Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.2008, Side 26

Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.2008, Side 26
fimmtudagur 23. október 200826 Norðurland Líkamsrækt til heil- brigðis og vellíðunar SíðaSta orðið Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? „að fagna nýjum degi.“ Hver er sérgrein þín í eldhúsinu? „Það er sósan með lambaketinu.“ Hvaða kvikmyndahetju lítur þú upp til? „enginn hefur enn toppað upplifun bernskunnar í dalvíkurbíó: tarzan.“ Hvar ólst þú upp? „Á dalvík.“ Ef ekki þingmaður, hvað þá? „Hver veit?“ Hvað drífur þig áfram? „Nýjar áskoranir.“ Hvaða lag kemur þér alltaf í gott skap? „Næturlag úr fjörðum, sungið af kristjönu arngrímsdóttur.“ Hver er uppáhaldsborgin þín? „Það er höfuðborg hins bjarta norðurs: akureyri.“ Hvað hefur Eyjafjörður fram yfir aðra landshluta? „Þar liggja rætur mínar og þangað sæki ég styrk minn og lífsfyllingu.“ Hver er þín helsta fyrirmynd? „engin ein manneskja.“ Hverju sérðu mest eftir? „glötuðum tíma.“ Ef þú mættir gefa íslensku þjóðinni gjöf, hvað myndirðu gefa henni? „Sparsemi.“ Hvar líður þér best? „Heima.“ Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? „berjalaut í böggvisstaðafjalli. Lyngið, litirnir, útsýnið inn Svarfaðardalinn og út eyjafjörð er dásemdin ein.“ Hver er fremsti stjórnmálamaður heims fyrr og síðar? „Pass.“ Hvenær felldir þú síðast tár? „Í gær- kveldi.“ Hvernig er heimilisverkunum skipt? „Við hjónin höldum tvö heimili. Hún annast akureyri en ég sé um reykjavík.“ Stundar þú líkamsrækt? „Já. Ég skokka, lyfti og geng.“ Hvert er takmark þitt í lífinu? „að verða betri maður.“ Hvaða bók getur þú lesið aftur og aftur? „Ég get lesið Njáls sögu aftur og aftur.“ Hver voru áhugamál þín sem ungling- ur? „fjaran, bryggjan og íþróttir.“ Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? „Ég ætlaði að verða flugmaður.“ Hvernig er fullkomið laugardagskvöld? „góður matur og samvera með fjölskyldu og vinum.“ Hver er þinn helsti kostur? „Þolgæði.“ Hvern hefur þig alltaf dreymt um að hitta? „Snorra Sturluson því hann var stórbrotinn einstaklingur á umbrotatímum.“ Áttu gæludýr? „Nei.“ Finnst þér gaman í vinnunni? „iðulega.“ Hvaða skref væri mest til heilla íslenskri þjóð? „Þekking og aukinn þroski.“ Hvernig veður hentar best til göngu- túra? „Logn og milt veður.“ Síðasta orðið? „bjartsýni.“ Takmarkið að verða betri maður Síðasta orðið á Kristján Þór Júlíusson alþingis- maður og fyrrverandi bæjarstjóri á Akureyri til margra ára. Kristján er öflugastur í sósugerðinni þegar kemur að eldhús- verkum og felldi síðast tár í gær. Hann væri til í að kenna landanum spar- semi og segir berjalaut í Böggvisstaðafjalli falleg- asta stað á landinu. m yn d P ET ro m yn d ir /Þ ó rH a ll u r

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.