr. eða hjer um bil 1 milljón hærri en þær voru taldar í raun
veru. Vœri sú milljón króna losuö úr húseignunum, þá væri það mjög álitlegur fjárstofn
fyrir kaupstaða.rbúa annarsstaðar til aö gjöra eitthvað meö þeim, færa út atvinnu sína eða
til að byrja á einhveiju nyju með því.
Þegar einhver þjóð hefur sett of mikið fje fast, þá koma peningavandræði á eptir,
og að öllnm líkindum höfum vjer Islendingar sett meira fast í húsabyggingar en vjer mátt-
nm missa. Landstjórn og þing hefir nú viljað bæta úr þessu með því að koma á fót veð-
deildinni við Landsbankann, sem getur gefið út veðdeiidarskuldabrjef fyrir 1200,000 kr., og
þegar þau skuldabrjef eru seld getur veðdeildin lánað út hjer um bil 1200,000 kión. gegn
fasteignarveði, en verður jafnframt næstum sú einasta opinber stofnun, sem nú er til, sem
lánar gegn fasteignarveði. Þegar svo er komið, er það meira en ljóst, að upphæðin sem hún
er stofnsett með nær mjög skammt, því kaupstaðirnir á landinu ern nú einir ut af fyrir sig
veðsettir fvrir 1600 þúsund krónum, og þó það væri álitið of hátt um % hluta þyrftu þeir
alla veðdeildina einir. Væri þvinguð vátrygging komin á, þá mundu kaupstaðir og verzlun.
arstaðir biðja um 2500,000 krónur, og eptir nokkur ár líkiega um 3 miljónir króna. —
Þá eru eptir allar jarðeignir, sem vilja fá lán með lengri afborgunarfresti, en nú tíðkast við
Laudsbankann. Að þessu leyti er veðdeiidin stofnuð með tiltölulega mjög litlu fje, en ef að
litið er á liitt, sem einnig verður að taka til greina. hve erfitt það líklegast verður að koma
þessum 1200,000 kr. í peninga, eða að selja skuldabrjef veðdeildarinnar, þá eru þær líklega
nóg til að byrja með. Allt af má með íiyju iagaboði auka við veðdeildina.
H ú s a s k a 11 u r i n n hefir verið einhver sú tekjugrein landssjóðsins, sein hefir
vaxið jafnast og stöðugast síðan hann var lagður á og þangað til nú. Hann hefir verið:
1879 2061.75 1895 4866.75
1880 .. 2194.50 1896 5211.00
1885 3566.25 1897 5769.75
1890 3922.50 1898 6354.75
Skatturinn stendur í vissu hlntfalli við virðingarverðið, þannig, að liver miljón króna virð-
ingarverðs verður að hjer um bil 1000 kr, í skatti.