Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.2008, Síða 2
fimmtudagur 23. október 20082 Fréttir
„Ég er í hverfisráði sem er ólaun-
að, þeir fundir eru alltaf haldnir
snemma á morgnana, auk þess er
ég í miklum samskiptum við borg-
arbúa og á vinnufundum með flokk-
um í minnihluta og á helgarvinnu-
fundum,“ segir Margrét Sverrisdóttir
varaborgarfulltrúi aðspurð um laun
hennar sem varaborgarfulltrúi í
borgarstjórn. Hún segir að launin
séu ekki há. „Mér finnst þetta ekk-
ert vera há laun í sjálfu sér. Ég hefði
haldið að þetta teldist ekki til ofur-
launa, þetta er meira en bara ein-
hverjir fundir í einni nefnd,“ segir
Margrét að lokum.
Mikil vinna sem varamaður
„Ég bara veit það ekki, ég sem
ekki launataxtana,“ segir Marsibil
Sæmundardóttir varaborgarfulltrúi
um laun hennar sem varafulltrúi í
borgarstjórn. Samkvæmt upplýsing-
um á vef Reykjavíkurborgar hefur
Marsibil setið í sjö klukkustundir og
tíu mínútur á borgarstjórnarfund-
um frá áramótum. Hún segir að
vinnan sé fimmtíu til sjötíu prósent
vinna. „Þetta eru ekkert bara fund-
irnir, þetta eru heilu málaflokkarn-
ir sem við þurfum að vera með á
hreinu og vinna í, við þurfum að vera
með eftirfylgni og aðhald og koma
með tillögur. Það er ofsalega villandi
að þetta sé bara einhver fundarseta,
ég er líka í starfshópum sem er mik-
il vinna. Ég borga líka hluta í borg-
arstjórnarflokkana og sameiginleg-
an kostnað og ýmislegt fleira,“ segir
Marsibil. Hún bendir á að starfið sé
vissulega ekki full vinna en er mjög
sátt við launin sem fylgja því. „Ef fólk
myndi ákveða að lækka launin yrði
ég bara sátt með það, það er ekki eitt-
hvað sem ég ákveð, ég er mjög sátt
við þau laun sem eru sett upp.“ Hún
leitar að vinnu sem hún getur unnið
með varaborgarfulltrúastarfinu. „Ég
er búin að vera að leita mér að fimm-
tíu prósent vinnu með þessu, en það
er kreppa,“ segir Marsibil en atvinnu-
leitin hefur ekki gengið sem skyldi.
Menn þurfa að vera á tánum
„Ég held að það sé þannig að
það megi alltaf deila um laun, og
það verður alltaf þannig,“ segir Að-
alsteinn Árni Baldursson, formaður
Framsýnar stéttarfélags. „Ég sé ekki
alveg hvernig maður getur sinnt
störfum sem borgarfulltrúi og ver-
ið búsettur erlendis og auk þess á
föstum launum. Það hlýtur að telj-
ast mjög skrítið og undarlegt að
geta sinnt þessu frá útlöndum og
ekki síst eins og ástandið er í þjóðfé-
laginu þessa dagana þar sem menn
þurfa að vera tánum og funda reglu-
lega út af fjárhagsstöðu. Þar sem ég
þekki til eru menn að funda dag-
lega um stöðuna og undirbúa næsta
dag,“ segir Aðalsteinn.
Athygli vekur að allir borgarfull-
trúar og varaborgarfulltrúar fá far-
tölvur, nettengingu og farsíma frá
borginni og innifalið í því er greiðsla
á símreikningum upp á allt að 300
þúsund krónur á ári. Gísli Marteinn
Baldursson, borgarfulltrúi Sjálf-
stæðisflokksins, hefur mætt á þrjá
af fimm borgarstjórnarfundum eftir
að hann hóf nám í Skotlandi í ágúst
síðastliðnum. Ólafur Hjörleifsson,
skrifstofustjóri borgarstjórnar, segir
að borgin komi ekki nálægt greiðslu
á kostnaði við ferðir Gísla til og frá
Skotlandi.
