Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.2008, Side 29
fimmtudagur 23. október 2008 29Fréttir
Fjárfestar og skattgreiðendur í
Bandaríkjunum, sem eru sárreið-
ir vegna aðgerða stjórnvalda til að
bjarga fjármálafyrirtækjum sem allt
bendir til að hafi verið rekin af van-
hæfni, geta á komandi mánuðum
vænst öldu ákæra vegna glæpsam-
legs athæfis. Þetta er mat sérfræð-
inga í málum sem varða hvítflibba-
glæpi.
John Coffee, prófessor í lögum hjá
lagaskóla Columbia, er einn þeirra
sem telja þetta líklegt. „Ég hef trú á
að við komum til með að sjá „glæpa-
manns“-göngu,“ sagði Coffee og skír-
skotaði til þeirrar aðferðar löggæslu-
manna að láta hinn ákærða koma
fyrir almenningssjónir í járnum.
Jacob Zamansky, hjá Zamansky
og félögum, er sama sinnis og Coffee
og segir að þess sé skammt að bíða.
Hann spáir því að „kröfum um söku-
dólga og blóraböggla“ verði sinnt.
Zamansky, Coffee og fleiri segja að
nú séu stjórnvöld önnum kafin við
að kanna mögulegt glæpsamlegt at-
hæfi innan veggja fjölda fyrirtækja
og að það sé einungis tímaspursmál
hvenær sú rannsókn ber árangur,
en nú nýtur forgangs að ná tökum á
kreppunni.
Fyrst þarf að bjarga skútunni
Eins og málum er nú háttað vest-
anhafs beinist öll athygli að því að
bjarga því sem bjargað verður og
reyna að koma efnahagsmálum í
viðunandi horf og til eru þeir sem
telja væntingar Coffees og Zam-
inskys óraunhæfar. Einn þeirra er
Harvey Pitt sem stýrði fjármálaeftir-
liti Bandaríkjanna í herferð hennar
gegn bókhaldssvikum í upphafi ára-
tugarins. „Ég tel að það séu marg-
ir mánuðir þangað til málssókn-
ir hefjast, ef um einhverjar verður
að ræða,“ sagði Pitt. Rannsóknir af
þessum toga eru tímafrekar og sé
horft til eldra máls liðu tvö ár frá
meintu broti þar til fyrstu ákær-
ur voru birtar. Innan fjarskiptafyr-
irtækisins WorldCom var verið að
hræra í bókhaldsgögnum síðla árs
2000. Fjármálastjóri fyrirtækisins,
Scott Sullivan, var ekki ákærður fyrr
en í ágúst 2002.
Á það ber einnig að líta að kom-
andi kosningar setja strik í reikn-
inginn og kunna að hægja á ferlinu.
Saksóknarar Bandaríkjanna, sem
eru pólitískt skipaðir, kunna að vera
tregir til að ráðast í mál án þess að
vita hver verður næsti forseti Banda-
ríkjanna og hvort þeir hafi ennþá
vinnu að kosningum loknum.
Tólf stefnur
Engu að síður virðast lítil áhöld
um hve alvarlegum augum stjórn-
völd líta málið og aðgerðir gagn-
vart hugsanlegum sökudólgum eru
hafnar. Nýlega stefndu stjórnvöld
tólf stjórnendum Lehman Broth-
ers-bankans fyrir dóm til að bera
vitni. Þeirra á meðal er forstjóri
Lehman, Richard Fuld, og tveir
framkvæmdastjórar.
Með tilliti til svipaðra mála hafa
einungis verið birtar tvær áberandi
ákærur. Í júní voru tveir stjórnend-
ur vogunarsjóða hjá Bear Stearns-
fjárfestingabankanum kærðir fyr-
ir að hafa hulið vandamál sem á
endanum kipptu stoðunum undan
sjóðunum.
Sérfræðingar telja að án efa
muni aðgerðir sem miðuðu að því
að fela vandamál eða ámælisvert
stöðumat verða rannsóknarefni og
hugsanlegt ákæruefni af hálfu hins
opinbera.
Jacob Zamansky, sem er full-
trúi fjárfesta í vogunarsjóðum Bear
Stearns, horfir einnig til hugsan-
legra afbrota sem varða eignamat
fyrirtækisins og það hvernig miðl-
arar, þrátt fyrir óhagstæðar horfur,
þrýstu upp verði hlutabréfa í bank-
anum sem hrundu fljótlega í verði.
