Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.2008, Qupperneq 10

Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.2008, Qupperneq 10
fimmtudagur 23. október 200810 Neytendur Lof&Last n kona á níræðis- aldri vill hrósa starfsfólki Heilsu- gæslunnar í efsta- leiti, bæði læknum og stúlkunum í afgreiðslunni. Þegar læknar fara í leyfi og nýir taka við hefur konan ætíð lent í góðum höndum lækna sem jafnvel hringja til að kanna líðan hennar. afbragðsþjón- usta sem vert er að hrósa. n Lastið fær Vegagerðin fyrir að merkja ekki nægilega vel viðgerðir. Á gatnamót- um Vífilsstaðavegar og reykjanesbrautar er verið að gera við og hefur fólk orðið pirrað á að þurfa að keyra inn í Hafnarfjörð og þegar hægt hefði verið að fara aðra leið áður. Vegagerðin ætti að merkja betur. Mikið kvartað yfir verðmerkingum: Ekki kaupa óvErðmErkta vöru Neytendasamtökin hvetja neytendur til að vera vel á varðbergi gagnvart verð- merkingum, í ljósi fjölda kvartana und- anfarið. Ef verð á kassa er hærra en í hillu á ekki að hika við að fara fram á endur- greiðslu. Seljendum ber þá að endur- greiða mismuninn. Gullinbrú 158,90 178,60 Bensín dísel Skeifunni 157,20 176,90 Bensín dísel Skógarhlíð 157,40 178,10 Bensín dísel Spöng 155,10 174,80 Bensín dísel Starengi 155,20 174,90 Bensín dísel Fellsmúla 157,20 177,00 Bensín dísel Skógarseli 157,50 177,10 Bensín díselel d sn ey t i Fyrsti vetrardagur nálgast og þurfa þá flestir að huga að því að skipta yfir á vetrar- dekkin. Sumir þurfa jafnvel að kaupa sér ný dekk. DV kannaði verð hjá nokkrum dekkjaverkstæðum og fékk álit Stefáns Ásgrímssonar á dekkjakaupum. BEST AÐ KAUPA ÞEKKT DEKKVið mælum með ...heimilisbókhaldiVið mælum með að fólk taki sig til núna og taki fjármálin föstum tökum. Sumir vita ekki í hvað stefnir og þá er gott að vera með á hreinu hvað þarf að leggja áherslu á. Þeir sem eru í miklum vanda ættu að leita til lánardrottna sinna, þjónustufulltrúa og ráðgjafa ef þörf er á að fá lán fryst um sinn. Því næst er best að forgangsraða reikningum og ákveða hvað þarf að borga fyrst og hvaða reikningar mega bíða. Sé fólk í vanskilum á að hringja í viðkomandi fyrirtæki og semja um greiðslur. Þegar slík mál eru komin í farveg ætti að lokum að skipuleggja matarinnkaupin. Það getur munað gríðarlega miklu að gera matseðil og kaupa sem flest í einu og á sama stað. Nú þegar snjórinn er kominn er tími til að endurskoða ástand dekkja. Eru vetrardekkin í bílskúrn- um ennþá nógu góð? Þarf að kaupa ný? Í verðathugun á nokkrum dekkjaverkstæðum á höfuðborg- arsvæðinu kemur í ljós að hægt er að fá 14 tommu dekk frá tæpum 12 þúsund krónum hjá N1. Stefán Ás- grímsson, ritstjóri blaðs FÍB, segir að best megi treysta stóru evrópsku dekkjaframleiðendunum. Ódýrast hjá N1 N1 er með ódýrustu dekkin ef marka má athugun DV en nýtt 14 tommu vetrardekk kostar frá 11.671 og upp í 17.560 krónur á þeim stöð- um sem verð var kannað á. Það er hjá N1, Pitstop, Max 1 og Sólningu. Hjá Pitstop er 15 prósenta afsláttur á öllum dekkjum og 20 prósenta af- sláttur á umfelgun. 14 tommu Mi- chellin x-ice dekk kosta hjá þeim 14.925 krónur í stað 17.560 króna og 31 tommu heilsársdekk 23.102 krónur í stað 27.179 króna. Jafn- framt er ódýrast að umfelga bílinn hjá Pitstop með afslættinum. Að kaupa ný dekk getur verið eins og að leita að nál í heystakki og segir Stefán Ásgrímsson hjá FÍB að fólk verði að meta sjálft hvers konar dekk það vill nota. Þekkt merki best „Það eru stóru framleiðendurn- ir í Evrópu sem gera bestu dekk- in,“ segir Stefán og bætir því við að ódýrustu dekkin séu ekki alltaf þau bestu. Hann segir að á markaðnum sé nokkuð af kínverskum tegund- um sem beri að varast. „Þau dekk hafa verra veggrip og slitna fljótt og illa. Þess vegna eru þau vara- samari,“ segir Stefán. Hann segir að stórir þekktir framleiðendur séu stöðugt að rannsaka gæði og má því treysta þeim betur. Stefán segir að óhætt sé fyrir Ís- lendinga að vera á heilsársdekkjum allt árið því þörfin fyrir nagla er lít- il og á fáum stöðum. „Hver og einn þarf þó að gera þarfagreiningu fyr- ir sig og meta hvar og hvernig hann keyrir. Það verður