Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.2008, Side 30
Á þessum erfiðu tímum kem-ur í ljós hverjir eru sannir Íslendingar og hverjir ekki. Hver auðmaðurinn á fætur
öðrum yfirgefur nú landið, en aðrir
koma í staðinn. Jón Ólafsson athafna-
maður hefur verið rægður hér innan
lands sem utan, en á daginn er komið
að hann er þjóðinni haukur í horni. Í
samtali við DV á mánudag lýsti hann
því yfir að hann myndi snúa aftur með
sín umsvif til hjálpar þjóðinni.
Paul „Ian Strachan“ Aðal-steinsson heitir maður af íslensku bergi brotinn sem þekktastur er fyrir að hafa
reynt að kúga fé út úr bresku konungs-
fjölskyldunni. Við þann gjörning hlaut
hann viðurnefnið krúnukúgarinn. Í
viðtali við DV í vikunni kvaðst hann
vilja koma aftur heim til Íslands, í
þeirri aðstöðu sem landið er nú. Hon-
um þótti fall Landsbankans hroða-
legt. Ljóst er að þjóðinni veitir ekki af
slíkum Bretakúgara á þessum verstu
tímum.
Svarthöfði vonar að fleiri muni fylgja í kjölfar þessara sóma Íslands,
sverða og skjalda. Marg-
ir muna eftir Halim
Al, hinum tyrkneska
eiginmanni Sophiu
Hansen, sem nam
dætur sínar á brott
af landinu
vegna forræðisdeilu. Halim er nú
auðugur maður í Istanbul, höfuð-
borg Tyrkjaveldis. Þjóðinni væri mikill
akkur í því að Halim Al kæmi aftur til
Íslands með sinn rekstur. Hann rekur
arðbæra verksmiðju í Tyrklandi þar
sem hann framleiðir gallabuxur fyrir
Disney og tískuboli af öllu tagi. Hana
mætti vel reka hérlendis. Sú staðreynd
að laun eru lág á Íslandi miðað við
annars staðar, vegna falls krónunnar,
felur í sér að hagkvæmt gæti orðið að
flytja slíka saumastofu norður á Frón.
Svarthöfði leggur til að þjóðin sameinist í ákalli til Halims um endurkomu. Stofna mætti áheitasíma og Facebook-síðu
undir slagorðinu „Halim heim!“ Best
af öllu væri að Halim yrði stórtækari
hérlendis og léti ekki staðar numið við
gallabuxnaframleiðslu, heldur tæki
við bankastjórastöðu. Ekkert kæmi
Íslendingum betur en að Sharia-
banki væri rekinn hérlendis. Íslömsk
lög heimila ekki að vextir séu teknir
af lánum, enda er slíkt flokkað undir
ósiðlegt gróðabrask og arðrán. Með
þessu mætti forða þjóðinni af flæðis-
keri okurvaxta og verðtryggingar um
ókomna tíð. Býður
einhver fram
betri
lausn?
Bretar flokka Íslendinga nú undir hryðjuverkamenn og beita þar til gerðum lögum á landsmenn. Við höfum því
engu að tapa. Hagfelldast þjóðinni
væri að taka upp íslam hér á landi og
hefja formlega baráttu gegn vestræna
auðvaldinu. Halim Al gæti leitt þá bar-
áttu, en ljóst er að hans helsti jarl yrði
Steingrímur J. Sigfússon.
Klæðnaður múslima er einnig kjörinn fyrir íslenskar að-stæður. Búrkan hylur líkam-ann afar vel og gerir konum
kleift að ganga hnarreistar í hvers kyns
vályndum veðrum án þess að vökna
eða kólna.
Árið 1000 stóð þjóðin frammi fyrir gríðarlegu uppgjöri. Þorgeir Ljósvetningagoði lagðist þá undir feld í þrjá
daga og komst að þeirri niðurstöðu að
hann og aðrir Íslendingar ættu að taka
upp kristni og varpa ásatrúnni fyrir
róða. Nú, þúsund og átta árum síðar,
stöndum við í sömu sporum.
Geir Haarde forsætisráðherra hefur nú legið undir feldi í tæpar þrjár vikur og miðað við fyrri framlög hans til
björgunar þjóðarbúsins er allt eins
líklegt að hann komist að þeirri niður-
stöðu að upptaka íslams á Íslandi sé
nauðsynleg, í þeirri erfiðu stöðu sem
upp er komin eftir að Lehman-bræð-
ur fóru á hausinn.
fimmtudagur 23. október 200830 Umræða
Halim Heim!
svarthöfði
ReyniR TRausTason RiTsTjóRi skRifaR Traust heimsins á Íslendingum er farið.
