Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.2008, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.2008, Síða 14
fimmtudagur 23. október 200814 Norðurland „Ég er reyndar að hætta útgerð núna og leigja bátinn öðrum sem ætlar að reyna fyrir sér í þessu, ég er með 9 tonna plastbát, Huld EA 70, sem ég hef róið undanfarin ár. En nú er kom- ið gott,“ segir Hallgrímur Guðmunds- son sem hefur verið sjómaður í 32 ár, mest á togbátum og á netum. Hann var orðinn skipstjóri liðlega tvítugur að aldri þannig að óhætt er að segja að hann sé einn þeirra sem er með saltið í blóðinu. Rekstrarumhverfið hrunið „Rekstrarumhverfið fyrir svona útgerð er búið og hefur verið mjög dapurt að undanförnu. Þó gengið hafi hrunið vex allur kostnaður við útgerðina mjög mikið og við leigu- liðarnir finnum fyrir því af fullum þunga. Þetta er í raun orðið alveg vonlaust.“ Hann segir fiskveiðistjórnunar- kerfið í öllum atriðum vitlaust en stóri kosturinn við þetta sé þó að kerfið sé búið að vera. Hallgrímur telur það hafa hrunið með bönkunum. „Það er útilokað annað en horft verði á stöðu sjávarútvegsins. Við erum komin á núllpunkt í efnahags- lífinu, þetta hefur allt beðið skipbrot og kvótakerfið með. Við komumst ekki hjá því að taka þennan undir- stöðuatvinnuveg þjóðarinnar með í uppgjörinu. Þetta getur ekki gerst öðruvísi en að ríkið innkalli allar aflaheimildir, skuldirnar verða gerð- ar upp í bankanum og byrjað upp á nýtt. Veiðiheimildum verði endurút- hlutað á jafnréttisgrundvelli og menn greiði auðlindagjald af lönduðum afla sem gæti skipst á milli ríkis og sveit- arfélaga eftir einhverju samkomu- lagi þar um. Þá er ekki verið að kaupa heimildirnar fyrir fram eins í geðveik- inni í þessu í dag.“ Skylda afla á markað Hallgrímur telur að jafnvel eigi að skylda allan afla á markað því veið- ar og vinnsla eigi aldrei að vera á sömu hendi, slíkt bjóði upp á ranga verðmyndun til að komast hjá því að greiða sjómönnum eðlilegt verð fyrir aflann. „Í dag ver verið að pína sjómenn sem eru á skipum hjá fiskvinnslum á hreint út sagt svívirðilega lágu fisk- verði. Það er ekki farið eftir verðlags- nefndinni hjá mörgum þessum út- gerðum.“ Hallgrími er verulega misboðið eftir öll þessi ár á sjónum, að vera al- gjörlega réttindalaus til að sækja sjó á eigin spýtur. Allur sá réttur sem hann hafi skapað í þessu kerfi hafi lent hjá öðrum en hann sitji eftir á köldum klaka. Aðrir eiga ævistarfið „Þegar menn fengu þessa hug- mynd að setja kvótakerfið á var ég búinn að vera í mörg ár að þræla fyr- ir aðra og hef verið að því alla tíð síð- an. Búinn að vera skipstjóri á skipum að búa til kvóta fyrir einhverja preláta í landi sem nenntu aldrei að vakna fyrr en eftir hádegi, en þeir eiga all- an hagnað af ævistarfinu mínu. Eft- ir að ég keypti mér eigin bát hélt þetta áfram því þá þurfti ég að leigja aflaheimildirnar af þessum mönn- um, aflaheimildir sem ég var búinn að vinna fyrir.“ Segir Hallgrímur að lokum bjartsýnn á að fiskveiðikerf- ið hrynji með öllu hinu og að spilin verði stokkuð upp í samfélaginu og leið réttlætis verði reynd hér. GS Hallgrímur Guðmundsson er hættur sjómennsku eftir 32 ár á sjó. Hann segir rekstrarumhverfið ónýtt og kröf- una um réttláta uppskiptingu kvótans í landinu háværa. Hallgrímur Guðmundsson stokkar upp línuna í síðasta sinn Hann er hættur útgerð og hefur leigt bátinn ungum ofurhuga sem hefur hug á að reyna sig við kerfið. „Þetta er eitthvað sem ég hef gert frá því að ég man eftir mér, byrjaði með foreldrunum að taka lappir og svíða. Þetta er al- veg herramannsmatur og margir sem njóta góðs af hjá mér,“ segir Trausti Jón Gunnarsson á Húsa- vík þar sem hann stendur við að svíða rollulappir til að eiga birgðir til vetrarins. Hann segir verkið vera seinlegt því lappirnar séu margar en það sé fullkomlega þess virði fyrir góð- an mat. Rollulappir voru þáttur í mataræði landsmanna afar lengi og voru ýmist súrsaðar til vetrar- ins eða notaðar í sviðasultu. „Það er árviss viðburður að ég býð stórum hópi fólks til sviða- lappaveislu og það er mikil há- tíð, þetta er bara borið fram með kartöflum og rófum. Sumir súrsa lappirnar líka en ég hef ekkert átt við það. Venjulega hef ég með mér lappir á þorrablótið og gef vinum mínum til að narta í þennan þjóð- lega rétt,“ segir Trausti og heldur áfram að svíða, klár á því að gera verði sér mat úr því sem náttúran gefur. GS Árleg sviðalappaveisla haldin á Húsavík: Þjóðlegt og fyrirhafnarinnar virði Trausti Jón Gunnarsson Svíður rollulappir fyrir veislur vetrarins á Húsavík. Seinlegt en fyrirhafnarinnar virði, segir hann. Kvótakerfið hrundi með bönkunum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.