þó að segjast að á glæru svelli og í bleytu kemur fátt í stað naglanna,“ segir Stefán. Hækka í verði Verð á dekkjum hefur hækkað töluvert frá því í fyrra. Þau dekk sem athuguð voru hafa að minnsta kosti hækkað um 20 prósent og mest um 106 prósent. Verð hækkaði minnst á 14 tommu Nokian-dekki hjá Max 1 eða um 27 prósent og mest á 14 tommu Nankang-dekki frá Sóln- ingu eða um 106 prósent. Meðalhækkanir voru mismun- andi og hækkuðu dekkin um 67 prósent að meðaltali hjá N1 miðað við báðar dekkjastærðir. Hjá Pitstop hækkuðu þau um rúm 57 prósent. Hjá Max 1 var einungis hægt að sjá hækkun á einni tegund þar sem dekkin sem athuguð voru í fyrra voru ekki til í ár. Annars vegar var það minnsta hækkunin eða 27 pró- sent og hins vegar um 66 prósent á á 31 tommu Nokian Hkpl dekki. 14 tommu dekk hjá Sólningu hækk- uðu um 68 prósent og 31 tommu dekkin um 86 prósent. Umfelgun hækkaði mismik- ið en hjá Max 1 lækkaði umfelgun á 31 tommu stálfelgum um 2 pró- sent. Mesta hækkun var hjá Pitstop en þar er jafnframt 20 prósenta af- sláttur. LaSagNa úr afgöNgum gott ráð til að nýta afganga er að búa til hinn sívinsæla ítalska rétt lasagna. gott er að eiga nóg til af lasagnaplötum og tómötum í dós því annað innihald getur verið breytilegt. Hægt er að nota hakk, grænmeti eða kjúkling, allt saman eftir eigin höfði. til að spara tíma við að hræra upp ostasósu virkar að nota kotasælu. Svo er hægt að gefa hug- myndafluginu lausan tauminn og búa til mismun- andi útgáfur. Sannkallaður kreppumatur.neytendur@dv.is umSjón: ÁSdíS björg jóHanneSdóttir, asdisbjorg@dv.is Neyte ur Hvernig förum við að: 1. fylgstu með að verð á hillukanti sé í samræmi við kassaverð. Skrifaðu hilluverðið niður (beint á vöruna / á límmiða sem þú límir á vöruna / eða á innkaupalistann). 2. farðu yfir strimilinn þegar þú hefur borgað eða fylgstu með þegar vörurnar eru skannaðar. 3. ef kassaverð er hærra en hilluverð ferðu fram á endurgreiðslu. ekki yfirgefa verslunina fyrr en þú hefur náð þínu fram. 4. ef viðskiptavinur stendur í stappi við kassann vegna rangra verðmerkinga skaltu sýna honum stuðning. alls ekki senda illilegt augnaráð. Þetta er aðhald í þína þágu. 5. aldrei kaupa vöru sem óverðmerkt. Það eru skýrustu skilaboðin sem neytendur geta sent seljendum. ÁSDÍS BJörg JÓHaNNESDÓTTIr blaðamaður skrifar: asdisbjorg@dv.is N1* 14 tommu dEkk (185*65r14) Cooper-heilsársdekk 12.500 kr. kumho-vetrardekk** 11.671 kr. umfelgun á stálfelgum 6.380 kr. 31 tommu dEkk (31*10,5r15) Cooper-vetrardekk** 31.760 kr Wildcat at heilsársdekk 27.278 kr. umfelgun á stálfelgum 10.758 kr. *10% afSLÁttur gegn framVíSun ViðSkiptakortS **negLanLeg 14 tommu Á 13.495 kr. og 31 tommu Á 35.156 kr. Pitstop* 14 tommu dEkk (185*65r14) michellin x-ice nagladekk 17.560 (15% afsl. 14.925) kr. michellin x-ice vetrardekk 17.560 (15% afsl. 14.925) kr. umfelgun 6.990 (20% afsl. 5.591) kr. 31 tommu dEkk (31*10,5r15) bf goodrich at heilsársdekk 27.179 ( 15% afsl 23.102) kr. umfelgun 10.387 (20% afsl. 8.309) kr. *15% afSLÁttur af dekkjum og 20% afSLÁttur af umfeLgun max 1 14 tommu dEkk (185*65r14) nokian norman 2 vetrardekk 12.087 kr. nokian norman 2 nagladekk 14.487 kr. nokian r vetrardekk 17.339 kr. nokian Wr heilsársdekk 12.988 kr. umfelgun á stálfelgum 6.458 kr. 31 tommu dEkk (31*10,5r15) nokian Hkpl 109 heilsársdekk* 34.473 kr. umfelgun á stálfelgum 10.480 kr. *negLanLeg Á 37.581 kr. Sólning* 14 tommu dEkk (185*65r14) nankang-vetrardekk 14.400 kr. nankang-nagladekk 13.200 kr. Continental-heilsársdekk 17.700 kr. Continental-vetrardekk 17.700 kr. Hankook-heilsársdekk 13.300 kr. Hankook-nagladekk 15.100 kr. umfelgun á stálfelgum 6.685 kr. 31 tommu dEkk (31*10,5r15) Hankook-heilsársdekk 29.200 kr. mastercraft-heilsársdekk 32.800 kr. mastercraft-vetrarútgáfa 31.200 kr. umfelgun á stálfelgum 11.540 kr. *5% staðgreiðsluafsláttur *Verð miðaSt Við eitt dekk vErð Á DEkkJum vetur konungur nálgast nú fer að koma tími á að skoða ástand dekkja. Þau dekk sem athuguð voru hafa að minnsta kosti hækkað um 20 prósent verðmerkt búðareigendur fara ekki eftir reglum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.