Ögurstund Samfylkingar
Leiðari
Mestu umbrotatímar í íslenskri stjórnmálasögu eru framund-an. Engin leið er til þess að þjóð-
in fyrirgefi þeim sem steyptu lýðveldinu
í þá glötun sem nú blasir við. Traust
heimsins á Íslendingum er farið.
Reiðin í samfélaginu er eðlilega
gríðarleg og vaxandi. Hún verð-
ur að fá eðlilega útrás með upp-
gjöri við Sjálfstæðisflokkinn
sem hefur í öllum meginatrið-
um brugðist. Óumflýjanlegt er
að í kosningum verði hörmuleg
frammistaða forystu flokksins í
efnahagsmálum lögð til grund-
vallar hverju atkvæði. Flokkurinn
sem náði að ljúga því að 40 prósent-
um af þjóðinni að hann einn gæti forð-
að þjóðinni frá ringuleið vinstri óstjórn-
ar hefur nú steypt henni í skuldafen. Þeir
sem héldu um stjórnartaumana sváfu
á vaktinni gagnvart auðmönnum sem
á ofsahraða stóðu í fjárfestingum fyrir
sparifé útlendinga og Íslendinga. Flokk-
urinn sem einkavæddi bankana þurfti að
ríkisvæða þá að nýju með þeim afleiðing-
um að hver Íslendingur þarf að borga í það
minnsta þrjár milljónir króna. Flokkurinn
sem taldi fólki trú um að á Íslandi yrði fjár-
málamiðstöð heimsins ber nú þá ábyrgð
að Íslendingar eru úthrópaðir um heims-
byggðina sem vanskilamenn og skúrkar.
Flokkurinn sem lofaði skattalækkun-
um verður nú að kokgleypa það
loforð og hækka skatta
á einstaklinga.
Flokkurinn
sem lofaði að hefja einstaklinginn til
góðra verka ber nú stærsta ábyrgð á löm-
un samfélagsins og vonlausum, stóraukn-
um ríkisrekstri. Samfylkingin ber ábyrgð
á því að Sjálfstæðisflokkurinn situr
enn við völd. Og það er verkefni
þess flokks að tryggja að ís-
lenskt samfélag sitji ekki uppi
með skúrkana sem brugðust.
Að öðrum kosti mun þjóðin
þurfa að refsa báðum flokk-
um grimmilega. Senn dregur
því að ögurstundu hjá Sam-
fylkingu. Það ætti að vera sjálf-
gefið að á næstu vikum taki
flokkurinn af skarið með stjórn-
arandstöðunni og boði til kosn-
inga eftir áramót. Þá verður kosið
um Evrópusambandið sem því miður
er að verða nauðsynlegt skjól fyrir æru-
lausa þjóð. Kosningar eru eina leiðin til
að þjóðin nái fram réttlæti gagnvart þeim
sem glutruðu niður fjöregginu.
spurningin
„Nei, þeir hafa
jafnvel meira álit á
Íslendingum en við
sjálf,“ segir María
Hjálmarsdóttir.
eins og dV sagði frá
stóð hún fyrir því að
dönsku leikararnir
frank Hvam og
Casper Christensen
úr klovn gerðu, ásamt leikkonunni iben
Hjejle, aðdáendum sínum glaðan dag í
iðusölum í gær. Hátt í 200 manns
mættu og horfðu á tvo fyrstu þætti
nýrrar þáttaráðar klovn.
Hlógu þeiR nokkuð
að Íslendingum?
sandkorn
n Þess er nú beðið í nokkru
ofvæni hvað gerist í stjórnmál-
um landsins þegar og ef lán
Alþjóðagjaldeyrissjóðsins verð-
ur samþykkt. Þá mun maður
frá sjóðnum væntanlega verða
yfir Seðla-
bankanum
sem er við
gjaldþrot
vegna of-
mats banka-
stjórnar.
Ingibjörg
Sólrún
Gísladótt-
ir, formaður Samfylkingar, vill
eindregið eins og aðrir flokks-
menn að Davíð Oddsson og
aðrir í bankastjórn Seðlabank-
ans verði reknir. Þessi krafa
mun verða sett fram af fullum
þunga þegar peningarnir að
utan koma inn í hagkerfið ís-
lenska.
n Talsvert er í land að Ingi-
björg Sólrún Gísladóttir nái
fullum styrk eftir aðgerðina í
Bandaríkj-
unum. Þykir
það í raun
ofurmann-
legt að hún
skuli hafa
hellt sér út í
hringiðuna
sem hlot-
ist hefur af
gjaldþroti íslenska hagkerfisins.