Tæp hálf milljón á mánuði
Gísli Marteinn ákvað að starfa
áfram sem borgarfulltrúi þótt hann
færi til náms í Edinborg. Hann sagði
hins vegar af sér nefndarstörfum og
samkvæmt því hefðu laun hans átt
að lækka um helming frá fastalaun-
um borgarfulltrúa. Hann var hins
vegar kosinn 2. varaforseti borgar-
stjórnar og er því í forsætisnefnd.
Það þýðir að laun hans lækka um
fjórðung af fastalaunum en ekki
um helming. Á móti þessari lækkun
kemur að hann er formaður borg-
arstjórnarflokks sjálfstæðismanna
og sú formennska dugar honum
til fjórðungs uppbótar á föst laun
borgarfulltrúa.
Ofan á þetta bætist að Gísli Mart-
einn fær, eins og aðrir borgarfulltrú-
ar, 40 þúsund krónur í fastar starfs-
kostnaðargreiðslur. Samkvæmt
fimmtu grein launasamþykktar
Reykjavíkurborgar fyrir kjörna full-
trúa fá allir borgarfulltrúar greiddar
40 þúsund krónur í hverjum mán-
uði að frádreginni staðgreiðslu.
Þessi fjárhæð er hugsuð til að mæta
persónulegum starfskostnaði, svo
sem áskrift að dagblöðum, bóka- og
tímaritakaupum, veitingum, nám-
skeiða- og ráðstefnugjöldum.
Alls fær Gísli því greiddar tæp-
ar 490 þúsund
krónur á
mánuði
sam-
kvæmt launasamþykkt borgarinn-
ar. Ekki náðist í Gísla Martein við
vinnslu fréttarinnar.
Rúm 200 þúsund á mánuði
Þær Margrét og Marsibil fá báð-
ar rúmar 202 þúsund krónur á mán-
uði. Þetta er greiðslan sem þær fá
fyrir varamennsku í borgarstjórn í
ljósi þess að þær sitja hvor um sig í
einni fastanefnd á vegum Samfylk-
ingarinnar. Hvorug var þó kosin
fyrir Samfylkinguna.
Margrét var kos-
in af F-lista en
hætti þar
eftir að
Ólaf-
ur F.
Magnússon gekk til samstarfs við
Sjálfstæðisflokkinn. Marsibil var
kosin fyrir Framsóknarflokkinn en
hætti þar eftir að flokkurinn gekk til
liðs við sjálfstæðismenn öðru sinni
á kjörtímabilinu.
Sætu Margrét og Marsibil í tveim-
ur nefndum ættu þær rétt á tæp-
um 315
Gísli Marteinn Baldursson borgarfulltrúi
er með tæpa hálfa milljón á mánuði í laun
þrátt fyrir að hafa aðeins mætt á þrjá af
fimm fundum borgarstjórnar. Aðalsteinn
Baldursson, formaður Framsýnar stéttar-
félags, segir skrítið að borgarfulltrúi, bú-
settur erlendis, geti verið á föstum launum
og bendir á að menn þurfi að vera á tánum
eins og ástandið er í dag. Marsibil Sæmund-
ardóttir varaborgarfulltrúi hefur setið í sjö
klukkutíma og tíu mínútur á fundum borg-
arstjórnar það sem af er ári og er mjög sátt
við þau laun sem hún fær.
Áskrifendur að launum
Mánaðarlaun borgarfulltrúanna
Gísli Marteinn Baldursson
fastalaun borgarfulltrúa 449.616
aðeins ein nefnd -112.404
form. borgarstj.flokks 112.404
Starfskostnaður* 40.000
Samtals 489.616
*greiddur út mánaðarlega
Margrét K. Sverrisdóttir
fastalaun varaborgarfulltrúa 314.731
aðeins ein nefnd -112.404
Samtals 202.327
Marsibil Sæmundardóttir
fastalaun varaborgarfulltrúa 314.731
aðeins ein nefnd -112.404
Samtals 202.327
Boði loGASon
blaðamaður skrifar bodi@dv.is
Hætti í Framsóknarflokknum
marsibil Sæmundardóttir sagði sig
úr framsóknarflokknum þegar
flokkurinn myndaði meirihluta
með sjálfstæðismönnum.
Stundar nám í Skotlandi gísli
marteinn er á skólabekk í edinborg
en situr enn í borgarstjórn.
Ráðhús Reykjavíkur Þangað
detta af og til inn varamenn
sem finnst þeir síst ofaldir þegar
kemur að launagreiðslum.