Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.2008, Side 31
fimmtudagur 23. október 2008 31Umræða
„Þetta reddast“ er hugsunarháttur
sem fyrir löngu hefur fest rætur hjá
þjóðinni. Hann birtist okkur á svo
mörgum sviðum. Við höfum til dæm-
is ekki alltaf talið þörf á því að leita
eftir hæfasta fólki, sem völ er á hverju
sinni í ábyrgðarmikil störf – líklega
vegna þess að þetta hefur alltaf ein-
hvern veginn „reddast“. Það er því
eðlilegt að sjaldan sé gerð krafa um
að einstaklingar beri ábyrgð þegar
eitthvað fer úrskeiðis. Þessi aðferða-
fræði á þó ekki við á öllum sviðum.
Til dæmis hefur lögfræðimenntun
ekki fleytt fólki í starf konsertmeist-
ara sinfóníunnar enda gerðar list-
rænar kröfur til konsertmeistara. Þá
hafa rafvirkjar ekki verið ráðnir í störf
heilbrigðisstétta. Á hinn bóginn höf-
um við ekki verið kröfuhörð um hag-
fræðiþekkingu þegar kemur að yfir-
stjórn Seðlabanka. Reynslan af því er
ekki góð – a.m.k. ekki ef lagt er fag-
legt mat á árangur undanfarinna ára.
Þannig hefur Seðlabankinn aðeins
í skamman tíma frá því að lög um
verðbólgumarkmið voru sett 2001,
náð því 2,5 prósenta verðbólgu-
markmiði sem bankinn og for-
sætisráðherra settu. Um fjár-
málastöðugleika þarf ekki að
fjölyrða. Allir þrír lykilbank-
ar landsmanna eru í um-
sjón Fjármálaeftirlitsins
og í greiðsluvandræð-
um. Undanfarin
fimm
ár þöndust bankarnir út af fítons-
krafti. Seðlabankinn brást ekki við,
hvorki með bindiskyldu né setningu
lausafjárreglna, sem þó hefði getað
haldið aftur af vexti þeirra. Gjaldeyr-
isforði þjóðarinnar mætir ekki þeim
vanda sem við er að etja og greiðslu-
miðlun við útlönd er í algjöru upp-
námi. Þá virðist bankinn hafa nei-
kvæða eiginfjárstöðu þó vextir séu
langt umfram það sem þekkist í ná-
grannalöndunum. Þó þessi upptaln-
ing sé ærin, virðist einnig sem þjóð-
nýting Glitnis hafi hraðað atburðarás
að þeirri stöðu sem við nú stöndum
frammi fyrir. Það bætti svo
gráu ofan á svart
að
Wall Street Journal birti langt og ít-
arlegt Kastljósviðtal við seðlabanka-
stjóra á vefsíðu sinni, þar sem gá-
leysilegt tal um að íslensk stjórnvöld
myndu ekki standa við skuldbinding-
ar gagnvart erlendum lánardrottn-
um vakti heimsathygli. Fleiri erlend-
ir fjölmiðlar hafa fjallað um okkur á
sama hátt. Í dag er staðreyndin sú að
íslenska peningamálastefnan „redd-
aðist ekki“ – hún beið alvarlegt skip-
brot. Þó allir viti að Seðlabankinn
beri ekki einn ábyrgð á fjárhagslegu
skipbroti þjóðarinnar – er augljóst
að faglegar kröfur til mannaráðninga
hefðu getað hjálpað.
Niðurlag
Þær fjárhagslegu
hremmingar sem
við stöndum
frammi fyrir gera kröfu um endur-
reisn samfélagsins – í reynd mótun
nýs samfélags. Sú endurreisn verður
að byggja á gegnsæjum, sanngjörn-
um og réttlátum leikreglum þar sem
allir fá jöfn tækifæri. Gera á kröfu um
að hæfni og þekking ráði því hverj-
ir fá tækifæri, m.a. til að takast á við
erfið störf í þágu lands og þjóðar. Ís-
lenska þjóð skortir hvorki mannauð
né styrk, dugnað eða hugrekki. Ef til
viðbótar kæmi sá siður að gera fag-
legar kröfur við ráðningar í ábyrgð-
arstörf er ég sannfærður um að end-
urreisnarstarfið mun taka skemmri
tíma en nokkurn órar fyrir.