Ingibjörg er nú um það bil að
fara í aðra aðgerð og í fram-
haldi þess standa vonir til að
hún nái fullum styrk fljótlega.
Þangað til það verður brýtur
mest á Össuri Skarphéðinssyni
iðnaðarráðherra og Björgvin G.
Sigurðssyni viðskiptaráðherra
sem í raun gegna hlutverki
varaformanns.
n Talið er að Sjálfstæðisflokkur-
inn muni í lengstu lög forðast
að fara í kosningar á næstunni.
Stigvaxandi reiði almennings
beinist að Geir H. Haarde for-
manni og félögum hans sem
bera þyngsta ábyrgð þess að
íslenskt samfélag mun færast
aftur um áratugi í lífskjörum.
Innan Samfylkingar er aftur
á móti góður hljómgrunnur
fyrir kosningum í vetur eða
vor. Sama sinnis eru leiðtogar
stjórnarandstöðunnar. Þá má
því reikna með að forystu Sjálf-
stæðisflokksins verði slátrað á
næstunni.
n Í uppgjöri Sjallanna eru yfir-
gnæfandi líkur á því að Bjarni
Benedikts-
son alþingis-
maður verði
valinn til
forystu. Þó
gæti verið
að Þorgerð-
ur Katrín
Gunnars-
dóttir vara-
formaður hreppti embættið.
Hún hefur undanfarið gefið
ádrátt um að flokkurinn ætti að
skoða aðild að ESB og haft uppi
miklar efasemdir við störf Dav-
íðs Oddssonar seðlabankastjóra
sem einhvern tímann hefði
verið talið jaðra við guðlast. Nú
reiknast Þorgerði það til tekna
að þora að styggja goðið.
LyngháLs 5, 110 Reykjavík
Útgáfufélag: Útgáfufélagið Birtíngur ehf.
Stjórnarformaður: hreinn Loftsson
framkvæmdaStjóri: elín Ragnarsdóttir
ritStjórar:
jón Trausti Reynisson, jontrausti@dv.is
og Reynir Traustason, rt@dv.is
fréttaStjórar:
Brynjólfur Þór guðmundsson, brynjolfur@dv.is
og Þórarinn Þórarinsson, toti@dv.is
auglýSingaStjóri:
ásmundur helgason, asi@birtingur.is
dV á netinu: dV.is
aðalnúmer: 512 7000, ritstjórn: 512 7010,
áskriftarsími: 512 7080, auglýsingar: 515 70 50.
Umbrot: dV. Prentvinnsla: landsprent. Dreifing: árvakur.
dV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu
formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð.
„Greinilegt er að Árni
hefur fílsminni – hefur
engu gleymt.“
n Blaðamaður Séð og heyrt um Árna
Salómonsson, sem er dvergur, í greinarkorni þar
sem rifjað er upp viðtal við Árna í blaðinu fyrir
áratug. Árni var ósáttur við viðtalið og er enn. -
Séð og heyrt.
„Þeim þykir
gífurlega
vænt um
Íslendinga.“
n María Hjálmarsdóttir vinkona Franks og
Caspers úr gamanþáttunum Klovn. Þeir eru
sennilega einu Danirnir um þessar mundir sem
ekki er illa við Íslendinga. - DV
„Ríkinu ber að
koma inn og
niðurgreiða
þetta frekar.“
n Sveinn Magnússon hjá Geðhjálp um að
þunglyndislyf hafi hækkað um 350%
undanfarið. Það kemur sér illa fyrir landann sem
hefur átt heimsmet í slíku lyfjaáti. - DV
„Konur ilma
og allt það.“
n Jón Ólafsson um af
hverju Dýdönsk leitaði til
kvennafangelsisins í Kópavogi
til að útbúa miða á útgáfutónleika sína. -
Fréttablaðið
„Í fjölmiðlum hafa
ódýrar lausnir og
neikvæður niðurrifs-
tónn verið
áberandi.“
n María Huld Markan úr
Amiinu sem var allt annað en
sátt við greinar Vals
Gunnarssonar og Atla Bollasonar í
Lesbók Morgunblaðsins. - Morgunblaðið
bókstafLega