John Coffee telur að stjórnvöld
muni nota „hefðbundin vopn gegn
hvítflibbaglæpum“ og á þar við lög
sem snúa að fjárglæfrastarfsemi,
tryggingasvikum og póstsvikum.
Í einhverjum málum munu sak-
sóknarar láta líta út fyrir að um hafi
verið að ræða „...samstillt átak af
hálfu þessara fyrirtækja til að af-
vegaleiða almenning,“ sagði Zam-
ansky. Í hnotskurn er það ein-
mitt það sem framkvæmdastjórar
WorldCom, Enron, Adelphia og
fleiri fyrirtækja gerðu fyrir tæpum
áratug síðan.
Framundan bíður saksóknara
að vaða í ökkla í gegnum rafrænan
póst í leit að ósamræmi í einkaorð-
sendingum og opinberum yfirlýs-
ingum, til að sýna að viðkomandi
gerðust brotlegir vitandi vits.
Skiptar skoðanir um lyktir
Þrátt fyrir að flestir vænti þess
að fjöldi ákæra verði gefinn út er
mörgum til efs að nokkrir háttsett-
ir verði á meðal þeirra sem lenda
í netum saksóknara. Zamansky er
einn þeirra sem telur yfir allan vafa
hafið að forstjórar fyrirtækjanna
falli.
John Coffee er á öndverðum
meiði. Hann segir að þrátt fyrir að
„saksóknurum líki ekki að einbeita
sér að litla náunganum“ hafi marg-
ir þeirra forstjóra sem nefndir hafa
verið til sögunnar nú „verið kallaðir
til sem endurskipuleggjendur“ og
þeir „muni kynna sig sem náunga
sem komu til að þrífa upp skítinn“.
Neil Minow, stofnandi Corpor-
ate Library, sem leggur áherslu á
fyrirtækjastjórnun og laun forstjóra,
er svartsýnn. „Í öðrum málum var
ljóst frá upphafi að fólk hafði brot-
ið lög. Ég fæ ekki séð að stjórnend-
ur fari í fangelsi vegna þessa. Flest
það sem það aðhafðist var fullkom-
lega löglegt. Þetta fólk var nógu
snjallt til að finna glufurnar sem
það þarfnaðist,“ segir Minow.
Þó almenningur og fjárfestar vilji
helst sjá þá sem þeir telja ábyrga fyrir
hruni eigin fjárhags og þjóðarinnar í
járnum, er of snemmt að spá fyrir um
málalok. Eins og bent hefur verið á er
ekki vert að leita að brennuvargi fyrr
en búið er að ráða niðurlögum elds-
ins, og bandarísk stjórnvöld leggja
nú mesta áherslu á að koma bönd-
um á kreppuna.
Síðar þegar glæður hafa kuln-
að geta þau sett fullan kraft í rann-
sóknina, ekki síst í ljósi þess að þau
hafa, þegar upp er staðið, tvö ár til
að endurheimta þær greiðslur til
stjórnenda fyrirtækjanna sem sann-
ast að hafi ekki verið verðskuldaðar,
eða grundvallast á glæpsamlegu at-
hæfi.
Váfugl er söguleg skáldsaga
um framtíð þjóðar. Sagan
hefst í Brüssel, berst til Íslands,
Kaupmannahafnar, Berlínar og
endar í Rómaborg. Inn í fl éttast
stórviðburðir Íslandssögunnar í
bland við evrópskt sögusvið um
átök og völd.
Mögnuð saga um stærsta álita-
efni okkar samtíma; afstöðu
þjóðar til Evrópu.
VÁFUGL
Allt sem gerst hefur, getur gerst
og allt sem getur gerst, gerist
– í tímans eilífu elfu.
Bókaútgáfan Vöxtur — www.vafugl.is
Söguleg skáldsaga um framtíð þjóðar
eftir Hall Hallsson
Hr
in
gb
ro
t
Saksóknarar Banda-
ríkjanna, sem eru póli-
tískt skipaðir, kunna að
vera tregir til að ráðast
í mál án þess að vita
hver verður næsti forseti
Bandaríkjanna og hvort
þeir hafi ennþá vinnu að
kosningum loknum.
Ákærur
hugsanlega
yfirvofandi Byrðin virðist þung Þeir sem tapað hafa öllu sínu vilja að þeir sem bera
ábyrgðina svari til saka.
Bear Stearns-fjárfest-
ingabankinn tveimur
stjórnendum bankans hafa
verið birtar kærur vegna
hruns bankakerfisins í
bandaríkjunum.