Fyrir því munu jafnað-
armenn berjast. Þá
mun íslensk þjóð
verða fljót upp á
fæturna á ný.
Hver er maðurinn?
„kristinn Halldór einarsson heiti ég
og er formaður blindrafélagsins og
fjölskyldumaður. Ég bý í breiðholti
og hef gaman af fótbolta.“
Hvar ert þú uppalinn?
„Ég ólst upp austur í Neskaupstað.“
Áttu stóra fjölskyldu?
„Já, ég á fimm systkini, svo eigum
við konan einn son.“
Hvað drífur þig áfram?
„Það mun vera réttlætiskenndin,
allavega svona þessa dagana.
ranglæti fer alveg rosalega í
taugarnar á mér.“
Hvaða bók er á náttborðinu
þínu?
„Ég er með eina góða bók á
náttborðinu sem heitir Hjarta
Voltaires. einnig er ég að glugga í
bókina Saga heimsspekinnar.“
Skrítnasti matur sem þú hefur
smakkað?
„mér finnst enginn matur skrítinn,
því skrítnari sem hann er því meira
spennandi er hann fyrir mér. Ég er
mikill matmaður.“
Ef ekki á Íslandi, hvar þá?
„Ítalíu. Ítalía er æðislegt land, þar er
afslappað andrúmsloft, gott fólk og
maturinn þeirra er alveg ofboðslega
góður.“
Hvaða banka treystir þú best?
„Sparisjóðnum á Norðfirði.“
Hefur Björgvin G. Sigurðsson
svarað bréfi þínu?
„Nei, en ég vonast nú til þess að
hann svari mér.“
Hver er draumurinn?
„gera vel í sínu nánasta umhverfi og
láta gott af sér leiða þar.“
„Þetta reddaðist ekki“
MartiN SkaNckE formaður norsku sendinefndarinnar sem hingað er komin til að ræða björgunaraðgerðir íslensks efnahagslífs lítur út fyrir að vera blautur bak við eyrun
en getur sjálfsagt kennt íslenskum stjórnvöldum sitthvað um hagstjórn. fundarhöld með nefndinni byrja í dag en í gær boðaði Skancke blaðamenn á sinn fund að því er
virðist fyrst og fremst til þess að láta vita að Norsararnir væru mættir.
MYND DV / SiGtrYGGur ari
Eiga BjörgólfsfEðgar að Borga icEsavE-rEikningana?
„Þeir sem stofnuðu reikningana eiga
að bera ábyrgð á þeim.“
Ólafur BirkiSSoN,
56 ára HúSaSmÍðameiStari
„Nei. Við eigum fyrst að hugsa um
okkur áður en við förum að hugsa um
bretana.“
MaGNúS tHorlaciuS,
32 ára ráðgJafi
„að sjálfsögðu. Þeir geta bara selt
einkaþoturnar og snekkjurnar upp í
skuldirnar.“
Ólafur JÓNSSoN,
57 ára SafNari
„Já, af hverju ekki? Þeir eiga nóg af
peningum til þess.“
ÞÓrMuNDur SiGurBJarNarSoN,
20 ára VerSluNarmaður
Dómstóll götunnar
fjölskyldumaðurinn kriStiNN
HallDÓr EiNarSSoN
lýsti í samtali við dV í gær óánægju
sinni í garð SProN. Þegar kristinn
óskaði eftir frystingu myntkörfuláns
var honum sagt að vaxtaálagið
myndi hækka með þeim afleiðingum
að hann þyrfti að greiða aukalega sex
milljónir af láninu í þóknun til
bankans.
Ranglæti feR í
taugaRnaR á méR
„Já, voru þeir ekki að koma fólki í
þetta?“
HElGi PÁll EiNarSSoN,
25 ára byggiNgatækNifræðiNgur
kjallari
mynDin maður Dagsins
lúðVÍk
BErGViNSSoN
alþingismaður skrifar
„Þá hafa rafvirkjar ekki
verið ráðnir í störf heil-
brigðisstétta. Á hinn bóg-
inn höfum við ekki verið
kröfuhörð um hagfræði-
þekkingu þegar kemur að
yfirstjórn Seðlabanka.“